Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 22
inn verulega og loks handsama rað- morðingjann. Lamaðir fá hreyfigetu á ný Svissneskir vísindamenn kynntu einstakar niðurstöður nýrrar til- raunar þar sem nýstárleg aðferð við raförvun var notuð til að lækna að hluta varanlega lömun þriggja manna. Markmið tilraunarinnar var að efla getu þremenninganna til að taka þátt í sjúkraþjálfun. Aðferðin sem vísindamennirnir beittu bygg- ist á því að virkja stöðu- og hreyfi- skynjun í rauntíma með markvissri raförvun skaddaðra svæða mæn- unnar. Frekari tilraunir eru fyrirhug- aðar á komandi ári, að þessu sinni í Bandaríkjunum og með mun fleiri þátttakendur. Jómfrúarflug Fálkans Geimvísindafyrirtæki Elons Musk, SpaceX, skaut Falcon Heavy-eld- flauginni á loft í febrúar. Eldflaug- inni verður skotið á loft á nýju ári, en hún er hönnuð til að ferja mann- eskju til Tunglsins, og jafnvel til Mars. Ævaforn ættingi Svo virðist sem tengsl hinna marg- víslegu tegunda mannskepnunnar sem uppi voru á árum áður hafi verið flóknari en áður var talið. Vís- indamenn birtu einstakar niður- stöður í ágúst eftir að hafa raðgreint erfðaefni úr stúlku sem var uppi fyrir 90 þúsund árum. Í ljós kom að hún tilheyrði fyrstu afkomenda- kynslóð neanderdalskonu sem var af evrópsku bergi brotin og karls af annarri ættkvísl frummanna sem kallast Denisovan. Þessi uppgötvun er sögð renna stoðum undir þá kenningu að hinar margvíslegu tegundir mannanna, sem allar eru útdauðar, fyrir utan hinn viti borna mann (okkur), hafi átt nokkuð mikil samskipti. Baráttan við loftslagsbreytingar Loftslagsbreytingar og tilheyrandi breytingar á veðrakerfum og líf- kerfum Jarðar eru vafalaust stærsta vísindafrétt þeirrar kynslóðar sem uppi er í dag. Í ár tók loftslagsum- ræðan á sig nýja og dekkri mynd. Nokkrar yfirgripsmiklar skýrslur frá helstu sérfræðingum heims í loftslagsmálum um stöðu mála í baráttunni við loftslagsbreytingar voru gefnar út. Þar á meðal var skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem sýndi fram á að það verður gríðarlega erfitt fyrir mannkyn að forðast hnattræna hlýnun sem nemur 1,5 gráðum miðað við tím- ann fyrir iðnbyltingu. Hækkunin í dag nemur 1,1 gráðu. Slík hækkun mun hafa meiriháttar breytingar í för með sér. Breytingar sem munu raska lífi og möguleikum milljóna manna um víða veröld. Þessar breytingar eru hins vegar smávægi- legar í samanburði við hækkun upp á tvær gráður, sem er raunverulegur möguleiki í dag. Á sama tíma og áhrif loftslags- breytinga af mannavöldum raun- gerast með hækkandi sjávarstöðu, tíðari og öflugri fellibyljum og mannskæðari skógar- og kjarr- eldum, þá heldur losun gróður- húsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin hafa sagt sig frá Par- ísarsamkomulaginu og hafa tekið höndum saman við önnur ríki sem reiða sig á framleiðslu og sölu olíu til að grafa undan alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir til að stemma stigu við losun. Þó er að finna vonarglætu. Á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi sammæltust þjóðir heims um hvernig skuli innleiða staðla og aðgerðir til að hrinda Parísarsam- komulaginu í framkvæmd árið 2020. Það sem koma skal árið 2019 Við höfum orðið þeirrar gæfu að- njótandi að hvert nýtt ár undan- farna áratugi hefur borið í skauti sér nýjar og sögulegar framfarir í vísindum. Ljóst er að árið 2019 verður engin undantekning. Þann 1. janúar 2019 verður út- stirni í fyrsta skipti kannað í návígi þegar geimfarið New Horizons myndar og rannsakar 30 kílómetra breiðan steinhnullung í Kuiper-belt- inu. Útstirni eru smáhnettir sem eru handan Neptúnusar. Fyrsta mannaða geimskot geim- ferðafyrirtækisins SpaceX verður í júní 2019 þegar hópur geim- fara heldur til Alþjóðlegu geim- stöðvarinnar. Samningur NASA við rússnesku geimvísindastofnunina rennur út árið 2019. SpaceX og Boeing munu í sameiningu þjónusta bandarísku geimvísinda- stofnunina. Vonir standa til að á nýju ári muni djúpnámskerfi aðstoða lækna og sérfræðinga við greiningu á hinum ýmsu sjúkdómum. Algrím sem skima fyrir ákveðnum breytum munu gera vísindamönnum kleift að greina sjúkdóma á borð við ein- hverfu mun fyrr, með tilheyrandi ávinningi fyrir foreldra og börn. Á sama tíma og borgir og ríki um víða veröld halda áfram baráttu sinni við losun gróðurhúsaloft- tegunda er von á áframhaldandi ný- sköpun í lausnum á loftslagsvand- anum. Þar á meðal eru verkefni sem taka til jarðsköpunar (e. geo- engineering) þar sem vísindamenn freista þess að kæla Jörðina með tilbúnum hætti. Á íslenskum vettvangi Lokatilraun til að sigrast á Alzheimer Fréttablaðið greindi frá því í maí að tvö hundruð Íslendingar, sem eru með auknar líkur á Alzheimer, munu á næstu fimm árum taka þátt í umfangsmikilli og sögulegri lyfjatilraun. Rannsóknin mun skera úr um það hvort nýtt og byltingarkennt lyf geti hægt á framþróun sjúkdómsins og jafnvel komið í veg fyrir hann. Lyfjatilraunin, sem kölluð hefur verið Kynslóðarannsóknin, því arfgerðin er forsenda þátttöku, á sér langan aðdraganda og tekur til lyfsins CNP520. Hún er þriðja stigs lyfjarannsókn og undanfari markaðssetningar reynist lyfið árangursríkt. VÍSINDAANNÁLL 2018 Stephen Hawking kvaddi á árinu Breski eðlisfræðingurinn, heims- fræðingurinn og vísindamiðlarinn Stephen Hawking lést á árinu, 76 ára að aldri. Framlag hans til heimsfræðanna var margþætt og magnað, en áræðni hans og hug- rekki í ljósi veikinda hans voru mörgum fyrirmynd. Hawking var lagður til hinstu hvílu í Westminster Abbey, en mun hvíla þar um ókomna tíð við hlið þeirra Isaacs Newton og Charles Darwin. Geimferðafyrirtækið SpaceX skaut hinni risavöxnu Falcon Heavy-eldflaug á loft. Á nýju ári mun SpaceX ferja geimfara í alþjóðlegu geimstöðina. Kílógrammið var endurskilgreint á árinu. Stjórnmálamenn, vísindamenn og mótmælendur í Póllandi. Áhrif loftslagsbreytinga héldu áfram að stigmagnast á árinu. Í Kaliforníu geisuðu verstu skógar- og kjarreldar síðustu ára. 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -1 C D 4 2 1 E C -1 B 9 8 2 1 E C -1 A 5 C 2 1 E C -1 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.