Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 3. ágúst 2018
Við erum flutt á Malarhöfða 2
110 Reykjavík, 2. hæð
Fataviðgerðir & fatabreytingar
Við þessari spurningu segist
Atli hafa giskað strax á að þarna
væri um afa hans að ræða, enda
hafði hann sjálfur unnið mikið
í tónlist. „Það er ekki hægt að
hringja inn í aðra heima til þess
að athuga hvernig veðrið er, en við
þurfum að bæta úr því,“ segir Atli
kátur.
Að sögn Atla spilaði afi hans í
móðurætt, Daníel Rögnvaldsson,
mikið fyrir dansi á harmóniku og
segir Atli að foreldrar hans hafi
kynnst í dansi við harmónikuleik
hans. „Þannig varð svo einnig að
meira en helmingur afkomenda
afa míns er í tónlist á ýmsan hátt,“
segir Atli.
„Einnig var það að Daníel afi
stundaði mikla vinna við smá-
gerða hluti úr tré í garðskúr sín-
um á Ísafirði á efri árum. En þar
þurfti oft að tengja saman hluti á
borð við lamir eða hjarir. Þar not-
aði afi plastbönd utan af plast-
rörakippum orkuveitna. Ósjálfrátt
og sjálfskapað var ég farinn að
nota sömu aðferð í mínar hand-
verkslistir, en þá meina ég gul ein-
þátta plastbönd. En notaði ég blá
og gul bönd utan af heyböggum
og hnýtti mottur, en ég keypti líka
mikið af garni og snæri og hnýtti
gólf og veggmottur auk skreytinga
utan um glerkúlur og hnýtti einnig
skófatnað, sem enginn hefur leik-
ið eftir.“
Í fósturstellingunni í áraraðir
Að sögn Atla hrundi andlega
heilsan árið 1990 og hann jafnaði
sig ekki aftur fyrr en rúmum hálf-
um öðrum áratug síðar, en orsök-
ina segir hann hafa verið af ýms-
um toga og lék sjálfstraust og
einelti þar stórt hlutverk. „Á þess-
um tíma lokaði maður sig einfald-
lega af og þá þýddi ekkert annað
en bara fósturstellingin undir
sæng,“ segir hann.
„Ég prófaði ýmsar geðdeildir
og athvörf en svo gerðist það 2008,
á því fræga hrunári, að ég fór að
skrifa greinar í Morgunblaðið og á
þeim árum voru komnar 30 grein-
ar frá 2008 til 2013. Þegar maður sá
hverja birtingu eftir sig þá í raun-
inni bara frelsaðist maður. Mað-
ur fylltist svo miklu stolti yfir af-
köstunum að mann langaði að
dansa um bæinn.“
Atli segist hafa sérhæft sig í geð-
heilbrigðismálum og stjórnmál-
um þegar kom að greinarskrifum,
en þau leiddu síðar meir til inn-
blásturs fyrir leikritasmíði. Tekur
hann þá fram að hann hafi sigrast
á þunglyndinu í gegnum skrifin og
sköpunargleðina. „Þetta veikinda-
tímabil kalla ég eyðuna í mínu lífi,“
segir hann.
Ekki í stuði fyrir alvarleika
Atli segir að eftir eyðuna sína hafi
hann upplifað mátt húmorsins.
„Húmor getur bjargað mjög mörg-
um og bjargaði mér á marga vegu,“
segir hann. „Mér gengur vel núna
í dag miðað við að sumt í mínum
tónlistargenum var undir andlegu
frostmarki í mörg ár. Þetta er allt á
réttri leið.“
Þá segir Atli að stórir draumar
séu í pípunum og vill hann ólm-
ur skrifa sjónvarpsþætti og kvik-
myndir. „Ég er mikill bíóáhuga-
maður og vona að ég eigi eftir að
leikstýra eigin mynd einhvern
daginn.“ Auk ýmissa leikrita hefur
hann klárað handrit að söngleik.
Þar er dreginn innblástur frá tón-
listaráhrifum hans og fyrirmynd-
um, en fjöllistamaðurinn stendur
fast á því að vilja forðast alvarleg-
heit í framtíðarverkum sínum, ekki
síður ef þau rata á hvíta tjaldið ein-
hvern daginn.
„Það er bókstaflega farið að
pirra mig hvað íslenskar kvik-
myndir eru oft dapurlegar og hve
oft ríkja í þeim of mikil leiðindi,“
segir hann og nefnir tvær kvik-
myndir sem hann hefur nýlega
séð sem að hans mati fóru of
langt í alvarleikanum, en þær eru
Svanurinn og Vargur. „Ég er bara
ekki í stuði fyrir slíkt,“ bætir hann
við og segir að, skyldi hann fá tæki-
færið til þess, myndi hann gera
eitthvað meira í líkingu við stemn-
inguna í Mamma Mia-myndunum
stórvinsælu. n
„Á þessum
tíma
lokaði maður sig
einfald lega af og
þá þýddi ekkert
annað en bara
fóstur stellingin
undir sæng
Loftbelgur úr pappa, úr Íslandsverki.
Útskurðslistaverk
af Íslandi sem var
til sýnis í 8 mánuði
á Akureyri 2015.
Fjöllista-
maðurinn
kann betur
við kátínu og
léttleika en hið
gagnstæða.