Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 127
ÚRFERÐASKÝRSLU 1910
125
skógurinn er fallegur og fjölfarinn þjóðvegur liggur yfir ásinn.
Jörðin er landsins eign, og ætti helst ekki að selja hana.
Hér er sleppt úr kafla ferðir Sumarliða í ágústmánuði, en þá skoðaði hann
skóga í Borgarhreppi, Stafholtstungum og Norðurárdal. I september skoð-
aði Sumarliði einkum skóga fremst í Hvítársíðu og Hálsasveit.
14. september lagði ég af stað vestur í Dalasýslu. Hafði ég
verið beðinn að koma vestur að Hjarðarholti að skoða þar land
til skógræktar fyrir ungmennafélagið. Fór ég um kveldið að
Hraunsnefi í Norðurárdal. Daginn eftir þann 15. fór ég að
Hjarðarholti. Að Sauðafelli kom ég og sá þar nokkrar trjáteg-
undir, er sýslumaðurinn'’ hafði gróðursett á afgirtum bletti.
Trén höfðu flest lifað en eigi vaxið.
16. skoðaði ég blett, sem ungmennafélagið í Laxárdal hafði
fengið til ræktunar. Mér líkaði hann ekki vel, en á betra var
ekki völ. Bletturinn er rétt við túnið í Hjarðarholti. Síðan fór
ég að Ljárskógum. Þar eru ofurlitlar skógarleifar, en svo eyði-
lagt er það, að eigi mun borga sig að hugsa um að gera neitt
við það. Eg hafði mann með mér þangað úr ungmennafélagi
Laxdæla til að kenna honum að taka upp plöntur.
Þaðan hélt ég svo aftur í Búðardal, og áfram um kveldið að
Þorbjarnarstöðum í Miðdölum.6 7
17. komst ég að Breiðabólsstað á Skógarströnd og
18. að Saurum í Helgafellssveit; þangað var ferðinni heitið
til að líta eftir girðingunni og kenna manni að grisja skóginn.
19. fór ég í Stykkishólm að hitta sýslumann og fá hjá hon-
um mann, er hann hafði útvegað til að grisja á Saurum og
gæta skógarins. Sá maður heitir Baldvin Bergvinsson.8
6. I Dalasýslu var þá sýstumaður Bjöm Bjamarson (1853-1918), sem sér til ágætis
vann m. a. að stofna blaðið Vort Hjem, síðar þekkt undir heitinu Hjemmet, og
Listasafn Islands. Bjöm var alþingismaður fyrir Dalasýslu á árunum 1901-1907.
7. Hér er eitthvað málum blandað, því að enginn bær er til í Miðdölum, sem heitir
Þorbjamarstaðir. Hér er líklegast átt við Þorbergsstaði, sem reyndar tilheyra Laxár-
dal, en eðlilegt er fyrir ókunnuga að telja til Miðdala.
8. Baldvin Bergvinsson Bárðdal (1859-1937) var kennari víða og bókavörður við
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi í 17 ár. Hann dó á Sauðárkróki.