Breiðfirðingur - 01.04.2001, Qupperneq 166
Erindi til minningar um
Lúðvík Kristjánsson
Æviágrip
Þann 1. febrúar á síðastliðnu ári lést Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur. Það er vart ofmælt að fullyrða að rit hans íslenskir
sjávarhættir séu með almestu afreksverkum í íslenskum fræð-
um á nýliðinni öld. Þar sem í öðrum ritstörfum sínum naut
hann í mjög ríkum mæli eiginkonu sinnar, Helgu Proppe. Lúð-
vík var Breiðfirðingur og ritaði einnig mjög mikið um breið-
firsk efni, m. a. í þetta tímarit. Hinn 4. júní 2000 var haldin
minningardagskrá í Hafnarborg þar sem fimm fræðimenn
fluttu erindi um hann og verk hans. Fjórir fjölluðu einkum um
breiðfirsk efni og urðu þeir allir fúslega við tilmælum Breið-
firðings að birta erindin hér og raðast þau í aldursröð höfunda.
Lúðvík Kristjánsson rithöfundur, Hafnarfirði, fæddist í
Stykkishólmi 2. sept. 1911. Hann lést 1. febr. 2000. Foreldrar
hans voru Súsanna Einarsdóttir, Stykkishólmi, f. 4.12. 1890,
d. 26.8. 1961 og Kristján Bjami Amason, sjómaður frá Lækj-
arbug í Fróðárhreppi, f. 4.9. 1886, d. 3.7. 1921. Systkini Lúð-
víks eru: Jóhanna, f. 12.8. 1913; Ólafur, f. 29.12. 1914; Stefán
Gestur, f. 11.9. 1918 og Steingrímur, f. 12.1. 1921. Hálf-
systkini Lúðvíks sammæðra: Steinþór Magnússon, f. 9.11.
1926, d. 17.4. 1991; Bergþóra Magnúsdóttir, f. 6.7. 1928 og
Hallveig Magnúsdóttir, f. 30.8. 1929.
Hinn 30.10. 1936 kvæntist Lúðvík Helgu Proppé, f. 17.5.
1910, d. 1.4. 1989, dóttur Guðrúnar Bjamadóttur, f. 26.9. 1884,
d. 20.12. 1952 og Jóns Proppé, f. 28.4. 1879, d. 6.1. 1948. Böm
Lúðvíks og Helgu eru: Véný kennari, Hafnarfirði, f. 7.8. 1941
og Vésteinn rithöfundur, Reykjavík, f. 24.10. 1944.