Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 159
HUNDURINN KÓPUR OG FLEIRI FRÁSAGNIR
157
um úlnliðinn á mér og herti alltaf takið, þar til að ég varð að
sleppa byssunni þá sleppti Kópur takinu, en sjáðu það sér
ekkert eftir engin tannaför eða neitt.“ Jói var aldrei með byss-
una nema að vera öruggur um að Kópur væri ekki heima.
Kópur bjargar lífi mínu
Það mun hafa verið í endaðan apríl eða byrjun maí. Anton vann
þá í kúttun er þessi atburður gerðist. Þá vorum við búin að fá
Nallann, á honum fór hann á milli. Þá skiptust þeir á þeir Jón
á Mýrum að kútta sinn hvorn daginn. Oft var unnið fram undir
morgna, það varð að vera búið að kútta allan afla áður en
meira kom að landi. Þetta var erfið og sóðaleg vinna fyrir all-
an kuldann, sem þessu var samfara, því þá var ekki hægt að
koma aflanum í hús og fiskkasir hér og þar. Það var ekki nóg
að þær væru við fiskverkunarhúsin heldur voru kasir inn í
Gilósi.
Ég tók við hirðingu á skepnunum upp frá því. Fénu var
jafnan beitt á þessum tíma, því heyskapur var oft rýr, en það
bjargaði að þá var hægt að fá síld til að gefa skepnunum. Það
var kalsamt að skera síldina í hörkufrosti því bæði var sfldin
söltuð og tekin beint úr pæklinum. Þegar búið var að gefa á
garðana varð ég að fara úr í Sætur til að snúa fénu heimundir
tún, en vildu þær fara upp á fjall eða upp í Höfðadal.
Einn dag þegar féð er upp á fjalli gerði þoku. Ég átti þá eftir
að gefa á tvo garða og vatna hrútunum. Að því loknu fer ég af
stað að ná í féð og Kópur var með mér. Við fórum inn að
Látravík og fórum upp ganginn sem er upp með gilinu. Það
var frekar bjart fyrir neðan brúnina en svarta þoka fyrir ofan
brún og dökknaði eftir að upp var komið. Ég sá ekkert niður
fyrir fætur mér, það grillti rétt í hendurnar ef ég lyfti þeim upp
eins og ég væri að heilsa þokunni. En áfram hélt ég og þóttist
vera örugg um að rata. Kópur fór og fann ærnar og kom þeim
á réttan stað. Allt í einu finn ég að tekið er í úlpuna mína og
stoppa og þreifa fyrir mér því ég hélt, að ég hefði fest mig á