Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 131
ÚRFERÐASKÝRSLU 1910
129
Stutt fyrir ofan kofann ... var kolagröfin. Þar gerði Samúel
að kolum.
Það var með öllu skóglaust í Holti, en þrátt fyrir það var
farið í skóg og aflað kola á ári hverju, á fyrri uppvaxt-
arárum Guðlaugs.
Skógarferðir voru famar út í Staðarfellsskóg. Voru sóttir
þangað þrír, fjórir hestburðir. Var þar allstórvaxinn skógur,
og drógu hestamir limið á eftir sér.
Þegar heim var komið voru byrðarnar teknar af við
smiðjukofann. Síðan voru stofnamir aflimaðir, smæstu grein-
arnar bomar heim í eldiviðarkofa og notaðar til brennslu, en
gert að kolum úr bálkunum.
Það mun hafa verið algengt enn fram á þessa daga, að
bændur umhverfis fengju skógarhögg í Staðarfellsskógi,
sem nú má heita að miklu leyti eyddur. Minnist Guðlaugur
þess glöggt, er strax og kom út fyrir Hafursá, var nokkur
skógstrjálingur, og þegar kom út um Skóga og þaðan til
Staðarfells, var samfelldur skógur út eftir Möninni sem
kölluð var, milli Skóga og Staðarfells, en þar var reiðgata
rudd í gegn um skóginn og náði maður ekki af hestbaki upp
í trjátoppana með svipu sinni. Þegar Guðlaugur fór þar um
fimmtíu árum síðar, ægði honum þau umskipti er þar voru
orðin. Nú færi ekki almenningur til kolagerðar í Staðar-
fellsskóg, þó kola þyrfti að afla á þann gamla máta. Þessu
til sannindamerkis er það, að Eiríkur Jónsson er bjó á Haf-
ursstöðum í æsku Guðlaugs, brenndi jafnaðarlega kol í landi
sinnar jarðar og seldi sér til hagræðis. Nú mun þar vera
skóglaust að kalla.
Þessi ummæli um eyðingu skóga í landi Staðarfells fá stað-
festingu af orðum Þorsteins Þorsteinssonar Dalasýslumanns,
en hann segir (Arbók Ferðafélags lslands um Dalasýslu 1947
s. 70) um skóginn í Möninni, að hann hafi „á síðustu árum
fallið í fauska vegna skógarmaðks."
Nú er rétt að spyrja, hver voru áhrif af ferð Sumarliða, var
eitthvað gert? Hér verður ekki reynt gefa tæmandi svör við