Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 180
178
BREIÐFIRÐINGUR
Og ég vil þá bæta því við, að því stærri er drengskapurinn,
þegar horft er til þess, að Jón Sigurðsson sló í engu af sínum
stefnuskrármálum gagnvart hinu danska valdi, nema síður
væri.
í síðasta kafla ritsins „Á slóðum Jóns Sigurðssonar“, rekur
Lúðvík athyglisverð samskipti Jóns við enska Islandsvininn
George Powell. Þessi fjársterki Englendingur lét af hendi fé
um nokkurra ára skeið, í því skyni að Jón ritaði Islandssögu,
án þess þó að merki sjáist um, að hann hafi ritað nokkuð að
ráði, þótt auðvitað væri hann ætíð í rannsókn frumgagna og
búinn að draga að mikinn efnivið. Þegar ljóst varð, að sagan
yrði ekki samin, og Jóni tekið að hnigna, sýndi Powell þann
mikla drengskap og örlæti að lýsa yfir, að ef þessi fjárstyrkur
hans hefði komið Jóni að gagni í baráttu hans fyrir „sinni
þjóðlegu stefnu“, væri það honum nóg endurgjald og Island
vel komið að því að njóta hagnaðarins. - Með þessari frásögn
og fleirum varð Lúðvík til þess að draga með skarpari dráttum
hinar manneskjulegu hliðar í mynd þjóðhetju okkar. Hann
færði Jón forseta miklu nær okkur en áður og veitti þar með
ríkari skilning á honum sem manni af holdi og blóði.
Stundum getur maður velt því fyrir sér, hvaða eðlisþættir ráði
því, að sumir menn geta afkastað svo miklu á ritvellinum, eins
og raunin er um mann eins og Lúðvík Kristjánsson. I hverju
liggi þessi mikla elja til skrifta með þeim árangri, að hvert ritið
tekur við af öðru. Þar getur auðvitað ýmislegt komið til álita. En
festa í skaphöfn og oft harka við sjálfan sig og náttúrulegur
metnaður ræður miklu. Allt átti það a.m.k. við um Lúðvík.
Þó að Lúðvík væri alvörumaður framar öðru, átti hann
vissulega til kímni og létta lund, ef sá gállinn var á honum.
Eina litla sögu dettur mér í hug að segja hér, þar sem ummæli
eru eftir honum höfð, sem eru bæði í gamni mælt og alvöru.
Kunningi minn einn sagðist hafa spurt Lúðvík í hverju það
lægi, að sumir menn væru svo afkastamiklir á sviði fræðanna,
og sendu frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru, eins og hann.
„Það skal ég segja þér“, svaraði Lúðvík að bragði, „það er að
drekka ekki brennivín, og sitja ekki á kaffihúsum, það er svo