Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 48
48 3. ágúst 2018 7 ára drengur, Yaseen Ege, lést af áverkum sem móðir hans, Sara Ege, veitti honum um langt skeið. Ástæða misþyrminganna var sú að Söru fannst sonur sinn ekki kunna Kóraninn sem skyldi. „Ef hann las ekki Kóraninn almennilega varð ég mjög reið – þá barði ég hann,“ sagði hún við yfirheyrslur. Við refsingarnar notaði Sara meðal annars hamar. Sara fékk lífstíðardóm 7. janúar 2013. Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sturtuklefar með þaki, sporna gegn raka n Papin-systurnar voru hlédrægar og samrýmdar n Dag einn brast eitthvað hjá þeim með banvænum afleiðingum S ystur tvær, Christine, fædd 1905, og Lea, fædd 1911, Papin slitu barnsskónum í þorpum skammt frá frönsku borginni Le Mans. Af bernsku þeirra segir fátt, en þær áttu eldri systur, Emiliu, sem gerð- ist nunna og kemur ekki frekar við sögu hér. Christine og Lea dvöldu þónokkuð innan veggja hinna ýmsu stofnana því skilnaður for- eldra þeirra hafði lagst á sál þeirra. Þegar þær voru orðnar stálpað- ar sáu þær sér farborða sem þjón- ustustúlkur á hinum ýmsu heim- ilum í Le Mans. Reyndu þær eftir bestu getu að fá vist þannig að þær gætu verið saman. Hæglátar og iðnar Víkur nú sögunni til ársins 1926. Þá unnu systurnar hjá René nokkrum Lancelin, lögmanni í Le Mans sem sestur var í helgan stein. Bjuggu systurnar á heimili lögmannsins og eiginkonu hans. Einnig var þar til heimilis uppkomin dóttir þeirra hjóna, Genevieve. Var eftir því tekið hve systurnar voru hæglátar og iðnar. Þær héldu sig mest út af fyrir sig og var engu líkara en þær hugsuðu mest um hvor aðra. Árangurslaus bið Árin liðu og lífið gekk sinn vana- gang á heimili Lancelin-fjöl- skyldunnar. Þann 2. febrúar, 1933, dró þó til tíðinda. René Lancel- in beið þá um kvöldið eftir eigin- konu sinni og dóttur, heima hjá mági sínum sem hafði boðið þeim til kvöldverðar. Leið og beið en ekkert bólaði á mæðgunum. Áhyggjufullur fór René heim til að athuga hverju sætti. Dyrnar voru læstar innan frá og René gat ekki með nokkru móti komist inn, hann sá þó bjarmann frá kertaloga berast út um glugg- ann á vistarverum systranna á háaloftinu. Blóðugur vettvangur René sá þann eina kost í stöðunni að leita aðstoðar lögreglunnar og klifraði einn lögregluþjónn yfir vegginn að húsabaki og þaðan inn í húsið. Þar mætti honum ófögur sjón; mæðgurnar lágu á gólfinu og var vart hægt að bera kennsl á þær, svo illa farin voru and- lit þeirra. Annað auga Genevieve verið stungið út og lá á gólfinu skammt frá líkinu. Bæði augu frúar Lancelin höfðu verið stungin út, þau fundust innvafin í klút sem hafði verið bundinn um háls hennar. Neglur höfðu verið rifn- ar af með rótum og gólfteppið var gegnsósa af blóði. Klæddar í kímonóa Lögregluþjónar fikruðu sig með var- úð upp á efri hæðir hússins. Uppi á hálofti fundu þeir systurnar þar sem þær sátu, íklæddar kímonóum, á öðru rúminu og héldu hvor utan um aðra. Þær játuðu undanbragða- laust að hafa banað mæðgunum og síðan arið úr blóði drifnum fötum sínum, klætt sig í kímonóa, og skol- að morðvopnin; steikarhníf, hamar og tinkrús, sem ekki reyndist not- hæf í kjölfarið. Að sögn Christine mátti rekja atburðarásina til þess að vartappi hafði sprungið þegar hún var að strauja, og ekki í fyrsta sinn á skömmum tíma. Til orðaskipta kom á milli hennar og frúar Lancelin og lauk þeim á þennan blóðuga og banvæna veg. Óbærilegur aðskilnaður Nú, systurnar voru handteknar, skildar að og settar á bak við lás og slá. Að vera ekki í samvistum við hvor aðra lagðist illa í þær, einkum og sér í lagi Christine. Hún varð nánast frávita og svo fór að yfir- völd sáu aumur á henni og leyfðu henni að hitta Léu. Christine kastaði sér um háls systur sinnar og mátti, að sögn þeirra sem urðu vitni að því, leiða líkur að því að samband þeirra hefði verið af kyn- ferðislegum toga. Um það verður ekki fullyrt eitt eða neitt hér. Christine tekur æðiskast Í júlí, 1933, tók Christine æðiskast Í varðhaldi Christine og Léa voru skildar að eftir handtökuna og olli það þeim verulegu hugarangri. Í kímonóum Systurnar fóru úr blóðugum fatnaði eftir morðin og íklæddust kímonóum. SAKAMÁL SAMSTILLTAR SYSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.