Breiðfirðingur - 01.04.2001, Qupperneq 176
174
BREIÐFIRÐINGUR
heimsækja kjósendur sína árið eftir. Ánægja Gísla yfir því, að ísfirð-
ingar höfðu kjörið Jón á þíng, er djúpstæð og ómenguð. Sjálfur hafði
hann ekki aðstöðu til að veita Jóni lið með öðrum hætti en þeim að
hvetja rnenn til að sækja kjörfund og kjósa Jón. En sú aðstoð hans
var ósvikin. Þegar kosningaúrslitin eru kunn, ritar hann Jóni sam-
stundis tíðindin, af því að „ég vildi verða fyrstur til að geta sagt yður,
að þér væruð valinn til fulltrúa og Magnús Einarsson til varafull-
trúa.“ Jafnskjótt og Gísli fær fregnir af því, að Jón ætlar að koma til
Isafjarðar sumarið 1845, býður hann honum að halda til hjá sér.
(Vestl., 2.1., bls.58).
Þetta er gaman að rifja upp hér, en svona mætti lengi halda
áfram, því að ritverk Lúðvíks um Jón Sigurðsson og Vestlend-
inga eru sneisafull af fróðleik og skemmtilegheitum um menn
og málefni, sett fram af þeirri ritleikni, sem hver sagnfræð-
ingur má vera sæmdur af. Og það er einmitt frásagnarlist Lúð-
víks, sem skírskotaði til mín á sínum tíma, þ.e. tilþrifamikill
stíll, sem lyftir textanum á flug, án minnstu áreynslu, og sumir
sagnfræðingar eru öðrum fremur þekktir fyrir á okkar tímum.
Er það þó alltaf vandmeðfarið, þannig að skrúðmælgi beri
ekki efnisatriði ofurliði. En Lúðvík á heima í hópi þeirra
sagnaritara, sem fá lesandann til að njóta textans með sérstakri
tilfinningu og finnast hann sjálfur vera í námunda við sögu-
sviðið. Aðdraganda Kollabúðafunda um sólstöðurnar 1849
lýsir hann svo:
Þeir komu suður heiðar, fyrir firði og nes, yfir hjalla og hálsa, sumir
tvær dagleiðir að heiman. Utan af Breiðaflóa bar báta fyrir hafgolu
inn Þorskafjörð, mjóan og langan. Allir mættust þeir á Kollabúðaeyr-
um, þar sem forfeður þeirra höfðu hvert vor endur fyrir löngu átt með
sér þing og skemmtan. Margir þeirra höfðu aldrei sézt fyrr. En nú
voru þeir saman komnir til að ræða mest umvarðandi mál þjóðar
sinnar og skapa einhug um ákvarðanir sínar. Þeir urðu 80 Vestfirðing-
amir, sem hópuðust saman kringum tóftarbrot Gests spaka árla morg-
uns þann 18. júní. Ekki hafði fundarboðendur órað fyrir, að í fyrstu
atrennu yrðu svo margir til að hlýða kalli þeirra.“
(Vestl., 2.2., bls. 228).