Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 208
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir
Breiðfirðingafélagið -
félagsstarfið
Starf Breiðfirðingafélagsins er öflugt um þessar mundir. Telja
má víst að samkomuhús félagsins, Breiðfirðingabúð að Faxa-
feni 14, sé lykillinn að blómlegu starfi þess. Það er ómetanlegt
fyrir félagið að eiga þennan fallega sal fyrir starfsemi sína.
Félagsmenn standa í þakkarskuld við það framsýna og dug-
lega fólk sem stóð fyrir kaupum á honum og smekklegri stand-
setningu.
Stjórn félagsins á starfsárinu 2000-01 skipuðu eftirtaldir:
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir formaður, Hörður Rúnar Einars-
son gjaldkeri, Bjamheiður Magnúsdóttir ritari, Björn Pálsson
varagjaldkeri, Elís G. Þorsteinsson vararitari, Inga Hansdóttir
tengiliður við skemmtinefnd og Kristjón Sigurðsson varafor-
rnaður.
Varamenn í stjórn voru: Bergsveinn G. Alfonsson, Elinborg
Osk Elísdóttir og Margrét Jóhannsdóttir.
Við hlið stjórnar félagsins starfar skemmtinefnd, þau Elin-
borg Osk Elísdóttir, Erla Þórisdóttir, Hrafnhildur Guðbjarts-
dóttir, Inga Hansdóttir, Karl H. Pétursson, Kristinn Antonsson,
Þorbergur Ormsson og Þröstur Elíasson.
Hin formlegu tengsl stjórnar og skemmtinefndar við félags-
menn eru í gegnum fréttabréfið sem gefið var út sex sinnum á
starfsárinu. Þar eru samkomur og önnur starfsemi fálagsins
kynnt.
Skemmtinefndin ber hitann og þungann af flestum sam-