Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 11
KYNNING Ekkert lát hefur verið á verkefnum hjá Sælandsgörðum í sumar en vaskir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið að hanna garða, hreinsa beð, slá og helluleggja í allt sumar. Hellulögn er nú í algleymingi hjá fyrirtækinu en hægt er að vinna við hana allan ársins hring ef vel viðrar. Oft getur verið nauðsynlegt að rífa upp og endurnýja gamla hellulögn í heimkeyrslum, á bílastæðum og göngustígum, og leggja á ný. Oft þarf líka að endurnýja gamlar hleðslur eða gera nýjar, hvort heldur er með forsteyptum einingum eða náttúrulegu grjóti. Hellur og náttúrugrjót geta verið skemmtileg lausn í garðinum til að minnka garðslátt og gera ásýnd garðsins léttari, nútímalegri og flottari. Þarna þarf síðan líka að koma við sögu ráðgjöf og undirbúningur á borð við jarðvegsskipti og uppsetningu snjóbræðslukerfa eftir því sem við á og óskað er eftir. Beðahreinsun, jarðvegs- skipti í görðum og garðsláttur eru enn í fullum gangi enda útlit fyrir að nú sé að viðra betur seinni hluta sumarsins. Það er mikilvægt að ljúka slík- um verkefnum fyrir haustið. Mikill uppgangur hjá Sælandsgörðum Það eru feðgarnir Eiríkur Ómar Sæland og Kolbeinn Sæland sem reka Sælands- garða. Eiríkur er garðyrkju- fræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og sótti sér auk þess frekari menntun í faginu til Noregs og Danmerkur. Eiríkur hefur rekið garðaþjónustu sína í tíu ár. Kolbeinn, sonur Eiríks, er menntaður skrúð- garðyrkjufræðingur frá Land- búnaðarháskóla Íslands og hefur komið inn í reksturinn með föður sínum á síðustu árum. Sælandsgarðar þjónusta allt í senn, heimili einstak- linga, húsfélög og fyrirtæki. Mikill uppgangur hefur verið í starfseminni undanfarið og hin vaska sveit Sælands- garða hefur tekist á við mörg stór og viðamikil verkefni með glæsilegum hætti. Sælandsgarðar taka að sér stór og smá verkefni allan ársins hring. Starfsmenn fyrirtækisins mæta á svæðið, skoða umfang verksins, gera áætlanir um lausn með hús- eigendum og leysa í kjölfarið verkið af fagmennsku, fljótt og örugglega, á hagkvæman hátt. Eiríkur og hans menn eru með öll nauðsynleg tæki og búnað í garðaþjónustu og hellulögn – eru fagmenn sem leggja áherslu á persónulega þjónustu og vandaða vinnu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 848-1723. Sjá einnig Facebook-síðuna Sælandsgarðar. SÆLANDSGARÐAR Nú er tími til að huga að hellulögn, trjáklippingum og trjáfellingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.