Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 10
keppni á markaðinum en Rannveig segir að samkeppnina þurfi einnig að skoða í víðara samhengi. „Við erum í samkeppni við alla afþreyingu, ekki bara önnur fyrir- tæki í hvalaskoðun. Ef við tökum rútuferðir sem dæmi þá hefur hörð samkeppni á milli stærstu rútufyrir- tækjanna valdið miklum verðlækk- unum. Rútuferðir um gullna hring- inn og hvalaskoðunarferðir kostuðu álíka mikið fyrir þremur árum en nú eru rútuferðir orðnar mun ódýrari. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á val ferðamanna á afþreyingu enda horfa þeir í hverja krónu þegar gengið er hátt,“ segir Rannveig og bætir við að veiking krónunnar síðustu vikur og mánuði hafi verið kærkomin. Reksturinn hafi gengið vel í nóvem- ber og það sem af er desember. „Við fundum strax aukningu í síðbúnum bókunum. Um leið og kaupmáttur ferðamanna á Íslandi eykst þá eyða þeir meiru í afþrey- ingu. Hins vegar er það því miður þannig að ferðamenn virðast gera ráð fyrir að allt sé mjög dýrt þegar þeir koma til landsins og undirbúa sig í samræmi við það,“ segir Rann- veig. Hún segir jafnframt að undan- farið hafi samþjöppunar gætt innan greinarinnar og að líklega muni sú þróun halda áfram. Elding tekin af sölu Elding var sett í söluferli undir lok síðasta árs en Rannveig segir að fallið hafi verið frá þeim áformum. „Við bökkuðum út úr söluferlinu í febrúar vegna þessa að við töldum að það væri ekki tímabært að taka þetta skref miðað við aðstæður á markaðinum. Við ætlum frekar að komast í gegnum samdráttarskeiðið og taka stöðuna þegar því er lokið.“ Vegna skertra rekstrarframlaga til kirkjugarða verður afgreiðslutími skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma í Gufuneskirkjugarði styttur um helming frá 2. janúar 2019. Frá og með nýju ári verður skrifstofa KGRP í Gufunes- kirkjugarði opin frá klukkan 9 til 13 alla virka daga. Styttur opnunartími skrif- stofu í Gufuneskirkjugarði %-breyting rekstrargjalda %-breyting Afkoma Tekjur frá fyrra ári launakostnaðar Elding 8 855 3% 1% Special Tours -38 613 21% 31% Ambassador -103 191 75% 72% Gentle Giants 0 369 22% 39% Whale Safari 3 141 9% 109% Norðursigling -123 666 9% 23% Arctic Sea Tours 26 141 24% 33% Sölkusiglingar 3 75 44% 35% ✿ Helstu tölur í rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna Már Guðmundsson seðlabankastjóri. fréttablaðið/stEfán Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir að það þurfi ekki að ótt- ast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyris- markaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 millj- arðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efna- hagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningar- deild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðla- bankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt. – hvj Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri Ró ð u r i n n í hva l a -skoðun þyngdist veru-lega á milli áranna 2016 og 2017. Kostn-aðarhækkanir og hátt gengi krónunnar hafa sett mark sitt á afkomuna. Samantekt á helstu rekstrartölum hjá átta hvalaskoðunarfyrirtækjum sýnir örar breytingar á rekstrarum- hverfinu. Árið 2016 var samanlögð afkoma jákvæð um 338 milljónir króna en í fyrra var hún neikvæð um 222 milljónir. Heildartekjur námu rétt rúmum þremur milljörð- um króna og stóðu í stað á milli ára. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 16 prósent og þar af jukust launa- gjöld um 26 prósent. Þrjú stærstu hvalaskoðunarfyrir- tækin standa undir langsamlega stærstum hluta tekna í greininni, eða um 2,1 milljarði af þremur millj- örðum. Aðeins eitt þeirra, Elding, skilaði hagnaði og nam hann aðeins einu prósenti af tekjum. „Það var samdráttur þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgaði. Við fundum mjög greinilega fyrir því að hver ferðamaður eyddi minna en áður. Bókanir fram í tímann hafa vissu- lega haldið áfram að streyma inn en það bætist minna við á síðustu dögunum fyrir ferðir,“ segir Rann- veig Grétarsdóttir, eigandi hvala- skoðunarfyrirtækisins Eldingar. Elding, sem er stærsta fyrirtækið í atvinnugreininni, hagnaðist um 8 milljónir króna á síðasta ári saman- borið við 54 milljónir á árinu 2016. Tekjur fyrirtækisins námu 855 millj- ónum króna og drógust saman um tvö prósent á milli ára. Yfir sama tímabil jókst kostnaður um þrjú prósent. „Það eru viðbrigði að fara úr samfelldum vexti yfir í samdráttar- skeið. Hvalaskoðunarfyrirtæki eru að reyna að finna jafnvægi í rekstr- inum, til dæmis hvað varðar starfs- mannafjölda og fjölda ferða, og þurfa að hagræða,“ segir Rannveig. Special Tours, sem er í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavíkurborg, er þriðja stærsta fyrirtækið á markaðinum mælt í tekjum. Special Tours hafði hagnast um 149 milljónir króna árið 2016 en á síðasta ári var félagið rekið með tapi upp á 38 milljónir. Munaði miklu um að rekstrargjöld jukust um 21 prósent og launa- kostnaður um 31 prósent. Þá tapaði næststærsta félag- ið, Norðursigling, 122 milljónum króna en í félaginu er einnig annars konar rekstur og fjárfestingar. Veiking krónunnar kærkomin Samhliða fjölgun ferðamanna hafa ýmis hvalaskoðunarfyrirtæki sprottið upp og ríkir nú hörð sam- Kreppir að í rekstri hvalaskoðunarfélaga Þrjú stærstu hvalaskoðunarfyrirtækin standa undir langsamlega stærstum hluta tekna í atvinnugreininni, eða um 70 prósentum. fréttablaðið/stEfán Afkoma hvalaskoðunar- félaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krón- unnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoð- unarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstr- inum og áframhaldandi samþjöppun sé líkleg. Við erum í sam- keppni við alla afþreyingu, ekki bara önnur hvalaskoðunarfyrirtæki. Rannveig Grétars- dóttir, eigandi Eldingar Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Í milljónum króna markaðurinn 1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð Viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita hefur verið hleypt af stokk- unum. Hann er fyrsti viðskipta- hraðallinn á Íslandi þar sem ein- blínt er á nýjar lausnir og sjálfbæra verðmætasköpun í landbúnaði og sjávar útvegi. Stefnt er á að hann verði uppspretta nýrra vara og þjónustu og varpi ljósi á þau tæki- færi sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Til sjávar og sveita hefst í mars á næsta ári og stendur yfir í níu vikur. Allt að tíu teymi verða valin og fá aðgang að vinnuaðstöðu á tímabilinu auk stuðnings og sér- þekkingar til að vinna að mark- miðum sínum. Þau fá jafnframt ráðgjöf og aðstoð frá sérfræðing- um, fjárfestum og frumkvöðlum úr atvinnulífinu meðan á hrað- linum stendur. Að lokum verður haldinn uppskerudagur þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og öðru áhrifafólki úr atvinnulífinu. Um er að ræða samstarfsverkefni Icelandic Startups, Íslenska Sjávar- klasans, IKEA á Íslandi, Matarauðs Íslands, HB Granda og Landbúnað- arklasans. – hvj Viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita komið á fót 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B B -3 5 C C 2 1 B B -3 4 9 0 2 1 B B -3 3 5 4 2 1 B B -3 2 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.