Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 169
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
167
geyma ritgerðir eftir hann. Árið 1991 kom út bókin Jón Sigurðs-
son og Geirungar en þar fyrir utan liggur eftir Lúðvík fjöldi rit-
gerða í tímaritum og ennfremur margar blaðagreinar. Lúðvík
hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar og var m. a.
gerður heiðursdoktor við Háskóla Islands 1981 og hlaut silfur-
verðlaun Hins konunglega norska vísindafélags 1984.
Einar Laxness
Spjall um Lúðvík Kristjánsson
Kynni okkar Lúðvíks Kristjánssonar tóku yfir hartnær fjóra
áratugi, náðu allar götur til síðsumars 1960. Eins og að líkum
lætur átti Lúðvík sem eldri maður frumkvæði að þeim kynnum.
Þótt hann væri þá rétt innan við fimmtugt, var hann orðinn þjóð-
kunnur fræðimaður og rithöfundur, sem menn á rnínu reki virtu
mikils. Um þetta leyti var hann að senda frá sér þriðja bindi
Vestlendinga, þar sem einn meginkaflinn fjallar um þjóðfundinn
1851, en ég var að ganga frá ævisögu Jóns Guðmundssonar, rit-
stjóra Þjóðólfs, þar sem fyrirferðarmikill þáttur var einmitt hlut-
deild hans í atburðarás þessa sama tíma. Við höfðum báðir verið
á kafi í sömu heimildum. Það var því augljóst, að þama skaraðist
ýmislegt, og þannig átti Lúðvík frumkvæði að því, að samband
komst á milli okkar. Við skiptumst á skoðunum, og hann varð
mér hollur í ráðgjöf. Það var mér óneitanlega gleðiefni, að svo
þekktur fræðimaður, - margra bóka höfundur, - skyldi gefa
gaum að ungum manni, sem var að feta fyrstu sporin á sviði
sagnfræðinnar, leiðbeina honum óbeðið, sýna honum traust og
skapa þar með grundvöll að kynnum, sem leiddu til varanlegrar
vináttu. Mér sýndist Lúðvík þá hafa á sér yfirbragð allroskins
manns. Þó var hann um þetta leyti, sem fyrr sagði, aðeins tæp-
lega fimmtugur. Svona er aldurinn afstæður!
Allt frá þessum fyrstu kynnum okkar Lúðvíks lágu leiðir
okkar saman að meira eða minna leyti. Við áttum margvíslega