Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 14
14 3. ágúst 2018FRÉTTIR
R
úmlega 2.000 manns sóttu
fund á hóteli í Las Veg-
as þegar forval repúblik-
ana stóð yfir 2015. Þegar
Trump var í ræðustól kom hann
auga á 26 ára rauðhærða konu í
mannhafinu og bauð henni að
varpa fram spurningu til sín. Unga
konan, sem heitir Maria Butina,
sagðist vera frá Rússlandi og vildi
gjarnan vita hver stefna Trump
yrði gagnvart Rússlandi ef hann
myndi sigra í kosningunum. Ætl-
aði hann að halda refsiaðgerðum
áfram, refsiaðgerðum sem sköð-
uðu efnahagslíf beggja ríkja sagði.
Trump strauk svita af efri vörinni
og sagði:
„Ég þekki Pútín og ég skal segja
þér svolítið. Ég held að okkur muni
semja mjög vel við Pútín. Ókei. Ég
held ekki að þörf sé á refsiaðgerð-
um.“
Þegar hún var síðar spurð af
hverju hún væri komin alla leið til
Bandaríkjanna sagðist hún vera
formaður samtaka Rússa sem
styðja almenna vopnaeign og að
hún vildi afla sér meiri upplýsinga
sem gætu gagnast landi hennar.
En Butina, sem var nýlega hand-
tekin, þremur árum eftir fundinn í
Las Vegas, virðist einnig hafa haft
önnur markmið með veru sinni
í Bandaríkjunum. Ef það er rétt
sem saksóknari heldur fram þá var
hún strax þá á fullu við að hrinda
í framkvæmd „áhættulítilli áhrifa-
herferð“ sem ráðamenn í Kreml
stóðu á bak við. Markmiðið var
að komast inn í hin áhrifamiklu
samtök National Rifle Associ-
ation, NRA, til að komast í tæri
við áhrifamikla einstaklinga innan
Repúblikanaflokksins í því skyni
að halda rússneskum hagsmun-
um á lofti í nýrri íhaldssamri ríkis-
stjórn. Það voru ekki bara guð og
vopn sem voru notuð í þessu skyni
heldur einnig kynlíf.
Lögmaður Butina segir sakar-
giftirnar vera ýktar og rússneskir
ráðamenn hafa sakað alríkislög-
regluna, FBI, um að hafa hand-
tekið Butina af þeirri ástæðu einni
að hún er rússnesk og þekki Tors-
hin sem er varaforstjóri rússneska
seðlabankans og valdamikill í
stjórnmálaflokki Vladímírs Pútín
forseta, Sameinuðu Rússlandi.
Butina neitar öllum ásökunum.
Butina flutti til Moskvu 21 árs
að aldri og kynntist þá Torshin.
Hann er sagður vera heilinn á bak
við veru hennar í Bandaríkjunum.
Hann réð hana sem aðstoðarkonu
og fór að taka hana með á fundi hjá
NRA. Hún sótti ársfund NRA 2014
og aftur 2015. Síðan mætti hún á
fyrrnefnda ráðstefnu í Las Vegas.
Eftir fund hennar með lobbíista úr
Repúblikanaflokknum í Moskvu
2014 hrinti hún af stað verkefni
sínu „projekt diplomati“ en í því
fólst að hún og lobbíistinn fóru að
samhæfa aðgerðir sínar. Hann er
ekki nafngreindur í málsgögnum
en talið er að hér sé um Paul Eric-
son að ræða en hann er helmingi
eldri en Butina. Hann hefur góð
sambönd víða í samfélaginu. Þau
urðu elskendur.
Annar Bandaríkjamaður
Annar Bandaríkjamaður er einnig
tengdur málinu en ekki er vitað
hver hann er en í tölvupósti, sem
var sendur í mars 2016, fullviss-
aði Butina þennan mann um að
Kreml hefði lagt blessun sína yfir
aðgerðir hennar: „Allt sem við
þurftum var já frá Pútín,“ skrifaði
hún. Nokkru fyrir bandarísku for-
setakosningarnar fékk hún náms-
mannaáritun til Bandaríkjanna og
flutti til Washington. Þar hélt hún
aðgerðum sínum áfram undir því
yfirskyni að hún væri áhugamann-
eskja um skotvopn og skotvopna-
eign.
Þegar allt er tekið saman þá
eyddi Butina fimm árum í að
koma sér í samband við íhalds-
sama stuðningsmenn frjálsrar
vopnaeignar og trúarleiðtoga.
Hún tók myndir af sér með banda-
rískum stjórnmálamönnum og
birti á samfélagsmiðlum. Hún að-
stoðaði þekkta fulltrúa NRA við að
fara í heimsókn til Moskvu og hún
og Ericson héldu glæsilegar veisl-
ur til að stækka tengslanetið.
Ekki er vitað hvort Butina hlaut
þjálfun sem njósnari en sam-
kvæmt málsgögnum taldi hún
samband sitt við Ericson vera
„nauðsynlegan hluta af aðgerðum
hennar“. Hún er sögð hafa „verið
andsnúin“ áframhaldandi sam-
búð með honum og hafi boðið
að minnsta kosti einum öðrum
manni kynlíf „gegn því að fá stöðu
í hagmunasamtökum“.
Hitti Trump yngri
Alríkislögreglan telur að Butina
hafi náð langt og hafi komist í
samband við áhrifamikið fólk. Á
ráðstefnu NRA 2015 ræddu hún
og Torshin við Scott Walker, rík-
isstjóra Wisconsin, og hún mætti
þegar Walker tilkynnti að hann
ætlaði að sækjast eftir að verða
forsetaframbjóðandi repúblikana.
Á ráðstefnu NRA 2016 reyndu hún
og Torshin að hitta Trump eldri
en það gekk ekki upp en þau hittu
son hans, Donald Trump yngri,
og ræddu að sögn um réttinn til
vopnaeignar við hann.
Ef vopnin opnuðu ekki dyr fyrir
henni kom guð við sögu. FBI segir
að hún hafi margoft sett sig í sam-
band við skipuleggjendur National
Prayer Breakfast í Washington en
bæði hún og Torshin tóku þátt í
þeim samkomum 2016 og 2017.
Á síðari samkomunni tókst þeim
nærri því að fá fund með Donald
Trump, sem var þá nýbúinn að
taka við embætti forseta, en ekkert
varð af fundinum eftir að Spán-
verjar sökuðu Torshin um að hafa
aðstoðað rússnesku mafíuna við
peningaþvætti.
Síðar sendi Torshin henni skila-
boð á Twitter og hrósaði henni og
sagði pólitíska stjörnu hennar hafa
risið. Hún svaraði: „Nú verðum við
að bíða og sjá. Við höfum sett spil-
in okkar út. Ég fylgdi áætluninni.“
Í tölvupósti frá því í mars 2015
segir Butina að Repúblikanaflokk-
urinn „muni líklegast komast til
valda eftir kosningarnar 2016“.
Þetta hefur vakið upp spurn-
ingar um hvort hún hafi búið yfir
vitneskju sem greiningarstofnan-
ir og stjórnmálaskýrendur höfðu
ekki á þeim tíma enda töldu þeir
að Hillary Clinton myndi sigra
í forsetakosningunum en ekki
Donald Trump. n
Kynlíf, guð og vopn
opnuðu flestar dyr
upp á gátt fyrir
rússneskan njósnara
í Bandaríkjunum
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is „Ef vopnin opnuðu ekki dyr fyrir
henni kom guð við sögu.