Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 29.12.2018, Qupperneq 32
Hjáveituaðgerðin hefur hjálpað mér að ná sjálfstrausti á ný og þótt hún sé ekki krafta- verkalækning er hún gott hjálpartæki. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Ingunn Mary hefur misst nærri sjötíu kíló á árinu og segist horfa bjartsýn til ársins 2019 þar sem líf hennar hefur gjör- breyst á nokkrum mánuðum. Engu að síður hefur hún gengið í gegnum mörg áföll. MYND/ANTON BRINK Þessi mynd var tekin stuttu áður en Ingunn gafst upp og ákvað að breyta um lífsstíl. Á árinu 2018 hefur henni tekist að ná ótrúlegum árangri. Ingunn segir að þrátt fyrir að upp hafi komið erfið áföll á árinu sem er að líða sé hún engu að síður afar sátt og ánægð með það. Hún segist lengi hafa barist við ofþyngd sem var farin að skapa margvísleg vandamál í lífi hennar. „Ástæða þess að ég missti stjórn á þyngdinni er flókin. Ég lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir nokkrum árum, ég hef gengið í gegnum þrjár meðgöngur og þyngdist of mikið á þeim en ég hef jafnframt misst fóstur fimm sinnum sem var ákaflega erfitt andlega. Ég var með fjölblöðrur á eggjastokkum og legslímuflakk sem gerði mér enn erfiðara að léttast. Það var því ekki eitthvað eitt heldur margvíslegir erfiðleikar og veikindi sem ollu því að ég hreyfði mig ekki né borðaði rétt,“ útskýrir Ingunn. Veikindin trufluðu daglegt líf Þegar Ingunn hafði eignast þrjú börn sem nú eru 13, 5 og 4 ára, ákvað hún að láta fjarlægja leg og eggjastokka til að losna við stöðuga vonda verki. „Mig langaði að ná bata. Veikindin trufluðu líf mitt mikið. Ég tók því ákvörðun um að láta fjarlægja meinið,“ segir hún. „Að vísu komu upp aukakvill- ar eftir legnámið. Ég fékk tíma- bundna lömun í smáþarmana og blóðtappa í vinstra lunga. Ég þurfti að vera á blóðþynningarlyfjum í hálft ár. Það tók mig nokkra mán- uði að jafna mig eftir aðgerðina en ég fékk einnig samgróninga í maga. Engu að síður varð gjörbreyting á lífi mínu við að losna við verkina sem fylgdu legslímuflakkinu. Ég gat allt í einu hreyft mig.“ Tók sér tak þrátt fyrir ótal áföll Ingunn Mary Mid- jord hefur bæði gengið í gegnum erfið veikindi og áföll undanfarin ár. Hún einsetti sér að ná tökum á lífi sínu og hefur unnið að því allt árið 2018 með góðum árangri. Hún hefur losað sig við 67 kíló. Í febrúar ákvað Ingunn að fara í hjáveituaðgerð þar sem hún var alltof þung. Hún fór til Lettlands í gegnum Medical Travel þar sem vel var tekið á móti henni. „Þar uppgötvaðist að ég væri með samgróninga í maga og læknarnir þurftu að byrja á því að fjarlægja þá til að geta framkvæmt hjá- veituaðgerðina. Einnig kom í ljós að ég væri með lengdan blæðingar- tíma sem þýðir að blóðið storknar ekki eins fljótt og það á að gera. Ég fékk innvortis blæðingar á maga- svæðinu en læknirinn sem sinnti mér í Lettlandi tók eftir því að ég varð fölari og fölari því oftar sem hann kíkti á mig. Það var sami læknirinn sem fylgdi mér í gegnum allt ferlið. Honum fannst útlit mitt ekki eðlilegt og ákvað að rann- saka mig frekar. Í ljós kom mikið blóðleysi og ég var send í blóðgjöf í framhaldinu og aðgerð. Læknirinn ákvað að senda mig til blóðmeina- læknis sem fann út að ég væri með blæðingarsjúkdóm. Ég hafði farið í margar aðgerðir á Íslandi en engum lækni hérlendis hafði dottið þetta í hug. Þar fyrir utan er afar sjaldgæft að sjúklingar með þennan sjúkdóm fái blóðtappa. Núna þarf að gefa mér einhvers konar púst fyrir aðgerð til að virkja