Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 181
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
179
tímafrekt.“! - Það skal þó tekið fram, að það var langt í frá, að
Lúðvík væri nokkur meinlætamaður í þessum efnum, og gat
sannarlega verið glaður á góðri stund!
Alla tíð var hugur Lúðvíks frjór og lifandi. Það gat ég sann-
reynt á reglulegum fundum okkar árum saman, bæði heima
hjá þeim Helgu, þegar við hringdumst á eða á málþingum, þar
sem sagnfræðin var á dagskrá, - alltaf voru til umræðu ný tíð-
indi á sviði fræðanna, lestur nýrra bóka og annarra ritsmíða,
og Lúðvík hafði ákveðnar skoðanir til lofs eða lasts, þótt alltaf
væri hann málefnalegur og engin stóryrði kæmu frá hans
vörum. Enn var þetta svo hin síðustu ár, þótt ellin sækti á, að
hann fylgdist vel með því, sem birtist á prenti, hafði samband
og sagði álit sitt eða hann sendi sérprent af ritgerð, sem hann
hafði samið fyrir tímarit. Hann var orðinn elztur sagnfræð-
inga, en hafði ávallt gaman af að sækja fundi með ungum
kollegum sínum og fylgdist með því sem var að gerast á líð-
andi stund.
Hinn aldni fræðaþulur er fallinn í valinn eftir giftudrjúgt
ævistarf. Hann lét ekki verk úr hendi falla á akri fræðanna
meðan verkljóst var. Ég minnist á þessari stundu þeirra bcggja,
Helgu og Lúðvíks, með þakklæti fyrir vináttuna og alla um-
hyggjuna, fróðleikinn og skemmtunina, sem ég naut í þeirra
ranni. Þeirra er sárt saknað.
✓
Arni Björnsson
Frá þjóðháttadeild
Það kom af sjálfu sér, að þegar ég byrjaði að vinna á þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafnsins fyrir þrem áratugum, þá varð ég
brátt var við Lúðvík Kristjánsson. Ég hafði að sjálfsögðu vitað
af þessum manni löngu áður í rituðu máli og útvarpi, en aldrei
kynnst honum persónulega og vissi ekki hætishót um ætt hans
eða uppruna. Lúðvík hafði þá í fimm ár verið formlega starfs-
maður þjóðháttadeildar, þótt hann hefði ekki starfsaðstöðu