Fréttablaðið - 13.12.2018, Page 44

Fréttablaðið - 13.12.2018, Page 44
 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . d e s e m B e R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RútIvIst oG spoRt Við Menntaskólann á Tröllaskaga er boðið upp á fjölbreytt nám og einn áfanginn kallast Útivist í snjó. Áfanginn er að mestu leyti verk- legur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar er snjór, eins og ísklifur, skíði (alpa-, fjalla- og göngu-), snjóbretti, snjóhúsagerð og fjallamennsku. Mikil áhersla er lögð á að nemendur læri sjálfstæði í óbyggðum, geti metið aðstæður, t.d. við breytt veðurskilyrði, með tilliti til öryggis og tekið skyn- samlegar ákvarðanir varðandi t.d. leiðarval og notkun öryggisbúnað- ar og ferðast um óbyggðir Íslands á öruggan og ábyrgan hátt. Þá er einnig reiknað með að nemendur verði að áfanga loknum færir um að taka þátt í upplýstri umræðu og rökræðum um málefni er tengjast útivist og einnig meðvitaðir um umhverfi sitt, hafandi lært að njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga. Nám- skeiðið er kennt á útivistarbraut til stúdentsprófs. Útivistarnám í snjó Aðventan er tími fjölskyldusamveru og fátt betur tilvalið á þessum tíma en að skella sér á skauta á Skauta- svellinu á Ingólfstorgi. Svellið var opnað 1. desember en þetta er fjórða árið í röð sem Nova, ásamt samstarfsaðilum, kemur svellinu upp. Stemningin er ákaflega jóla- leg enda dunar jólatónlist yfir svellið og nærumhverfi sem skreytt er um hundrað þúsund perum sem mynda ljósaþök yfir iðkendum. Jólaþorp er í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt er að kaupa til dæmis veitingar og útivistarfatnað. Enginn aðgangseyrir er á svellið en hægt er að leigja saman skauta og hjálm og barnagrindur. Talið er að um 140 þúsund hafi skautað á svellinu í fyrra en leigð voru um 20 þúsund pör. Svellið er opið alla daga í desember frá klukkan 12 til 22. Svellið er opið á eftirfarandi tímum yfir hátíðarnar: Þorláks messa: 12-23 Aðfangadagur: Lokað Jóladagur: Lokað Annar í jólum: 12-22 Gamlársdagur: 12-16 Skautagleði á Ingólfstorgi Útivist býður upp á fjölbreytt-ar ferðir árið um kring og er mikið um að vera á næstu dögum og vikum. Boðið verður upp á jólarölt umhverfis Hval eyrar vatn laugardaginn 15. desember milli 13 og 15 en þar verður hægt að ylja sér með heitu kakói og bregða á leik. 29. desember til 1. janúar er boðið upp á áramótaferð í Bása með gönguferðum, góðum mat, blysför, flugeldum og öðru tilheyrandi. Þann 5. janúar 2019 verður haldið í dagsferð en fyrsta dagsferð Úti- vistar á ári hverju hefur frá upphafi innihaldið heimsókn í kirkju. Að þessu sinni verður gengið á milli tveggja kirkna. Gangan hefst við Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi og er gengið að Brautarholtskirkju. Brottför er frá BSÍ klukkan 9.30. Á þrettándanum verður svo jeppa- og gönguskíðaferð í Bása á Goða- landi. Þar verður brenna, flugeldar, áramótasöngvar og kvöldvaka. Til að geta tekið þátt í ferðum Útivistar þarf að vera félagi. Hressandi jóla- og áramótaferðir 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B B -0 4 6 C 2 1 B B -0 3 3 0 2 1 B B -0 1 F 4 2 1 B B -0 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.