storknun í blóði. Læknarnir í Lett- landi voru ákaflega samviskusamir og ég er afar þakklát þeim. Hér á landi er mikið álag á læknum og þeir eru yfirhlaðnir störfum. Ég tók eftir því þegar ég fór í legnámið hversu starfsfólkið á spítalanum var örþreytt og ég hafði eiginlega misst trú á því. Þess vegna leitaði ég eftir hjáveituaðgerð erlendis og sé ekki eftir því,“ segir Ingunn. Ákvað að ná árangri í ræktinni Í janúar byrjaði Ingunn í Aqua Zumba hjá Tanyu Dimitrova í Heilsuskóla Tanyu og segist hafa fengið allt annað viðhorf frá henni en öðrum þjálfurum. „Ég fann ekki fyrir fordómum vegna ofþyngdar minnar eins og ég hafði oft fundið fyrir á öðrum stöðum. Mér leið strax vel í ræktinni og náði árangri. Í febrúar tók ég mér frí á meðan ég fór í hjáveituaðgerðina. Ég fékk leyfi frá lækninum til að byrja aftur þremur vikum eftir hana og það gerði mér gott. Hjáveituaðgerð er í raun gagnslaus nema þú breytir mataræði, hreyfingu og lífsstíl,“ segir Ingunn. „Ég hafði sett mér markmið og vildi fylgja því. Ég fékk mikla hvatningu frá Tanyu og bætti við mig fleiri námskeiðum hjá henni. Í janúar var ég 120 kíló en var 130 kíló þegar ég var þyngst. Núna er ég 63 kíló,“ segir Ingunn sem þurfti að fara í svuntuaðgerð í nóvember til að fjarlægja aukahúð sem getur verið fylgikvilli þess að léttast hratt. Sú aðgerð var fram- kvæmd hér á landi og hún var fljót að jafna sig eftir hana. „Ég var ekki vel á mig komin andlega eftir öll áföllin og hef þurft að leita mér hjálpar vegna þess. Hreyfingin er stór partur af því að láta sér líða betur. Ég hef aukið hreyfingu og finn hvað hún gerir mér gott. Hjáveituaðgerðin hefur hjálpað mér að ná sjálfstrausti á ný og þótt hún sé ekki kraftaverka- lækning er hún gott hjálpartæki og fyrir mig fullkomin hjálp,“ segir Ingunn og bætir við að líf hennar hafi gjörbreyst á árinu til hins betra. „Ég get hreyft mig án sársauka, ég lærði að borða rétt og lífsstíllinn hefur batnað hundrað prósent. Ég get þakkað fyrir það um áramótin að ég hef lengt lífs- líkur mínar umtalsvert á þessu ári og get þar af leiðandi verið lengur með börnunum mínum. Alls kyns lífsstílsvandamál Ég fékk gallsteina, nýrnasteina og var komin með sykursýki 2 vegna ofþyngdar. Sykursýkin er horfin. Alls kyns lífsstílsvandamál sem fylgja ofþyngd voru farin að plaga mig. Ég er að vinna í því að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir vinnuslysið og hef fengið góða hjálp til þess. Ég hef frábært teymi fagfólks í kringum mig sem aðstoðar mig við að ná mark- miðum mínum. Ég vil endilega nefna Katerinu Baumruk, sjúkra- þjálfara í Orkuhúsinu, sem ég fer til í hverri viku, einnig Salóme Ástu Arnardóttur, heimilislækni minn, og Pétur Hauksson geðlækni sem er sannkallaður bjargvættur. Svo auðvitað Tanya, hlaupahópurinn minn í Víkingi og Gunna hjá Trim- form. Ég hef líka fengið frábæra hvatningu frá eiginmanni mínum. Ágústi Hlyni Hólmgeirssyni. Hann er kletturinn í lífi mínu,“ segir Ingunn. „Ég gerði plan, setti mér mark- mið og hef fylgt þeim. Auk þess fékk ég mér snjallúr til að fylgjast með hreyfingu og árangri,“ segir Ingunn Mary sem lítur björtum augum til ársins 2019. Verð frá 94.999 25% afsláttur af aukakönnum Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu árið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHEILSA 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E B -F 0 6 4 2 1 E B -E F 2 8 2 1 E B -E D E C 2 1 E B -E C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.