Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 34

Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 34
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Hvernig á að nota Zonnic pepparmint? Úðastútnum er snúið til hliðar og beint á milli kinnar og tanna og úðað. Þegar reykingalöngun gerir vart við sig á að úða 1-2 sinnum í senn. Hámarks- skammtur er 64 úðar á dag. Þegar reykingalöngunin er mikil getur verið gott að fá hjálp sem fyrst. Zonnic nikótínúði er með frískandi piparmintubragði og gefur virkni á aðeins einni mínútu,“ segir Sigrún Sif Kristjánsdóttir lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Úðaglasið er lítið og með einstökum úðastúti, en notk­ un úðans verður bæði auðveldari og áhrifaríkari með úðastútnum og hætta á aukaverkunum er minni.“ Nikótínið frásogast í munnholinu Zonnic peppar­ mint er fyrsti og eini nikótín­ úðinn á markaði sem er með úðastúti sem beinir nikótín­ úðanum á milli kinnar og tanna. Aðrir nikótínúðar á markaði eru þannig að úðað er inn í munninn en það getur valdið því að nikótínið fer beint aftur í kok og þaðan niður í maga þar sem það getur valdið brjóst­ sviða og ertingu. Með því að beina úðanum á milli kinnar og tanna frásogast nikótínið í munnholinu, sem lágmarkar það magn nikótíns sem berst niður í háls og maga, þar sem það getur valdið ertingu. Hættu á þínum hraða Zonnic pepparmint hjálpar bæði þeim sem vilja hætta alveg tóbaks­ notkun og þeim sem vilja draga úr reyk­ ingum og skiptir þá máli að hafa í huga að hver sígaretta sem sleppt er að reykja er sigur. Þar sem mjög hátt hlutfall þeirra sem reyna að hætta reykingum hefur aftur tóbaks­ notkun er mikilvægt að hver og einn taki ferlið á sínum hraða – sleppi einni sígarettu í einu. Sölustaðir: Zonnic pepparmint er komið í sölu í öllum apótekum. Minnsta pakkningin fæst einnig í fjölda verslana og bensínstöðva. Nýtt nikótínlyf: Zonnic pepparmint munnholsúði Zonnic pepparmint munnholsúði er nýtt nikótínlyf með einstökum úðastúti þar sem úðað er á milli kinnar og tanna. Lyfið inniheldur 1 mg af nikótíni í hverjum úða og er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn og auðveldar þann- ig fólki að draga úr eða hætta tóbaksnotkun. LESIÐ FYLGISEÐILINN Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfja- skra.is. l Virkar á einni mínútu l Með piparmintu- bragði l Á góðu verði l 40, 200 eða 400 (2x200) úðaskammtar í pakkningu „Zonnic nikótín­ úði er með frískandi pipar­ mintubragði og gefur virkni á aðeins einni mínútu,“ segir Sigrún Sif Kristjáns­ dóttir, lyfjafræðingur hjá LYFIS. Litríkur matur er það besta sem við getum gefið heilanum segja rann­ sóknirnar. Ávextir og grænmeti næra heilann betur en flest annað. Léleg svefngæði, óhollt matar­æði, stöðugt áreiti frá tækni, einkum skjáum, og öreindir frá loftmengun, þetta eru bara nokkur þeirra atriða sem hafa áhrif á heilaheilsu þína á hverjum degi. Undanfarið ár hefur ástand heilans og áhrif þess á aðra heilsu verið í kastljósinu og niðurstöðurnar eru þær að heilaþokan sem við þjáumst sum af stundum er ekki bara í höfðinu á okkur, það sem þú borðar getur haft áhrif á minni og einbeitingu og heilinn er mögulega það líffæri sem fer verst út úr lélegu mataræði. Og svo er það Alzheimer en áætl­ að er að næstum helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem ná 85 ára aldri verði með Alzheimer á þeim merku tímamótum. Alz heimer er mest vaxandi faraldurinn á Vestur­ löndum og árið 2050 mun hann leggja undir sig velferðarkerfin. Alzheimer­sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður sykursýki þrjú þar sem rannsóknir sýna að insúlínviðnám sem einkennir syk­ ursýki getur valdið ýmsum tauga­ hrörnunarsjúkdómum. Illa hefur gengið að þróa lyf við Alzheimer þannig að forvörn er besta sóknin á þeim vígstöðvum. Og þá er best að byrja á næringunni. Heilinn fær næringu sína eingöngu í gegnum það sem við gefum honum gegnum daglegt mataræði okkar. Rannsóknir standa enn yfir á því hvernig er best að koma í veg fyrir heilahrörnun en ýmislegt bendir til þess að fæðuteg­ undir sem eru litríkar frá nátt­ úrunnar hendi (ekki Skittles) séu heilanum hagstæðar. Matur eins og rauðlaukur, rækjur, lax, bláber og appelsínur er því það sem við ættum að innbyrða fyrir heilann. Annað sem gerir heilanum gott er að leggja sig fram við að læra eitthvað nýtt, kannski tungumál, hljóðfæraleik eða íþrótt. Og svo má ekki gleyma þeim styrktaræfingum heilans sem felast í því að lesa bók, púsla eða leysa þrautir. Það allra mikil­ vægasta virðist þó vera tengsl við annað fólk en mikilvægi þeirra er sífellt að koma betur og betur í ljós. Staðreyndin er sú að við getum ekki ræktað heilaheilsuna ein og því fyrr sem við gerum Heilaheilsan í fyrirrúmi Heilinn er eins og við vitum stjórnstöð líkamans og því mikilvægt að halda honum í góðu lagi. Undanfarin ár hefur meiri áhersla verið lögð á að rannsaka hvernig best er að fara að því. á hvernig við vinnum úr tilfinn­ ingum okkar, ráðum við streitu og veitum athygli. Til að vega á móti þessu er mikilvægt að taka sér frí frá tækninni og hitta vini sína í raunheimum, fara út í náttúruna og hreyfa sig. Ef þú hefur ekki tíma fyrir neitt af þessu er ráð að loka augunum nokkrum sinnum á dag og draga djúpt andann og leyfa þér að finna finna hvernig það kyrrir sálina og sinnið, nærir líkamann og hugann og ekki síst tengilinn þar á milli, heilann. okkur grein fyrir því, því betra. Til að tengjast öðrum er lykilatriði að byrja á að aftengjast tækjunum og draga augun frá skjáunum, sem líka skaða heilann í okkur. Þættir eins og offlæði upplýsinga, skyndi­ verðlaun í formi læka, og fjöliðja eða multitasking geta haft áhrif 6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHEILSA 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -3 A 7 4 2 1 E C -3 9 3 8 2 1 E C -3 7 F C 2 1 E C -3 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.