Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 184
182
BREIÐFIRÐINGUR
fáu athugasemdum tók Lúðvík jafnan með bestu þökkum, þótt
stundum virtist hann dálítið hissa á því, hvernig þetta hefði
getað hent sig. Reyndar er það nú svo, að eftir að Islenskir
sjávarhættir komu út hafa menn verið að reka sig á ýmsa
frekari ónákvæmni, einsog við er að búast í slíku risaverki. Eg
nefni sem dæmi Þórð Tómasson af Suðurlandi og Kjartan
Olafsson af Vestfjörðum.
Það var nú svo, að einmitt vegna þess hvað menn á Þjóð-
minjasafninu báru rnikla og allt að því óttablandna virðingu
fyrir Lúðvík og lærdómi hans, þá höfðu rnenn lúmskt gaman
af því, ef honum skjöplaðist í sjálfsöryggi sínu. Gísli Gestsson
sagði frá því, að Lúðvík kom eitt sinn niður í sjóminjadeildina
og sá þar á vegg fjóra lundakróka af mismunandi lengd, sem
safninu höfðu áskotnast. Þetta er ekki rétt, sagði Lúðvík, þeir
eiga ekki að vera nerna þrír. Því að hann hafði aldrei fyrr
kynnst fjórum lengdum eða heyrt um þær.
Af öðrum toga var vanmat hans á eigin langyrði. Eitt sinn
átti Lúðvík að halda erindi á aðalfundi Fomleifafélagsins.
Kristján Eldjárn, sem þá var skrifari félagsins, sagði við Lúð-
vík, að þetta væri nú svo forvitnilegt efni, að það mætti alveg
taka klukkutíma. Nei, sagði Lúðvík. Það mega ekki vera nema
þrjú korter. Raunin varð hinsvegar sú, að erindið tók tvo og
hálfan tíma.
Stundum var manni sett fyrir. Ég átti kannski að skrifa í
Morgunblaðið ritdóm um bók eftir Robert Jensen, vin Lúðvíks
í Færeyjum. Lúðvík kunni ekki við að skrifa þetta sjálfur, því
að hann hafði lagt Robert svo mikið samanburðarefni til í
bókina. Ellegar ég átti að lesa bókina Aratog eftir Bergsvein
Skúlason til þess að vera ekki alveg einsog álfur út úr hól á
sviði sjómennskunar. Og um leið átti ég að minnast Magnúsar
afa míns, formanns á Hjallasandi.
Allt annað og mjög óskylt verkefni hvatti Lúðvík mig
óbeinlínis til að leggja í. Það var árið 1974, þegar samtökin
Varið land hófu undirskriftasöfnun gegn hugsanlegum brott-
rekstri bandaríska hersins. Lúðvík var einn þeirra, sem í ein-
lægni vildi sjá ísland herlaust og hlutlaust. Við rákumst saman