Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 38
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Náttúran í Nepal
er stórbrotin og
magnað að hjóla
eftir afskekktum
fjallaslóðum
umvafinn háum
klettum og
tindum. MYNDIR/
KJARTAN LONG
Hópurinn
stundar jóga
og teygir eftir
daginn, meðan
beðið er eftir að
sólin setjist.
Hjólunum skellt á bakið.Hjólað niður steinlagðar tröppur.
Hópurinn á toppnum í 4.200 metra hæð, umvafinn háum tindum. MYND/TANGI
Heiða og vinkonur hennar voru í árlegri hausthjóla-ferð í fyrra þegar hug-
myndin að þessu ferðalagi skaut
upp kollinum. „Ein úr hópnum
var nýlega komin frá Nepal. Nepal
hafði verið ofarlega á blaði hjá
okkur í dálítinn tíma en við Sól-
veig Pétursdóttir, vinkona mín,
vorum hins vegar ekki í gírnum til
að klífa Everest eða fara í göngu-
ferð. Við hins vegar sáum fyrir
okkur í hillingum að bruna niður
nepalska fjallaslóða á hjólum,“
segir Heiða. Ákvörðunin var því
tekin um að láta reyna á hjóla-
ferð til Nepal, og vinkona Heiðu,
Solla P, sá að mestu um skipu-
lagninguna.
Áður sjálfstætt konungsríki
Ákveðið var að ferðast til
Mustang-héraðs. „Efri hlutinn
af Mustang-héraði var eitt sinn
einangrað og sjálfstætt konungs-
ríki sem tilheyrði Tíbet en er núna
hluti af Nepal og var lokað ferða-
mönnum til ársins 1992. Í dag er
þarna þjóðgarður og þurfa ferða-
menn að borga sig inn á svæðið
en vel er fylgst með umferð inn á
og út af svæðinu,“ útskýrir Heiða.
Mustang skiptist í efra og neðra
svæði og hópurinn hjólaði mest í
neðra svæðinu sem er fjalllendara
en efra svæðið þurrara.
Hjólað í 4.200 metra hæð
Fimmtán manna
hjólahópur frá
Íslandi dvaldi í
tvær ævintýra-
legar vikur í Nepal
í haust. Heiða
Aðalbjargar Jóns-
dóttir var með í
för og mælir með
ferðalögum á
framandi slóðir,
það fái fólk til að
líta inn á við, núll-
stilla sig og njóta.
því hvernig það var stemmt þann
daginn. Með þessu fyrirkomulagi
gátu allir farið á sínum hraða.“
Hjólað niður
steintröppur og einstigi
Hópurinn flaug út 27. septem-
ber en fyrsti áfangastaður var
Katmandú. „Við flugum út með
Qatar Airways og fórum þetta í
þremur leggjum, Keflavík, Katar,
Katmandú. við náðum að inn-
rita hjólin og annan farangur í
Keflavík og hann skilaði sér allur
til Katmandú, sem var æði því það
er alltaf smá stress að ferðast með
svona búnað.“
Fyrsti hjóladagurinn var tekinn
í úthverfi Katmandú þar sem hjól-
in og lærin voru prufukeyrð. Næst
var ekið til Pokhara en á leiðinni
var stoppað og kláfur tekinn upp
í Manakamana-musteri. „Ferðin
niður var frekar höst. Við fórum
niður hundruð steintrappa, eftir
vegslóðum og einstigi.“ Daginn
eftir að komið var til Pokhara
hjólaði hópurinn inn í frumskóg
rétt utan við bæinn í miklum hita
og raka.
Næst var flogið upp í fjöllin í
Mustang-héraði. „Við lentum í
litlu þorpi sem heitir Jomsom.
Þaðan hjóluðum við milli fjalla-
skála og gistum í Kagbeni, Tinig-
haon og Kalopani. Við vorum
tvær til þrjár nætur á hverjum
stað sem var frábært.“ Ferðin var
skipulögð af frönskum leiðsögu-
manni, Tangi, sem flutti til Nepal
fyrir 15 árum. „Hann starfar sem
leiðsögumaður í nokkra mánuði á
ári og nýtir svo frítímann í að leita
að nýjum slóðum og hugmyndum
fyrir næsta tímabil. Sjálfur fylgdi
hann hópnum eftir alla daga en
auk hans voru þrír nepalskir leið-
sögumenn með í för auk bílstjóra.
„Þau voru öll frábær og sáu um
allt viðhald á hjólunum okkar og
stjönuðu algjörlega við okkur.“
Heiðu kom á óvart hversu mjög
slóðarnir sem þau hjóluðu eftir
voru fyrir utan alfaraleið. „Við
hittum lítið af öðrum ferða-
mönnum þrátt fyrir að vera
mjög nálægt vinsælli gönguleið í
kringum Annapurna.“
Ferðin tók fjórtán daga í heild
og var að stærstum hluta skipu-
lögð sem hjólaferð. Þó gátu
ferðalangarnir gert ýmislegt
annað. „Við héldum til dæmis
mót í félagsvist. Í Katmandú og
Pokhara kíktum við í búðir og í
Pokhara fórum við í svifvængja-
flug og sumir fóru í þyrluferð yfir
Everest.“
Fjölbreyttir dagar
Heiða segir ferðina í heild hafa
verið mjög vel skipulagða. Dags-
túrarnir voru mislangir og fjöl-
breyttir. „Dagarnir byrjuðu á stað-
góðum morgunverði, hafragraut,
kaffi og eggjahræru. Svo var farið
í það að sterílísera vatnið, bæta í
það söltum og raða í bakpokann
fyrir daginn. Hjóladagarnir voru
yfirleitt um sex tímar, með tölu-
verðu klifri. Lengsti dagurinn
var um átta tímar en þá fórum
við upp í 4.200 metra hæð. Það
var alveg magnað að vera komin
þangað upp en enn voru 3.000
metrar í hæstu tinda í kring. Eftir
hjóladaginn var kannski skálað
í einum köldum og deginum svo
lokað með þjóðarrétti Nepala, dal
bhat, sem er hrísgrjónaréttur.“
Gott að líta inn á við
Heiða mælir klárlega með ferða-
lagi á framandi slóðir. „Það
fær mann til þess að líta inn á
við, núllstilla sig og njóta. Ekki
skemmdi fyrir að ferðast um á
hjóli. Maður fer svo passlega hratt
yfir. Það gat tekið á að koma sér
upp brekkurnar en niðurferðin
bætti það alveg upp.“
Heiða segir slóðana oft hafa
verið tæknilega og að oft hafi hún
verið á bremsunni enda nokkuð
langt í hjálp ef eitthvað kom upp
á. „Ferðin gekk nokkuð áfalla-
laust fyrir sig, það voru aðallega
einstaka varahlutir í hjólunum
sem gáfu sig en ekkert sem ekki
var hægt að redda á staðnum.
Það sem toppaði ferðina var hvað
hópurinn var góður og sam-
stilltur.“
Hópurinn samanstóð af fimm-
tán manns sem tengdust með
ýmsum hætti og höfðu stundað
almenna útivist og fjallahjólreiðar
í einhvern tíma. „Þetta var pass-
lega stór hópur og við höfðum tök
á að skipta okkur upp eftir formi.
Fólk flakkaði svo á milli hópa eftir
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHEILSA
2
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-4
9
4
4
2
1
E
C
-4
8
0
8
2
1
E
C
-4
6
C
C
2
1
E
C
-4
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K