Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 54
54 FÓLK 3. ágúst 2018 Sjávarklasinn Grandagarður 16 101 Reykjavík contact@dattacalabs.com Er fyrirtækið þitt tilbúið fyrir nýju persónuverndarlögin? Hafðu samband við okkur í gegnum DattacaLabs.com Við hjálpum þínu fyrirtæki að aðlagast nýjum reglum og mótum ný tækifæri Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég borði aldrei óhollt eða nammi. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Næringarfræði, svo krakkar læri strax hvað sé gott fyrir þá og hvað ekki. Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Veit ekki hvaða verslun en nýr stór flatskjár væri það fyrsta sem ég myndi kaupa og restin í hljómtæki og þar á meðal vínyl- plötuspilara. Hvað viltu að standi skrifað á legstein- inum þínum? Jákvæður og hress þar til hann lést. Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinn- inn sé til. Hvernig svarar þú? Auðvitað er hann til. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Ég þekki þig með Sálinni. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Út- varpsmaðurinn sem gat ekki setið kyrr. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Með allt á hreinu og Notting Hill, get alltaf horft á þær aftur og aftur. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Netbolir og vera dökkbrúnn eftir ljósabekkjalegu. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Myndböndum á netinu af óförum annarra, klassík. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Já. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Ég heilsa öllum. Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það? Ekki vera fáviti. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Miklar stunur í lyftingasal, en þær láta öðrum í kring líða illa. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Þjóðhátíð 1986 þegar Stuðmenn trylltu alla í dalnum. Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Keyrt of hratt. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Batman. Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta? Regnparadís. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Fallhlífarstökk, á það eftir. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Nei, alls ekki, myndi spyrja hann hvort sturturnar í World Class Laugum væru bilaðar. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Koma næstu kynslóð upp sem góðum einstaklingum. Hvað er framundan um helgina? Þjóðhátíð með unnustunni, hún skipar stóran sess í okkar lífi. „Útvarpsmaðurinn sem gat ekki setið kyrr “ Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, hefur fylgt þjóðinni í fjölda ára í útvarpinu, en rödd hans hljómar alla virka morgna frá klukkan 10–13. Ívar er einnig eigandi Hámark, ásamt Arnari Grant, einkaþjálf- ari og margfaldur verðlaunahafi í fitness, auk þess að vera mikill áhugamaður um tónlist og tónleika. HIN HLIÐIN SKJÁRÝNIRINN: „Lágmarkskrafan er í það minnsta eitt morð í hverjum þætti“ Þ órarinn Þórar- insson, blaða- maður á Frétta- blaðinu, er mikill aðdáandi bæði sjónvarpsþátta og bíómynda, enda skrifar hann reglulega kvikmyndadóma. Hann er einn helsti Star Wars-aðdáandi landsins, en á sjónvarpsskjánum velur hann næstum án undan- tekninga breska sakamálaþætti. Dauði línulegrar sjónvarpsdag- skrár er stórkostlegt fagnaðarefni fyrir drykkfelldan blaðamann sem hefur tamið sér lífsstíl sem býður ekki upp á mikla áætlanagerð. Netflix og álíka efnisveitur eru því mikill happafengur. Ekki síst vegna þess að eðlislæg óþolin- mæði mín og áunninn athyglisbresturinn gera mér nánast ómögulegt að halda áhuganum á sjónvarpsþáttaröðum ef ég þarf að bíða viku á milli þátta. Eina undantekningin eru þeir stórbrotnu glæpaþættir Law & Order: SVU sem ég mun aldrei telja eftir mér að bíða eftir. En nú eru elsku Mariska mín Hargitay og Ice-T í sumarfríi þannig að ég hef loksins tilfinningalegt svigrúm til þess að sinna öðrum þáttum. Með örfáum undantekningum nenni ég ekki að horfa á neitt ann- að en sakamálaþætti og þá helst breska auðvitað. Lágmarkskrafan er í það minnsta eitt morð í hverj- um þætti og því ofbeldisfyllri sem þættirnir eru þeim mun betra. Er nýbúinn með Marcella 2 á Netflix. Framhald prýðilegrar seríu um þá eitursnjöllu en nett geðveiku löggukonu Marcellu. Ég á alltaf mjög auðvelt með að sam- sama mig með persónum sem glíma við geðræn vandamál og þetta er gott stöff en stendur fyrri seríunni talsvert að baki og þótt endirinn hafi verið galopinn vona ég eiginlega að þarna verði látið staðar numið. Einhvern veginn hafði mér tek- ist að trassa að horfa á fjórðu seríu Peaky Blinders sem er með því allra besta sem hefur verið í boði á síðustu árum og afgreiddi málið í beit. Alveg magnað stöff löðrandi í töffaraskap, drama og ruddalegu ofbeldi. Leikaraliðið í þessum þáttum er stórkostlegt með þann guð- dómlega fagra Íra Cillian Murphy fremstan meðal jafningja í hlut- verki leiðtoga glæpagengisins The Peaky Blinders. Maðurinn er svo svalur og þokkafullur að unun er á að horfa. Held ég hafi ekki séð jafn fallegan karlmann síðan Johnny Depp og Jude Law voru ungir og fagrir. Honum hefur líka tekist að gera það sama fyrir Tom Shelby og James heitinn Gandolfini gerði fyrir Tony Soprano. Þess- ir menn bókstaflega renna saman við persónurnar í brjálæðislegum stórleik á heimsmælikvarða. Marvel- myndasöguheimurinn er svo algert himnaríki í mínum huga og Netflix-þættirnir sem spunnir eru þaðan eru í algeru uppáhaldi. The Punisher og Daredevil eru auðvitað bestir en á meðan maður býður eftir meiri Punisher er í góðu lagi að dóla sér í gegnum aðra seríu af Luke Cage. Fyrsta serían var geggjuð, magnað blaxploitation nýrrar aldar. Þessi heldur ekki alveg sama dampi en skemmtilegt er þetta. Og ofbeldisfullt sem betur fer. Tvítugur sonur minn, sem fékk ákaflega vandað glápuppeldi hjá okkur foreldrunum, tók mig síðan á beinið nýlega og skipaði mér að taka upp þráðinn þar sem ég hætti í miðri fyrstu seríu Better Call Saul og klára þá snilld í snarhasti og vinda mér svo í að vinna upp smá slaka í Arrested Development. Ég væri að gera átakanlega lítið úr vönduðu uppeldi foreldranna ef ég gerði ekki eins og sonur minn segir mér í þessum efnum.“ n Betri Svefn Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.