Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 18
18 3. ágúst 2018BLEIKT Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI kakan sem ég hef bakað var fyrir systurdóttur mína, hana Glódísi Björt, sem fermdist síðustu páska. Hún býr í Noregi og ég sakna hennar og fjölskyldu hennar ofboðslega mikið. Þannig að þegar ég var beðin, yfir hafið, að baka fermingartertuna var ég svo snortin og glöð að hún treysti mér fyrir því. Við frænkurnar höfum brallað ýmislegt saman og þótti mér ofboðslega vænt um þessa bón. Þetta var þriggja daga verk. Á fyrsta degi bjó ég til alls kyns skraut ofan á kökurnar, sem voru þrjár – ein fyrir hvert æviskeið (ungbarn, krakki, fullorðin). Á degi tvö bakaði ég botnana, en hver kaka var mismunandi. Á þriðja degi gerði ég síðan krem og setti kökurnar saman. Annað persónulegt verkefni var kaka sem ég bakaði fyrir stuttu fyrir vinkonu mína sem er mér mjög kær, þótt ég hafi aðeins þekkt hana í stuttan tíma. Hún var búin að standa í mjög erfiðri deilu, sem ég fer ekki nánar út í, en þegar sigurinn var unninn bakaði ég fyrir hana „kitsj og takkí“ ofurhetjuköku. Við vinkonur hennar komum henni síðan á óvart með kökuna og það var æðisleg stund. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að hægt sé að leggja allar sínar tilfinningar í baksturinn, þannig að viðtakandinn finni fyrir ástinni og umhyggjunni. Þess vegna baka ég ofboðslega oft fyrir fólk þegar mig langar að gleðja það – og það hefur ekki klikkað hingað til.“ En hvernig kom sú hugmynd upp að gefa út baksturbók? „Ég get í raun þakkað öllum sem komu í bökunarmaraþonið fyrir þessa bók því eftir það fékk ég mikið sjálfstraust í að ég gæti gert það sem ég einsetti mér að gera. Þannig að stuttu eftir maraþonið hóf ég söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund fyrir bókinni. Á síðasta degi söfnunarinnar tókst þetta allt saman og ég hélt að ég yrði bara hálft ár með bókina. Svo var nú reyndar ekki, og þurftu styrkjendur mínir að bíða í eitt og hálft ár eftir bókinni, en ég vona að hún sé þess virði. Þetta er mín fyrsta bók, en vonandi ekki sú síðasta. Þó að óöryggið blossi upp og ég sjái fullt af hlutum sem ég gæti gert betur þá finnst mér mjög gott að stíga út fyrir þægindarammann og búa eitthvað til upp á eigin spýtur. Svo er bakstursbók líka fullkomin afsökun fyrir mig til að baka daginn út og inn. Og gúffa svo temmilega mikið í mig. Ég hata það ekkert. Svo vona ég, ef einhvern tímann kemur önnur bók, að ég fái tækifæri til að vinna með ljósmyndaranum Sunnu Gautadóttur aftur, en hún á myndirnar í Minn sykursæti lífsstíll. Það má segja að kynni okkar hafi verið eins og blint stefnumót því hún sendi mér skilaboð á Facebook stuttu eftir að söfnuninni lauk og vildi fá að vinna þetta verkefni með mér. Ég tók því að sjálfsögðu fagnandi. Ég vissi hins vegar ekki hve rosalega góður ljósmyndari hún er fyrr en við byrjuðum að vinna saman. Þvílík fagmanneskja, en samt svo ljúf og góð. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og mér finnst myndirnar hennar lyfta bókinni upp á hærra plan. Þvílíkt augnakonfekt!“ Þegar bókin er loksins komin í heiminn er rétt að spyrja hvað taki næst við. Er hugmynd að næstu bók komin í vinnslu eða eitthvað annað? „Ég hreinlega veit það ekki. Kannski bara eitthvað allt ann- að. En bloggið mitt, blaka.is, lif- ir allavega, þótt stundum komi ekkert þar inn í marga daga. Það er ekki á leiðinni neitt og er komið til að vera – enda lifir allt að eilífu á internetinu. Ég er með ýmsar hugmyndir að bókum í kollinum, en ég þarf að vera vel stemmd og eiga nógan tíma áður en ég hendi mér út í þetta aft- ur. Við eiginmaður minn gefum þetta út sjálf og það eitt og sér er hörkuvinna. En mikið djöfull er þetta gaman, þótt ég blóti nú að- eins. Það er fátt dásamlegra en að eiga sér draum og láta hann rætast – hvað sem það kostar. Ég mæli með því!“ n Ís - Hráefni: 2 bollar rjómi 250 g mjúkur rjómaostur 1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk - 397 g) 1/2 tsk. sítrónubörkur Aðferð: Byrjið á því að taka til ílangt brauðform til að skella ísnum í. Þeytið svo rjómann og setjið til hliðar. Þeytið rjómaost, dósamjólk og börk vel saman í skál og bætið síðan rjómanum út í. Blandið honum varlega saman við með sleif eða sleikju. Skellið blöndunni í formið og fyrstið í 4 klukkustundir. Bláberjablanda - Hráefni: 1 1/2 bolli bláber 3 msk. vanillusykur 2 msk. vatn 1/2 tsk. maíssterkja + 1 msk. vatn Aðferð: Setjið bláber, vanillusykur og vatn í pott og eldið yfir meðalhita í 5–7 mínútur. Hér viljum við að bláberin springi og hægt er að hjálpa þeim með því að ýta á þau reglulega með viðarsleif. Blandið síðan maíssterkju og vatni saman í lítilli skál og bætið út í bláberjablönduna eftir þessar 5–7 mínútur. Sjóðið í eina mínútu til viðbótar. Takið pottinn af hellunni, hellið blöndunni í litla skál og kælið í ísskáp þar til ísinn er búinn að vera í frysti í 4 klukkustundir. Takið ísinn úr frystinum og dreifið bláberjablöndunni ofan á hann. Gott er að taka gaffall og dreifa blöndunni með honum til að hún nái aðeins undir yfirborðið. Setjið ísinn aftur í frysti yfir nótt. Ég mæli svo með því að bera þennan unaðslega ís fram með ferskum bláberjum og hafrakexmylsnu. Það er dúndur! Bláberjaostakökuís úr smiðju Lilju Katrínar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.