Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 161
HUNDURINN KÓPUR OG FLEIRI FRÁSAGNIR
159
fórum við Kópur inn og nú skyldi hann fá vænan kjötbita og
mjólk, en ég settist á gólfið og faðmaði Kóp að mér og þakk-
aði honum lífgjöfina.
S umardagurinn fyrsti
Veðrið var gott en dálítið kalt. Það var stórstreymt þennan
dag. Við lofuðum fénu að vera í fjörunni þar til fór að falla að.
Ég átti heimaalning, svartbotnótta á sem hét Mús, af því hún
var smávaxin, en kom alltaf með tvö væn lömb undan sumri
ár hvert. Þetta var fyrsti veturinn sem við áttum Hanomacinn.
Það var tveggja manna sæti á þessum traktor. Gárungamir
kölluðu hann brúðarvagninn; það líkaði okkur vel.
En þennan tiltekna fyrstan dag í sumri 65 var ákveðið að
fara inn í Grundarfjörð eða Grafarnes sem það hét þá. Við ætl-
uðum að heimsækja Stellu systur og Halla, en við byrjuðum á
að fara fram að Þórdísarstöðum þar sem Anton ólst upp hjá
afa sínum og ömmu. Jens föðurbróðir hans bjó þar þá ásamt
konu og börnum. Mér var alltaf fagnað þegar ég kom þar og
gott var að sækja þau heim, en verst þótti mér að ég átti erfitt
með að skilja Kristel, en hún var þýsk og ekki komin nógu vel
inn í íslenska málið en það gekk betur síðar. Frændurnir fóru
út í fjós og fjárhús og skeggræddu um landsins gagn og nauð-
synjar eins og bænda var siður. Þegar búið var að drekka
kaffisopann og troða sig út með kökum og kræsingum var lagt
af stað í áttina heim. Við stoppuðum dálítinn tíma hjá Halla og
Stellu. Nú var lagt af stað, farartækið var ekki hraðskreitt, ég
held að það hafi tekið allt að klukkustund að keyra þessa tíu
eða tólf kílómetra úr Grundarfirði að Búlandshöfða. Þá var
farið Húsadalina og upp Kirkjufellshallann, þó brekkan sé
ekki há á nútímamælikvarða virtist hún það þá fyrir vélvana
farartæki.
Þegar við komum heim sjáum við hvar Mús mín kemur
fyrir fjárhúshornið. Okkur bregður við ég var örugg um að
hafa gengið vel frá öllum dyrum þegar við settum féð inn. Það
var föst regla, ekki síst þegar farið var af bæ. Ég flýtti mér að