Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 193
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
191
það er mikið til í því. Hefði hann fengið hefðbundið fræðilegt
uppeldi og skólun, og farið hina venjulegu leið háskólamanns-
ins, hefði örugglega orðið minna úr verki, ætlunarverkinu
hefði fljótt verið skorinn þrengri stakkur og kannski aldrei
unnist tími til að ljúka því. I staðinn þróaði hann sjálfur með
sér hugmynd sína, án að því er ég held mikillar aðstoðar ann-
arra, og hóf síðan verkið án þess að skeyta miklu um hvort
það myndi taka fjögur ár eða fjörutíu. Ég held að hann hafi
sjálfur litið svo á, að minnsta kosti eftir að hann hóf efnisöflun
í sjávarhættina fyrir alvöru, að hann væri að taka nokkra
áhættu. Það var að minnsta kosti veruleg spenna í honum og
ömmu árin fyrir og eftir 1980 um að þeim myndi ekki endast
aldur til að ljúka verkinu. Þá var búið að leggja undir meira en
tveggja áratuga vinnu og beinlínis orðið kappsmál fyrir þau að
hún færi ekki í súginn.
Ein forsenda fyrir afreksverkum eins og sjávarháttunum er
ég viss um að er ákveðinn skortur á meðvitund um sjálfan sig
og umfang verksins sem verið er að takast á við. Afi kunni
sögur af Jóni Þorlákssyni þjóðskjalaverði afabróður sínum,
einkanlega um vinnusýki hans, en Jón átti að hafa haft mjög
fastar venjur þá áratugi sem hann vann að útgáfu fornbréfa-
safnsins. Ég man það ekki í smáatriðum en vinnudagur Jóns
gekk í stórum dráttum út á að vinna myrkranna á milli nema
að hann gaf sér hálftíma tvisvar á dag til að fara heim til konu
sinnar í mat, sunnudaga jafnt sem aðra daga. Þessa sögu sagði
afi sem dæmi um hvað Jón hefði verið skrýtinn karl og það
var augljóst að honunt fannst slíkur lífsstíll algerlega fráleitur.
Sjálfum fannst afa hann vera afslappaður til vinnu og hafa
ýmis áhugamál aðra en hana. Það var vissulega rétt en ekkert
gekk þó fyrir vinnu að sjávarháttunum og engin stund var látin
fara til spillis þannig að þeir frændur Jón fomi og Lúðvík hafa
sennilega verið líkari en afi hélt.
Viðbrögð ömmu minnar við sögunni um vinnulag Jóns
forna voru ávallt á sömu leið. Hún leit á málið frá sjónarhóli
konu Jóns, sem í sögunni hafði ekki annað hlutverk en að hafa
matinn til reiðu og lök á rúmunum þegar Jóni þóknaðist að