Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 24
Bort af því besta 03. águst 2018KYNNINGARBLAÐ
Mi Iceland er viðurkenndur dreifingaraðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjafram-
leiðandann Xiaomi eða Mi, sem
hefur skapað sér sterkan sess í
tækniheiminum með áreiðanlegum
tækjum á góðu verði. Fyrsti síminn
frá Mi kom á markaðinn árið 2011 og
aðeins þremur árum síðar var fram-
leiðandinn orðinn sá þriðji stærsti í
heiminum.
Snjallsímarnir frá Mi eru í
nokkrum verðflokkum og hægt er
að fá mjög góðan snjallsíma fyr-
ir aðeins 25.000 krónur.
Með slíkum síma er hægt
að gera allt sem mað-
ur notar hefðbundinn
snjallsíma í, rafhlaðan
er endingargóð og
myndavélin er sérlega
góð, sem er mjög eftirsóttur kostur
í snjallsímum í dag. Einn vinsælasti
eiginleiki þessara síma er sá að þeir
bjóða allir upp á tvö símakort og þar
af leiðandi sameina þeir vinnu- og
persónulega símann í einn síma.
Nýjasti síminn frá Mi Iceland er
Redmi Note 5 Pro. Sá sími styð-
ur hraðhleðslu, er með tvöfalda
myndavél að aftan sem skilar
einstaklega skýrum myndum og
hefur endingargóða rafhlöðu, sem
skiptir mestu máli þegar upp
er staðið.
Nýjasta
flaggskipið hjá Mi
Iceland er Mi Mix
2S. Sá sími er úr
vinsælu Mix-línunni sem
á sínum tíma var brautryðj-
andi í hönnun farsíma úti um
allan heim þar sem skjárinn þekur
nánast allan flöt símans. Síminn
inniheldur svo alla nýjustu þróun á
snjallsímum og má þar nefna einn
hraðasta örgjörvann, 64GB inn-
byggt minni og 6GB vinnsluminni,
hrað- og þráðlausa hleðslu og nýja
og endurbætta tvöfalda myndavél.
Önnur smærri en nytsamleg vara,
sérstaklega á ferðalögum í sumar,
er 10.000mAh hleðslubankinn. Með
þessari græju er hægt að hlaða
flest snjalltæki á borð við farsíma og
spjaldtölvur hvar sem er með stóru
rafhlöðunni sem er innbyggð . Alveg
ómissandi græja fyrir ferðalögin í
sumar!
Mi Iceland er vefverslun
sem sendir hvert á land
sem er og er enginn
sendingarkostnaður.
Nánari upplýsingar
eru á heimasíðunni mii.is
ÞREFÖLD GÆÐI MIÐAÐ VIÐ SAMBÆRILEG TÆKI Í SAMA VERÐFLOKKI
Nýir símar í sérflokki
Mi Mix 2S
Redmi Note 5 PRO
Hleðslubanki
Lindarfiskur er lítið fjölskyldufyrir-tæki staðsett í Meðallandinu rétt austan við Vík. „Móðir mín er frá
þessari jörð og er staðurinn alger-
lega einangraður. Aðalverðmætin á
jörðinni er allt þetta tæra lindarvatn
sem streymir hér beint úr eldhrauninu
og því er staðurinn fullkominn fyrir
bleikjueldi,” segir Drífa Bjarnadóttir,
einn eigandi Lindarfisks. „Við fjöl-
skyldan eigum og rekum Lindarfisk
saman. Það eru ég og maðurinn minn,
Árni Jóhannsson, systir mín, Sigrún
Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau
Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón Finns-
son,” segir Drífa.
Alger sjálfbærni
Fyrstu bleikjuhrognin voru tekin hjá
fyrirtækinu árið 2011 og síðan þá
hefur Lindarfiski svo sannarlega
vaxið fiskur um hrygg. „Við stefnum
að algerri sjálfbærni og gerum því
allt sjálf. Nýlega fengum við okkur
svín sem éta nánast allan afskurðinn
af bleikjunum og afgangurinn er svo
notaður í áburð. Fiskinn vinnum við
alfarið á svæðinu. Það hefur gengið
hægt en örugglega að koma fyrir-
tækinu á þann stað sem það er í dag
og munum við von bráðar selja vörur
okkar í stórmarkaði. Við höfum meðal
annars hannað neytendaumbúðir
sem eru svartar og nær ógegnsæjar
til þess að stuðla að ferskari og betri
vöru. Að auki höfum við hugsað okkur
að fara í útflutning á eldisbleikju, enda
erum við með ótrúlega ferska vöru í
höndunum,” segir Drífa.
Tærasta vatnið, ferskasti fiskurinn
„Við leggjum mjög mikið upp úr fersk-
leika, það er eitthvað sem við get-
um bara alls ekki slegið af hérna hjá
Lindarfiski. Hrognin fáum við frá kyn-
bótastöðinni á Hólum í Hjaltadal sem
framleiðir fyrsta flokks hrogn. Þau ölum
við svo hér í Meðallandinu í kerjum og
svokölluðum lengdarstraumsrennum.
Hér rennur ferskt og tært vatn beint úr
lindaruppsprettum og fiskurinn er eins
ferskur og getur orðið,” segir Drífa.
Hafðu samband
„Við erum aðallega að selja bleikju til
veitingastaða sem undantekninga-
laust lofa bleikjuna okkar í hástert,”
segir Drífa. Enn sem komið er selur
Lindarfiskur ekki vörur í stórmörkuðum
en til þess að versla beint við Lindar-
fisk er hægt að hringja í Drífu í síma
663-4528 eða senda henni netpóst á
drifa@lindarfiskur.com.
Nánari upplýsingar má nálgast á
Lindarfiskur.com eða Facebook: Lindar-
fiskur.
Einnig heldur Lindarfiskur úti síðu á
Instagram : lindarfiskur, sem er stór-
skemmtilegt að fylgjast með.
LINDARFISKUR
Ferskasti fiskurinn á landinu
„Meðallendið er uppeldisstaður
mömmu,“ segir Drífa.
Ferskur fiskur úr tærri lind. Það elska allir bleikjuna frá Lindarfiski.