Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 172
170
BREIÐFIRÐINGUR
í þessa námu sökkti Lúðvík sér um margra ára skeið af þeirri
elju, sem honum var í blóð borin. Þar tók hann sér fyrir hendur að
draga fram í dagsljósið stórfróðlega, en lítt kunna þætti úr sögu
Jóns Sigurðssonar, einkum samskipti hans við stuðningsmenn á
Vesturlandi og Vestfjörðum, sem Lúðvík kallaði einu nafni Vest-
lendinga. Þar var sá jarðvegur, sem Jón var sjálfur sprottinn úr.
Þetta eru heimildir sem Páll Eggert hafði lítt eða ekki notað í riti
sínu, svo að þar bætir Lúðvík miklu við, sem fyllir upp í þá
mynd, sem við höfum af Jóni Sigurðssyni, ellegar hann leiðréttir
ýmsar missagnir Páls. Arangurinn varð þrjú bindi um Vestlend-
inga, fjölbreytt samskipti þeina við leiðtogann í Kaupmannahöfn
og framfarabaráttu þeirra í menningarlegum og atvinnulegum
efnum. Þar með hafði Lúðvík lagt fram ómetanlegan skerf til
íslenzkra sagnfræðirannsókna og sögu landsins á 19. öld.
Víða er komið við í þessu verki, en þótt höfundur takmarki
sig við Vestlendinga, fer hann auðvitað út fyrir rammann og
tengir landssögunni í heild. Höfuðeinkenni á riti Lúðvfks er
með þeim hætti, eins og kunnugt er, að hann lætur viðkomandi
persónur sögu sinnar koma fram á sjónarsviðið eins og þær
eru klæddar, tjá hug sinn og skoðanir með eigin orðum.
Þannig mynda sendibréfin uppistöðu ritsins.
Það var mér sannast sagna ákaflega heillandi lestur 2. bind-
ið, þegar það kom út árið 1955. Þetta var sögusvið með ólg-
andi mannlífi vestanlands, þyrping fólks, sem átti bréfaskipti
við forsetann í Kaupmannahöfn og stóð að baki honum í þjóð-
ernisbaráttunni, - baklandið, sem nú er stundum kallað, - og
sagði honum meiningu sína um menn og málefni, en vildi svo
líka margt láta hann snatta fyrir sig í höfuðborginni! Og auð-
vitað voru ekki allir viðhlæjendur vinir.
Þetta ritverk Lúðvíks færði á sínum tíma sjálfstæðisbar-
áttuna og þátttakendur hennar, forvígismenn og andstæðinga,
miklu nær okkur samtímamönnum hans. En gætum jafnframt
að þeirri staðreynd, að við vorum þrátt fyrir allt ekki lengra en
svo frá atburðum, þegar Lúðvík hófst handa vestur í Flatey
sumarið 1942 að rannsaka sögu Vestlendinga, að þá voru að-
eins rúmlega 60 ár frá því Jón Sigurðsson féll frá og rétt um