Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 175
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
173
ráða því, hvort hann lætur Johansen borga sér þessa upphæð eða
hann selur fiskinn sjálfur, en andvirði hans á að ganga til lúkningar á
skuld Gísla við Bókmenntafélagið og við Jón Sigurðsson sjálfan. -
Þannig ber síðasta kveðja hans til Jóns mark skilamannsins og öðl-
ings, er aldrei vildi láta upp á sig standa í skiptum.
(Vestl., 2.1 „bls. 62).
Frá því greinir Lúðvík, þegar báðir þessir menn, - sem kalla
mætti á nútímamáli sprottna beint úr grasrótinni, - Magnús
Einarsson og Gísli Ivarsson, urðu einna fyrstir til að hefja
baráttu fyrir kosningu Jóns Sigurðssonar sem alþingismanns
Isfirðinga eftir endurreisn Alþingis árið 1843.
I þessu sambandi finnst mér líka dálítið skemmtilegt, að
forfaðir minn kom þarna allmikið við sögu, sr. Olafur E. John-
sen á Stað á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Lúðvík hefur
fjallað ýtarlega um þá feðga, sr. Olaf og Þorlák, son hans, í rit-
um sínum, þ. á m. hlutdeild sr. Olafs í undirbúningi hinna
fyrstu alþingiskosninga vestra til stuðnings kjöri Jóns Sigurðs-
sonar. Sr. Olafur fer einna fyrstur manna á stað þeirra erinda
að leita hófanna um stuðning við Jón meðal Isfirðinga, var þó
utanhéraðsmaður, en rann m.a. blóðið til skyldunnar, þar sem
hann var bræðrungur Jóns og skammt til mágsemda þeirra. Sr.
Ólafur á Stað bar frá fyrstu tíð og alla ævi síðan gríðarlega
tiltrú til frænda síns og vænti mikils af forystu hans fyrir
landsmenn á hinu endurreista Alþingi, svo að hrinda mætti
sem fyrst hinum erlendu yfirráðum.
Það var snemma sumars 1843, að sr. Ólafur lagði á klárana og
reið frá Stað, allt vestur í Önundarfjörð, og setti einmitt stefnuna
á Hvilft til Magnúsar Einarssonar, í því skyni að þeir legðu drög
að öflun víðtæks stuðnings við Jón til þingmennsku vestra.
Síðan gerði Magnús víðreist um sýsluna til að flytja boð-
skapinn. Þá tók fljótlega við boltanum Gísli búðarþjónn Ivars-
son og lá aldeilis ekki á liði sínu við „agitasjónina“ í kaup-
staðnum. Um það farast Lúðvík svo orð:
Aldrei kemur hugur Gísla gagnvart Jóni jafn skemmtilega fram og
þegar Jón hefur verið kosinn þingmaður 1844 og hefur ákveðið að