Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 27

Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 27
ÚTSALAÁRSINSGEGGJUÐ TILBOÐ Á TÖLVUGRÆJUMAÐEINS Í ÖRFÁA DAGA • TAKMARKAÐ MAGN FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ 50.000AFSLÁTTUR ALLT AÐ Af Acer fartölvum 40.000AFSLÁTTUR ALLT AÐ Af Lenovo fartölvum 30.000AFSLÁTTUR ALLT AÐ Af HP fartölvum 75% AFSLÁTT UR Af yfir 1 .000 tölvuvör um ALLT AÐ OPIÐ ALLA HELGINA 12-18 29. desem ber 2018 • Tilboð gilda 27-31. desem ber eða m eðan birgðir endast. Birt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl SKOÐAÐU TILBOÐIN Í ÚTSÖLUBÆKLING TÖLVUTEKS ÚTSÖLUBÆKLINGUR ÚTSALA ÁRSINS 27-30. DESEMBER 12:00 - 18:00 GAMLÁRSDAG 10:00 - 12:00 LOKAÐ 1. JAN 2019 OPNUM AFTUR 2. JAN KL 10:00 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 á verkinu hafi gengið vel. Það kom þeim rækilega á óvart þegar ýmsar hliðstæður úr skálduðum heimi Shakespeares birtust í íslensku sam­ félagi og komu fram í tali valdakarla um konur á Klaustri. Kristbjörg: Það sem er búið að vera að gerast síðasta mánuðinn er eins og upp úr handriti Shake­ speares. Sigrún: Þar sem valdið er að bralla á kostnað kvenna og þeirra sem minna mega sín. Edda: Það eru alltaf hliðstæður, það skiptir engu hvenær og hvar verkið er sett upp. Því mannskepnan er söm við sig. Kristbjörg: Shakespeare þekkir mannfólkið. Sálarlífið. Ég held að fólk geti alltaf fundið hliðstæður í öllu því sem hann skrifar. En þetta var auðvitað með nokkrum ólík­ indum. Þrjár ykkar tóku þátt í leiklestri á samtali þingmannanna á Klaustri. Hvernig var það? Sigrún: Þetta var erfitt og sárt að lesa. Ég las það sem var haft eftir Sigmundi Davíð. Með þessum lestri var allt sem birtist í fjölmiðlum sett í tímalínu. Ég hafði ekki heyrt eða lesið allt sem sagt var í fjölmiðlum. Því var það þannig að um leið og ég las þá var ég að uppgötva hvað þetta var hræðilegt. Og stundum þá fliss­ aði fólk, það var bara af því að því fannst þetta svo fáránlegt. Fólk var bara agndofa. Sumir hafa gagnrýnt að fólk hafi hlegið. Það eru bara til­ finningar fólks sem það hefur allan rétt á. Einhverjir gagnrýndu að færa sam- talið á svið. Edda: Það er allt í lagi að gagn­ rýna það sem fram fer í leikhúsi. Við vorum meðvituð um að þetta væri svo vandmeðfarið. En þetta var ekki leiklestur. Sigrún: Við höfum áður sett á svið atburði í samfélaginu til þess að tak­ ast á við þá í leikhúsinu. Við lásum rannsóknarskýrsluna. Lesturinn tók heilu sólarhringana. Þórunn: Ég las það sem er á upp­ tökunni og Bergþór segir. Ég reyndi bara að koma eins kalt að þessu og ég gat. Túlka ekkert. Lesa bara orðin sem stóðu á blaðinu. Hvernig tengist tíðarandinn inn í leikgerðina á Ríkharði? Og hvernig mynduð þið lýsa tíðarandanum í dag. Kristbjörg: Við litumst af tím­ unum sem við lifum. Og nú er deigla. Það er tími breytinga. MeToo­bylt­ ingin hefur haft mikil áhrif, þótt þau hafi ekki birst í Klaustursmálum hjá þessum körlum. Þar var tekið skref aftur á bak. Þórunn: Tal þingmannanna á Klaustri var bara eins og einn fundur karlanna í leikriti Shakespeares, þó að það sé ekki öðru við að jafna. Rík­ harður gengur reyndar miklu lengra og myrðir þá sem eru fyrir honum. Hvort sem þeir eru vinir hans eða óvinir. Edda Björg: Við fórum í gegnum allar dauðasyndirnar í æfingaferlinu. Verkið snýst ekki bara um pólitík og völd. Heldur um manneskjuna og það sem innra með henni býr. Það er mikil sorg í þessu verki, hatur