Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 200
198
BREIÐFIRÐINGUR
Óli sonur Jóhannesar oft er nokkuð heitur,
enda er þessi maður bæði blóðríkur og feitur.
Betra er skjól í Gálgahrauni, heldur en á Heiði,
að hugsa sér að vera þar á sínu besta skeiði.
Óskar Bjartmarz ævistarf sitt ákafur mun rækja,
er hann löggildingamaður flestra mælitækja.
Bóndi var hann einu sinni engu þurfti að kvíða,
æmar þurftu að hafa sitt, en Snæbjöm mátti bíða.
Ásthildur hér Lanciers vildi öðrum kenna að dansa,
en illa getur stundum gengið nemendur að sansa.
Einn fór kannske út og suður annar upp og niður,
og enginn dansar Lanciers síðan, því er ver og miður.
í sínum klúbb er formaður hún Sigga Þorláksdóttir,
samt eru þar allir fundir fremur illa sóttir,
því formaðurinn aðallega úteys sína krafta
í að smíða tennur fyrir þá, sem mikið kjafta.
Snæbjöm Jónsson getur allt, en aðrir ekki trúa
oft við slíkan misskilning er þreytandi að búa.
Hann talar fyrir minni kvenna meðan að hann getur,
margir aðrir halda að þeir gerðu þetta betur.
Bergsveinn Jónsson mætir illa oft á félagsfundum
finnst það best í Sundhöllinni að dvelja öllum stundum.
Kvenfólk það er yndislegra inni en út á götum,
en aðallega í Sundhöllinni þó í sem fæstum fötum.
Kristján Guðlaugsson er laginn lögfræðingur talinn
líka var til Breiðfirðingaheimilisins valinn,
síðan þegar reikningamir koma fram á fundum
finnast ekki skuldirnar nema bara stundum.