Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 125
ÚR FERÐASKÝRSLU 1910
123
talsvert skóglendi. Skógurinn er ungur og í mikilli framför. í
hlíð fyrir innan bæinn hafði varla sést hrísla fyrir 20 árum, en
nú er kominn þar skógur á allstóru svæði.
26. fór ég út að Skógum. Jóhann bóndi þar,4 sagði mér, að
eftir aldamótin 1800 hefði verið búið að uppræta þar allan
skóg, svo að varla hefði sést þar angi; hafði hann það eftir afa
sínum, er hafði búið í Skógum. Nú er mest öll landareignin
skógi vaxin. Þaðan hélt ég svo að Ytra-Felli. Þar er mestur
hluti landsins skóglendi. Skógurinn stórvaxinn og fallegur, og
er það mál manna, að þar sé mestur skógur á Vesturlandi. Vill
bóndinn selja jörðina, ef landssjóður vildi kaupa til að rækta
skóginn.5 Þaðan fór ég aftur inn að Staðarfelli. Þar er víðáttu-
mikill skógur inn með hlíðinni og uppi á hálsinum, ungur og
fallegur, en ekki eins stórvaxinn og á Ytra-Felli. Fallegastur er
hann þar í hlíðinni, sem kallað er „Mönin“.
Um nóttina fór ég svo með „Varanger“ og komum vér að
morgni þess 27. í Stykkishólm. Þaðan hélt ég sama dag að
Saurum.
28. fór ég inn á Skógarströnd og að skoða skóg á Dröngum
og Breiðabólstað. A Dröngum er aðeins örlítið kjarr, sem er
alveg að hverfa fyrir uppblæstri. Á Breiðabólstað er mikill
skógur, en fremur lágvaxinn, Lárus prestur Halldórsson lætur
sér mjög annt unr skóginn og óskaði eftir, að girt yrði þar.
Væri það vel til fallið, því skógurinn er heim að túni á Breiða-
bólstað, og þjóðvegur liggur um skóginn, svo margir mundu
sjá tilraunastöð ef hún væri þar.
29. fór ég að Saurum og 30. fór ég að Búðum á Snæfellsnesi.
Finnbogi Lárusson hafði sent mér boð um að koma þangað.
31. skoðaði ég kjarr í Búðahrauni. Það er ofur smávaxið og
4. Jóhann bóndi í Skógum var Jónasson (1867-1951) og bjó í Skógum frá 1897 til
æviloka.
5. Á Ytrafelli bjó frá 1908-1914 Hannes Hannesson (1866-1954) ættaður norðan úr
Vatnsdal. Hann flutti 1914 að Haga í Staðarsveit og síðar að Dælarkoti (nú Borg-
arlandi) í Helgafellssveit.