Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Side 11
KYNNING
Ekkert lát hefur verið á verkefnum hjá Sælandsgörðum í
sumar en vaskir starfsmenn
fyrirtækisins hafa verið að
hanna garða, hreinsa beð,
slá og helluleggja í allt sumar.
Hellulögn er nú í algleymingi
hjá fyrirtækinu en hægt er að
vinna við hana allan ársins
hring ef vel viðrar. Oft getur
verið nauðsynlegt að rífa
upp og endurnýja gamla
hellulögn í heimkeyrslum, á
bílastæðum og göngustígum,
og leggja á ný. Oft þarf
líka að endurnýja gamlar
hleðslur eða gera nýjar, hvort
heldur er með forsteyptum
einingum eða náttúrulegu
grjóti. Hellur og náttúrugrjót
geta verið skemmtileg lausn
í garðinum til að minnka
garðslátt og gera ásýnd
garðsins léttari, nútímalegri
og flottari. Þarna þarf síðan
líka að koma við sögu ráðgjöf
og undirbúningur á borð við
jarðvegsskipti og uppsetningu
snjóbræðslukerfa eftir því
sem við á og óskað er eftir.
Beðahreinsun, jarðvegs-
skipti í görðum og garðsláttur
eru enn í fullum gangi enda
útlit fyrir að nú sé að viðra
betur seinni hluta sumarsins.
Það er mikilvægt að ljúka slík-
um verkefnum fyrir haustið.
Mikill uppgangur hjá
Sælandsgörðum
Það eru feðgarnir Eiríkur
Ómar Sæland og Kolbeinn
Sæland sem reka Sælands-
garða. Eiríkur er garðyrkju-
fræðingur frá Garðyrkjuskóla
ríkisins og sótti sér auk þess
frekari menntun í faginu til
Noregs og Danmerkur. Eiríkur
hefur rekið garðaþjónustu
sína í tíu ár. Kolbeinn, sonur
Eiríks, er menntaður skrúð-
garðyrkjufræðingur frá Land-
búnaðarháskóla Íslands og
hefur komið inn í reksturinn
með föður sínum á síðustu
árum.
Sælandsgarðar þjónusta
allt í senn, heimili einstak-
linga, húsfélög og fyrirtæki.
Mikill uppgangur hefur verið
í starfseminni undanfarið
og hin vaska sveit Sælands-
garða hefur tekist á við mörg
stór og viðamikil verkefni með
glæsilegum hætti.
Sælandsgarðar taka að
sér stór og smá verkefni allan
ársins hring. Starfsmenn
fyrirtækisins mæta á svæðið,
skoða umfang verksins, gera
áætlanir um lausn með hús-
eigendum og leysa í kjölfarið
verkið af fagmennsku, fljótt
og örugglega, á hagkvæman
hátt. Eiríkur og hans menn
eru með öll nauðsynleg tæki
og búnað í garðaþjónustu og
hellulögn – eru fagmenn sem
leggja áherslu á persónulega
þjónustu og vandaða vinnu.
Nánari upplýsingar eru
veittar í síma 848-1723.
Sjá einnig Facebook-síðuna
Sælandsgarðar.
SÆLANDSGARÐAR
Nú er tími til að huga að
hellulögn, trjáklippingum og
trjáfellingum