Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
ur í vísitasíum kirkna að skógur sé eyddur, en ítakið þó nefnd,
ef vera kynni að skógurinn yxi nú aftur. Af heimildum prent-
uðum í Islenzku fornbréfasafni má greina mikla sögu af skóg-
um og eyðingu þeirra. Einnig er margt í óprentuðum skjölum
frá 17. öld og 18. öld og er af þessu öllu mikil og merkileg
saga, sem eflaust verður einhvern tíma rakin og leiðir þá
örugglega sitthvað forvitnilegt í ljós.
Fengur þætti mönnum nú ef til væru nákvæmar skýrslur um
ástand skóga í einstökum héröðum á mismunandi tímum, svo
að hægt væri að sjá þróun mála. Hér eru birtir kaflar úr skýrslu
um ástand skóga og fyrirhugaða skógrækt í Dalasýslu og
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Hún er frá árinu 1910 og í
henni er einnig greint frá skógum í Kjósar-, Borgarfjarðar- og
Mýrasýslum. Það efni er vissulega ekki síður merkilegt og
verðskuldar einnig að birtast á prenti, en hér er aðeins tekið með
efni, sem snertir byggðir Breiðafjarðar í víðustu merkingu.
Stefán Karlsson birti í Arbók Þingeyinga 1978 skýrslu
Stefáns Kristjánssonar „Skógar í Þingeyjarsýslu." Þar með
varð mér ljóst að lýsingar eru til á skógum hérlendis í upphafi
aldarinnar. Þessi skýrsla er í Þjóðskjalasafni Islands, merkt
Stj. ísl. II. Db. 3. 347.
Eins og Stefán Karlsson tekur fram í inngangi að útgáfu eru
sérlega athygli verð ummæli um vöxt skóga á 19. öld, þegar
verðurfar var kalt og beitarálag mjög mikið og ætla hefði mátt að
skógum og öðru gróðurfari hefði farið mjög aftur. Ymsar sagnir
eru um vöxt og eyðingu skóga. Eg man sjálfur eftir því að Hans
Matthísasson bóndi á Orrahóli sagði mér frá því að hefði komið
þangað maður, Olafur Brandsson að nafni, um 1920 og sagt að
nokkrum áratugum áður hefði ekki verið hrísla fyrir innan Gil á
Orrahóli, en þar var þá komið rnikið kjarr og er svo enn.
Hér ætla ég að taka nokkuð um skóg og skógarnytjar upp úr
minningum Guðlaugs Kristjánssonar, sem fæddur var 13.
ágúst 1869 og ólst upp í Rauðbarðaholti til 17 ára aldurs. Þetta
er úr bókinni Dagur er liðinn eftir Indriða Indriðason og kom
út 1947 s. 17-18: