Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 186
184
BREIÐFIRÐINGUR
Djúpalónssand og Dritvík, Gufuskála, Ólafsvík 200 ára,
Búðir, Fróðárheiði, Guðmund Bergþórsson skáld á Arnarstapa
og Matthildi ljósmóður á Hjallasandi. Næst koma ritgerðir um
nágrenni Stykkishólms, Helgafell og Höskuldsey. En meðal
eldri ritgerðanna er líka ein blaðagrein árið 1939, sem hefur
bein tengsl við Sjóminjasafnið. Hún er um sýningu, sem
haldin var í Reykjavík þá um sumarið, og fyrirsögn greinar-
innar var þessi spurning: Verður sjómennskusýningin upphaf
að sjóminjasafni, sem verður heildarmynd útvegsins?
Af hinum breiðfirska toga má einnig nefna greinar um
Júlíönu í Akureyjum, höfund Stúlku, fyrstu prentuðu ljóða-
bókar eftir íslenska konu, Skáleyjasystkin, Jochumsnafnið í
ætt Matthíasar, heimasæturnar í Akureyjum, dætur síra Frið-
riks Eggerz. Og það spillti án vafa ekki fyrir skemmtun hans
af að skrifa bækurnar Ur heimsborg í Grjótaþorp, að Þorlákur
Ó. Johnson var frá Stað á Reykjanesi.
Eg er ekki viss um að Lúðvík væri allskostar ánægður með
lagið á skipinu Islendingi, sem á að sigla út úr Breiðafirði í
kjölfar Eiríks rauða hinn 24. júní n. k. Það er jú sniðið eftir
hinu íðilfagra norska Gauksstaðaskipi. Lúðvík skrifaði nefni-
lega langa og ítarlega grein í Arbók Fornleifafélagsins árið
1964, sem hét Grænlenski landnemaflotinn og breiðfirski bát-
urinn. Þar færir hann viðurhlutamikil rök að því, að engin
langskip hafi verið í þeirri för, hugsanlega nokkrir knerrir, en
meirihlutinn hafi verið teinæringar og tólfæringar með breið-
firsku lagi. Hann segir í sem stystu máli, að í fyrsta lagi hafi
slík skip verið nærtækust á þessum slóðum í lok 9. aldar, ekki
síst flóttamönnum, og í öðru lagi séu þau engu lakari sjóskip á
úthafinu en knerrir, nema síður væri, hvað þá langskip.
Þegar við Einar Gunnar Pétursson tókum við ritstjórn tíma-
ritsins Breiðfirðings árið 1988, vorum við strax sammála um
að hagnýta okkur átthagatryggð Lúðvíks og freista þess að fá
hjá honum efni. Hann var þá að nálgast áttrætt og hafði á 47
árum þessa átthagarits ekki skrifað nema fimm greinar í það,
fyrir utan minningargreinar. Og hann brást ekki vonum okkar.
Síðustu löngu greinarnar, sem hann skrifaði, voru einmitt í