Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 45
FÓLK - VIÐTAL 453. ágúst 2018 Verslunarmannahelgin n Þekktir einstaklingar rifja upp eftirminnilegustu verslunarmannahelgina n Minningar og fastar hefðir Atli Steinn Guðmundsson (Þjóðhátíð í Eyjum 1993): „Það er töluverð áskorun að velja eftirminnilegustu verslunar- mannahelgina en eftir mikil heilabrot vel ég Þjóðhátíð í Eyjum 1993, hvort tveggja af því að það var fyrsta þjóðhátíðin mín og af því að nú eru 25 ár síðan. Þetta var mikið ævintýri, við vinirnir sigldum með gamla Herjólfi og það sem stendur upp úr er gestrisni Eyjamanna, ég hef varla heimsótt dásamlegra fólk en á þeim sex þjóðhátíðum sem ég sótti á öldinni sem leið og nota tækifærið hér og þakka Eyjamönn- um af heilum hug fyrir kjötsúpu, reyktan lunda og frábærar móttök- ur. Á Þjóðhátíð 1993 var Todmobile aðalnúmerið og gekk sveitin þess fullkomlega dulin að hún fóstraði borgarfulltrúa komandi aldar undir belti sér. Þjóðhátíðargestir nutu sólar alla hátíðina fyrir utan dynjandi haglél og hellidembu í um hálftíma á laugardeginum. Ógleymanleg skemmtun.“ Írís Björk Tanya Jónsdóttir (Atlavík 1985/6): „Eftirminnilegasta útihátíðin mín er sú eina sem ég hef farið á hingað til en það var á síðustu öld. Mig langar að segja 1985 en það gæti verið að það hafi verið 1986 en því miður eða sem betur fer voru engir farsímar né samfélagsmiðlar til þá og því ekki bunki af myndum til að staðfesta ártalið eða uppljóstra momentum sem maður vildi kannski ekki sjá í dag, ég mun kannski bölva samfélagsmiðlum í ellinni en það er hvort eð svo óralangt í það. Mamma og pabbi gáfu mér leyfi til þess að fara með ábyrgri eldri systur minni á þessa útihátíð sem haldin var í Atlavík. Þarna voru Stuðmenn aðalhljómsveitin sem steig á svið þessa helgi en mér þótti mjög spennandi að fá að vera svona ung úti alla nóttina og horfa á goðið mitt hana Röggu Gísla. Á þessum árum var allt svo miklu einfaldara og hættuminna en í dag. Jú, jú, það var mikið djamm og fólk að drekka áfengi en það var enginn með læti og ég varð aldrei hrædd. Held mig við þessa fullkomnu minningu sem ég á með systur minni og vinum þar sem dansað var varlega inn í nóttina og er ekki á leið á útihátíð þetta árið allavega.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé (Ólafsvaka 1993): „Ég hef aldrei verið mikill verslunarmannahelgarmaður, of mikil eftirvænting um að nú verði allt frábært. Ég tók út mínar útihátíðir fyrir tvítugt, enda var miklu skemmtilegra að vera í bænum. Bestu helgarnar hafa verið í Þjórsárdal, þegar við höfum verið þar mörg. Eftirminnilegasta verslunar- mannahelgin var þó líklega sú sem í raun stóð í eina og hálfa viku. Við fórum félagarnir á Ólafsvöku í Færeyjum, vorum þar í viku með tilheyrandi skemmtun. Keyrðum svo frá Seyðisfirði til Siglufjarðar, flugum í bæinn, fórum í Þjórsárdal í eina nótt og svo á Eldborg. Mikil ferðalög, mikil gleði, en ótrúlega gaman því félagsskapurinn var góður.“ Þjóðhátíð í Eyjum Hvar: Herjólfsdalur í Heimaey Vinsælasta útihátíð helgarinnar enda eina hátíðin sem hefur þann sið að á hverju ári er samið sérstakt þemalag í tilefni hennar. Fastir liðir eins og brenna á Fjósakletti, flugeldasýning og brekkusöngur eru alltaf áreiðanlegir og er stemning bæði heimafólks og utanaðkomandi í mikilli sérstöðu. Neistaflug Hvar: Neskaupstaður Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin árlega síðan 1993 í Neskaupstað. Það er tónlistarklúbburinn Brjánn sem sér um herlegheitin ár hvert og fylgir sífellt pökkuð dagskrá ár hvert sem ætti ekki að svíkja neinn sem sækir hátíðina. Unglingalandsmót UMFÍ Hvar: Þorlákshöfn Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992 og var hið fyrsta haldið á Dalvík. Mótin hafa vaxið ár hvert en þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem aragrúi af þekktu tónlistarfólki kemur fram. Boðið er upp á 22 keppnisgreinar fyrir 11–18 ára börn og ungmenni og er ekki skilyrði að vera í ungmenna- eða íþróttafélagi. Síldarævintýri á Siglufirði Hvar: Siglufjörður Hátíðin er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem stórkostleg fjölskylduhátíð þar sem jafnt ungir sem aldnir og allir þar á milli skemmta sér og öðrum í frábæru umhverfi. Meðal þess sem Siglufjörður býður upp á eru frábærar gönguleiðir, stuttar og langar, t.d. Hvanneyrarskál, Skógræktin, Hóls- dalur, Siglunes, Héðinsfjörður o.fl. Góður 9 holu golfvöllur er einnig á svæðinu ásamt sundlaug og líkamsræktarstöð að ógleymdu einu stórfenglegasta safni Evrópu, Síldar- minjasafninu. MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Íslensku sumarleikarnir Hvar: Akureyri Und an fari sum ar leik anna er fjöl skyldu- hátíðin Ein með öllu en helsta breyt ing in á hátíðinni er sú að auk in áhersla hefur verið lögð á viðburði tengda hreyfi ngu. Margt annað er í boði fyrir alla aldurshópa. Þar má nefna íþróttaviðburði, tívolí, hoppukastala og að sjálfsögðu tónleika. Ein með öllu fyrir norðan er ávísun á góðar stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.