Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 163
HUNDURINN KÓPUR OG FLEIRI FRÁSAGNIR
161
nefnilega hverjir gerðu þetta því þeir keyrðu fram hjá okkur
hjá Mýrum. Kópur kom með allar kindumar stuttu eftir að við
komum heim, svo ég hef staðið við mitt heit, en þetta hefur
ekki komið fyrir aftur.
Draugurinn í skókassanum
Sólin skein í heiði, enda var heyskapur byrjaður. Anton þurfti
að fara inn í Grundarfjörð í verslunarerindum. Það voru ekki
komnir neinir vegir þá, svo hann tók Rauð gamla til að reiða
varninginn heim. A meðan ætlaði ég að hugsa um heyið en
búið var að slá flötina kringum bæinn. Ég var að klára að raka
í síðasta flekkinn, þá fór kaffileysið að segja til sín. Ég gekk
heim að bænum með hrífuna og lét hana á sinn stað, þar gat ég
alltaf gengið að henni vísri. Ég leit út á sjóinn og til Barða-
strandarinnar sem blasir við sjónum manns yfir Breiðafjörð-
inn. Þegar það er svona heiðskírt veður er fallegt að sjá allan
fjallgarðinn frá vestri til austurs, en þó sést hvar himinn og haf
mætast. Þegar ég kem að dyrunum og ætla inn, heyri ég þenn-
an rosalegan hávaða og gauragang, að það grípur mig þvílík
skelfing. Ég snarsný frá dyrunum og tek til fótanna, inn allt
tún sem var þá kargaþýfi, grjót og lækir. Ég náði Antoni og
Rauð inn við Björnshús.
Fólkið sem var við heyskap í Látravík, hætti störfum þegar
það sá þennan maraþonhlaupagarp hendast áfram yfir stokka
og steina. Ég fór með Antoni inn í Grundarfjörð. Þegar við
komum heim segir Anton: „Ætlar þú ekki að heilsa upp á
draugsa.“ Nei, ég hélt nú ekki, hann fer að dyrunum en ég hélt
í klárinn á meðan. „Komdu og líttu á greyið“, kallaði Anton
og glotti stríðnislega. Nú fór ég að verða forvitin og fer að
dyrunum. „Líttu ofan í skókassann", segir Anton. Ég fer að
kassanum og lyfti lokinu aðeins og sting hendinni niður í
kassann og tek drauginn minn í lófann og lyfti honum upp í
hreiðrið sitt. Hann hefur verið að elta flugu og lent í kassanum
en ekki komist upp úr honum aftur. Það sem gerði mig þetta
líka hrædda var skógarþröstur sem átti hreiður fyrir ofan