Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 18

Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 18
Skáldið og rithöfundurinn Ólafur Jóhann Sigurðs-son hefði orðið 100 ára í ár. Hann var eitt helsta skáld þjóðarinnar á 20. öld, sendi frá sér ljóða- bækur, skáldsögur, smásögur og barnabækur. Hann hlaut fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir ljóðabækurnar Að laufferjum og Að brunnum. Ritverk hans hafa verið þýdd á átján tungumál. Í tilefni aldarafmælisins verður haldin samkoma sunnudaginn 30.  desember í Iðnó og hefst hún klukkan 15. Meðal þeirra sem koma fram á samkomunni eru synir skáldsins, Jón og Ólafur Jóhann. Reglusamur í öllu „Jón mun rifja upp atvik frá bernskuheimilinu og ég les tvö kvæði eftir pabba um foreldra hans,“ segir Ólafur Jóhann. Spurð- ur hvenær hann hafi fyrst kynnst verkum föður síns segir hann: „Mig grunar að það fyrsta sem ég las eftir hann hafi verið barnabækur hans, Við Álftavatn og Um sumarkvöld sem hann skrifaði á unglingsaldri. Hann hélt aldrei að mér sínum eigin verkum, en ég var snemma farinn að lesa fullorðinsbókmenntir og las verk hans með öðrum bók- menntum.“ Ólafur Jóhann gerðist rithöfund- ur eins og faðir hans og hefur sent frá sér fjölda bóka við góðar undir- tektir og hlaut árið Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2007 fyrir smásagnasafn sitt Aldingarðinn. „Ég sá mjög snemma út á hvað starf rithöfundar gengur, það snýst um mikla vinnu. Pabbi var mjög reglu- samur í öllu, einnig vinnu, en þar vildi hann nýta hverja stund. Hann var strangur við sjálfan sig. Hann benti mér á bækur og við spjöll- Hann vildi nýta hverja stund „Ég sá mjög snemma út á hvað starf rithöfundar gengur, það snýst um mikla vinnu,“ segir ÓIafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Hann var strangur við sjálfan sig,“ segir Ólafur Jóhann um Ólaf Jóhann Sigurðsson föður sinn. Samkoma verður í Iðnó á sunnudag í tilefni aldarafmælis Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, skálds og rithöfundar. Heildar- safn ljóða hans er komið út. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is HANN BENTI MÉR Á BÆKUR OG VIÐ SPJÖLLUÐUM UM BÓKMENNTIR OG ÞEGAR ÉG BYRJAÐI SJÁLFUR AÐ SKRIFA LAS HANN SKRIF MÍN YFIR. uðum um bókmenntir og þegar ég byrjaði sjálfur að skrifa las hann skrif mín yfir.“ Stórvirkið um Pál Spurður hvaða verk föður síns hann hafi í mestum hávegum segir Ólafur Jóhann: „Ég hef alltaf haldið upp á smásögur hans. Bréf séra Böðvars hefur líka alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, mörg ljóða hans sömuleiðis og svo stóri þríleikurinn um Pál blaðamann, sem er eitt af helstu stórvirkjum okkar á síðustu öld og það bókmenntaverk sem fjallar ítarlegast um seinni heims- styrjöldina. Ég hafði ekki lesið þrí- leikinn í nokkurn tíma, líklega frá því síðasta bókin kom út árið 1983, en fyrir rúmlega tveimur árum las ég hann allan aftur og naut þess mjög. Þær bækur eru í mestu uppáhaldi hjá mér.“ Heildarsafn komið út Þau sem tala um Ólaf Jóhann Sig- urðsson og lesa upp úr verkum hans á samkomunni í Iðnó eru auk sona hans: Vésteinn Ólason, Þor- leifur Hauksson, Þóra Sigríður Ing- ólfsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gunnar Stefánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Þórey Sigþórs- dóttir. Þá mun Ragnheiður Gröndal syngja lög við kvæði Ólafs Jóhanns. Aðgangur er ókeypis. Þess skal að lokum getið að í til- efni aldarafmælisins er komið út heildarsafn ljóða Ólafs Jóhanns með ítarlegum formála Vésteins Ólason- ar. Á bókarkápu er vitnað í þessi orð Kristjáns Árnasonar skálds: „Að lesa ljóð Ólafs Jóhanns er ekki ósvipað því að horfa ofan í silfurtæran hyl.“ Hitað upp fyrir skaupið Það styttist í að árið verði gert upp í árlegu áramótaskaupi RÚV. Það er fyrir­ taks hugmynd að liðka hláturtaug­ arnar og horfa á klassískar gaman­ myndir á borð við A Fish Called Wanda, Wayne's World og Dumb and Dumber sem ritstjórn Frétta­ blaðsins er sam­ mála um að falli aldrei úr gildi. Mary Poppins í bíó Hin magnaða Mary Poppins snýr aftur til Banks­ fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Emily Blunt leikur Mary sem kemur þremur börnum sem hafa týnt gleðinni til hjálpar. Styðja við Áramótaskóginn Sprengjuglaðir jafnt sem um­ hverfissinnar ættu að láta sér annt um uppá­ tæki björgunar­ sveita sem bjóða fólki að kaupa rótarskot sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Vel til fundið!Strengja áramótaheit Um áramót er tilvalið að strengja áramótaheit. Til dæmis að minnka farsímanotkun, eyða fleiri gæða­ stundum með ástvinum, læra eitt­ hvað nýtt, lifa heilsusamlegra lífi og lenda í ævintýrum. 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E B -F 5 5 4 2 1 E B -F 4 1 8 2 1 E B -F 2 D C 2 1 E B -F 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.