og eyðing. Illska og eiginleikar mann­ skepnunnar sem er að finna að ein­ hverju leyti í okkur öllum. Sólbjört: Og ekki síst sú tilfinning að það sé aldrei nóg. Ekkert er nóg. Það kannast nú allir við þá tilfinn­ ingu í eigin lífi. Hjá Ríkharði tekur hún yfir allt. Það er aldrei nóg, sé hann kominn með eitthvað upp í hendurnar þá verður hann samt að fá meira. Það eru líklega um sextíu ár á milli yngstu og elstu leikkonunnar í hópnum? Þórunn Arna: Það er stórkostlegt. Það er góður andi í hópnum. Edda Björg: Já, það er bara mjög skýr sýn og fókus. Sigrún Edda: Svo er leikgerðin bara algjörlega frábær. Við erum góðar vinkonur. Kristbjörg: En við pælum voða­ lega lítið í því hvað við erum gamlar. Við erum bara hér og nú. Kristbjörg, hefur þú leikið í mörg- um uppfærslum á Shakespeare? Kristbjörg: Við höfum ekki sett mikið af Shakespeare upp í íslensku leikhúsi. Ég hef til dæmis ekki leikið í nema þremur uppfærslum á Shake­ speare. Mér finnst rosalega gaman að fást við hann. Það er sko bitastætt. Sólbjört, þetta er ekki bara fyrsta hlutverk þitt í verki eftir Shakespeare, þetta er fyrsta hlutverk þitt í leikriti á sviði í leikhúsi, ekki satt? Sólbjört: Já, það er rétt, ég er enn þá nemi í Listaháskólanum á sam­ tímadansbraut og mun útskrifast í vor. Þetta er fyrsta stóra leikupp­ færslan sem ég tek þátt í. Þetta er mögnuð reynsla og ég er heppin að fá að læra af öllu þessu fólki. Og þú átt meira að segja litla stúlku heyrði ég. Ert nýbökuð móðir? Sólbjört: Já, dóttir mín er rúmlega ársgömul. Það hefur gengið vel, hún er róleg stúlka. Edda Björg þú ferð með hlutverk Elísabetar, konu Játvarðs. Þetta er krefjandi hlutverk, ekki satt? Edda Björg: Játvarður deyr í upp­ hafi verks og það er mikil sorg sem umlykur hana Elísabetu. Hún vill láta sig falla í sorgarinnar hyl. Þetta er þroskandi hlutverk að takast á við og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka Elísabetu. Hún er frávita af sorg. Sigrún Edda þú ferð með hlutverk móður Ríkharðs. Sigrún Edda: Hún á þennan dreng sem myrðir allt í kringum sig. Hún hefur misst manninn sinn í valda­ brölti og ungan dreng í orrustu og svo missir hún Játvarð son sinn og Georg son sin. Svo missir hún líka barnabörn sín. Ríkharður er skömmin hennar. Svo erum við að velta fyrir okkur þessum tímum sem þetta verk er skrifað inn í. Ríkharður er fatlaður og á þeim tíma sem Shakespeare skrifar verkið var viðhorf til allra þeirra sem voru öðruvísi ekki jafn kærleiksríkt og það er í dag. Ríkharður var skömmin hennar. Við viljum að börn alist upp í kærleika því við trúum því að þann­ ig verði þær góðar manneskjur. En hvernig elur maður af sér skrímsli? Lafði Anna sem Ríkharður ætlar sér að giftast. Hvernig hlutskipti er það eiginlega? Þórunn Arna: Það eru auðvitað hræðileg örlög en kannski það eina sem kona í hennar stöðu getur gert. Hvað annað bíður hennar? Hún er auðvitað í miklu áfalli þegar hún hittir Ríkharð og þá tekur maður ekki alltaf réttu ákvarðanirnar. Og Sólbjört, það er vel við hæfi að þú fáir að eiga lokaorðin hér eins og í leikgerðinni sjálfri. Hvað lærum við af þessu verki? Sólbjört: Það er enn von. Stöndum saman og hættum að kjósa illmenni til valda sem hugsa bara um sig sjálfa. Látum aldrei landinu framar stjórna, þá sem í eigin þágu hag þess fórna. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -1 C D 4 2 1 E C -1 B 9 8 2 1 E C -1 A 5 C 2 1 E C -1 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.