Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 187
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
185
Breiðfirðing. Þær voru: Róðrarvél Guðbrands Þorkelssonar
árið 1990, Sjómannafélagið Ægir í Stykkishólmi árið 1992,
Bréf til móður; þankar um Sigurð Kristófer Pétursson árið
1993 og Völundurinn frá Búlandshöfða, um Kristjón Olafsson
húsgagnasmíðameistara, árið 1997. En þá sagði Lúðvík líka
eitt sinn við Þór Magnússon: „Nú er ég hættur að skrifa.“
Lúðvík sýndi mér persónulega ætíð mikla vinsemd, og
reyndar öllu meiri en mér fannst ég eiga skilið, því að hann
var vissulega gagnrýninn á fólk. En hann var Iíka mjög þakk-
látur og langminnugur, ef honum var vel gert. Einsog við
munum, þá missti Lúðvík föður sinn tæplega tíu ára gamall.
Hann var elstur bræðranna og honum var í fyrstu komið fyrir
inni í Dölum.
A seinustu ámm sínum fór hann að segja mér frá því, sem ég
hafði ekki hugmynd um, enda löngu fyrir mína tíð, að hann hefði
eitt sumar 11 ára gamall verið snúningastrákur hjá afa mínum og
ömmu á Þorbergsstöðum í Dölum, og kúskur hjá honum í vega-
vinnunni. Og hann sagðist ætíð minnast þess, að kallinn hefði
lofað sér að sofa á morgnana, ekki rekið sig á fætur að sækja hest-
ana, heldur verið búinn að því sjálfur, þegar hann vakti strákinn.
Og af því ég er víst eftirmynd þessa Benedikts afa míns, þá flaug
mér í hug, hvort það gæti verið, að ég hefði hálfri öld síðar fengið
að njóta þessarar velvildar í garð umkomulítils drengs.
Jón Þ. Þór
s
Lúðvík Kristjánsson og Islenzkir sjávarhættir
Fyrir nokkrum mánuðum leit erlendur starfsbróðir minn við á
skrifstofu minni á Hafrannsóknastofnun. Hann renndi augum
eftir bókahillum, svo sem siður er bókamanna, og staðnæmd-
ist við íslenzka sjávarhætti, sem þar stóðu í hillu. Eins og
ýmsir fleiri fræðimenn, sem kunnugir eru sögu sjávarnytja og
strandmenningar við norðanvert Norður-Atlantshaf, var þessi