Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 182
180
BREIÐFIRÐINGUR
sína í húsi Þjóðminjasafnsins. Það er ekki víst að öllum sé það
ljóst, að Lúðvík var í 15 ár á launum hjá þjóðháttadeildinni,
meðan hann vann úr aðföngum sínum til Islenskra sjávarhátta.
Þessari tilhögun hafði Kristján Eldjám upphaflega fengið
framgengt í menntamálaráðuneytinu.
Af þessum sökum höfðu önnur viðfangsefni þjóðháttadeild-
ar að mestu snúist um sveitastörf og reyndar allt mannlegt
ofan flæðarmáls. Og þar var vitaskuld af nógu að taka. Þeir
Kristján Eldjárn og Þórður Tómasson og Þór Magnússon
höfðu ekkert viljað vera að kássast upp á Lúðvíks jússur, og
síst þorði ég að að reyna að spyrja um það sem ég hafði varla
hundsvit á. Sjórinn var blessunarlega á Lúðvíks könnu.
Lúðvík tók nú öðru hverju að líta inn hjá þessum nýja
starfsbróður sínum, þegar hann átti leið um í Reykjavík. Hann
settist þá niður á móti mér og kveikti sér í pípu, þá mátti enn
reykja inni á skrifstofunum, og fór svo að spjalla með sinni
rámu rödd. Mér fannst lengi vel fyrst einsog ég sæti fyrir
framan prófdómara. Og það var nú kannski ekki að ófyrir-
synju, því að ég var nefnilega með háskólapróf. En ég varð
þess brátt áskynja, að Lúðvík þótti lærdómstitlar ekki endilega
vera nein vísun á mikinn lærdóm eða skynsemi.
Af einhverjum ástæðum virtist ég smám saman öðlast
nokkum trúnað hjá Lúðvík, því að hann fór að segja mér
næsta hispurslaust skoðun sína á ýmsum sagnfræðingum og
ritverkum. „Tóm vitleysa“ voru orð sem oft heyrðust sögð. Eg
ætla ekki að fara að rjúfa þennan trúnað að Lúðvík látnum. Eg
get þó nefnt það, af því að margir eiga hlut í, að fyrstu bindin
af Sögu íslands, sem þá voru í undirbúningi, sagðist hann
helst vilja kalla „dræsu“.
Lúðvík hafði ekki heldur mikla trú á aðferðum okkar á
þjóðháttadeildinni við öflun upplýsinga með spurningalistum,
að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Honum fannst ekkert geta
komið í staðinn fyrir að tala persónulega við heimildarmenn,
þá gæti svo margt óvænt borið á góma, sem aldrei yrði fyrir
séð í spurningaskrá. Þetta var vissulega hárrétt, en harla tíma-
frekt í framkvæmd.
j