Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 178
176
BREIÐFIRÐINGUR
Langsamlega fæstir leita á vit Jóns til þess að ræða við hann um
stjómmál, tjá honum hug sinn í því efni, veita honum bendingu um
baráttuaðferðir, eða upplýsa hann um, hvernig horfi hér eða þar um
bænarskrár og undirskriftir. Þeir eru mörgum sinnum fleiri, sem
koma til hans með kvabb í ýmiss konar myndum. [...]
En hvers vegna lét Jón við gangast að sinna öllu þessu bónasýsli.
hvers vegna varð hann póstmeistari, innkaupastjóri, sölumaður, eins
konar banki og yfirleitt allsherjar konsúll landa sinna í Danmörku?
(Á slóðum J.S., bls. 115-16).
í þessu atriði víkur Lúðvík einmitt að hinum mannlega þætti
sem einskonar sálfræðilegri skýringu:
Jón Sigurðsson kom þar á vettvang, sem hann stóð áveðra og hafði í
fangið en hann var næmskyggn á mannseðlið og vissi því, að ítök sín
í þjóðinni mundu seint verða mikil með því einu að fóðra hana á
stjórnmálaritgerðum eða standa í andsvari fyrir hana í ræðustól. Var
ekki til of mikils mælzt, að þjóð, sem öldum saman hafði kostað allri
sér til að halda líftórunni einungis, fengi á svipstundu áttað sig á eðli
stjómmála, jafnvel þótt það héti barátta fyrir frelsi. En hún skildi það,
ef vikið var vel að henni, hvort heldur var í orði eða verki, en
umfram allt, ef henni barst eitthvað, sem bætt gat í munni.
(Á slóðum J.S., bls. 116).
Ég bæti hér við eftirfarandi orðum Lúðvíks um þetta efni sem
frekara dæmi um þá ritleikni, er ég hef áður nefnt, og þessa
einstæðu list að gæða efnið lífi:
Fólk, sem helzt hafði haft spumir af spunahúsi og rasphúsi í Dan-
mörku, verður ekki lítið hissa, þegar allt í einu er kominn þar maður,
sent er boðinn og búinn að taka við veikburða fólki utan af Islandi,
koma því undir læknishendur í sjúkrahúsi og jafnvel leggja með því
fé, ef allt um þrýtur með borgunina að heiman. Svona tíðindi leynast
ekki í hreppi sjúklingsins, þau berast sveit úr sveit. Og maður, sem er
svona brjóstheill við landa sína, hlýtur að vilja gera eitthvað fleira
fyrir þá. Hvers vegna ekki að biðja hann um að koma syninum í
handverksnám og hjálpa honum um nokkra dali, ef illt skyldi uppá
koma? Hvers vegna ekki að biðja skjalavörðinn um afrit af landa-
merkjaskrá? Og úr því úrið bilaði, hvers vegna ekki að senda honum