Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 42

Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 42
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid. is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn- hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Starfsemi Listvinafélags Hallgrímskirkju stendur með miklum blóma en nýtt starfsár hófst í byrjun desember. Félagið stendur fyrir um 60 fjöl- breyttum viðburðum á ári að sögn Ingu Rósar Ingólfsdóttur, verkefna- og framkvæmdastjóra félagsins, en það hefur frá upphafi lagt áherslu á fjölbreytni og nýsköpun í kirkju- listum, sérstaklega í tónlist og myndlist. Á morgun, sunnudag, og gaml- árs dag stendur Listvinafélagið fyrir sínum sívinsælu áramótatónleik- um sem nefnast Hátíðarhljómar við áramót en þeir eru haldnir í 26. sinn nú í ár. „Að þessu sinni eru það trompetleikararnir Baldvin Oddsson, sem kemur frá New York, og Jóhann Nardeau, sem er búsettur í París, sem færa okkur hátíðarstemningu áramótanna í samleik við Klais-orgelið ásamt Birni Steinari Sólbergssyni organ- ista. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir leika saman á Hátíðarhljómum við áramót en Baldvin lék þar í fyrsta sinn í fyrra,“ segir Inga Rós. Glæsileg efnisskrá Hún segir þá félaga bjóða upp á glæsilega efnisskrá með frægum og hátíðlegum verkum. „Þar má nefna til dæmis Eurovision-lagið eftir Charpentier og einnig verður frumflutt ný útsetning af Adagio eftir Albinoni sem Jóhann Nard eau gerði af þessu tilefni. Einnig leika þeir verk eftir Clarke, Franc escini, Manfredini, Torelli og J.S. Bach.“ Inga Rós segir Jóhann Nardeau leika nú í fyrsta sinn á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju en hann er kominn af mikilli tónlistarfjölskyldu, sonur flautu- leikarahjónanna Guðrúnar Sigríðar Birgisdóttur og Martial Nardeau. „Baldvin Oddsson hefur nokkrum sinnum komið fram með Klais-orgelinu og lék meðal annars á Hátíðarhljómum við áramót í fyrra. Eins og Jóhann kemur hann úr þekktri tónlistarfjölskyldu en hann er sonur Odds Björnssonar básúnuleikara. Báðir hafa þeir hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir trompetleik sinn og er Baldvin menntaður í Chicago og New York þar sem hann útskrifaðist 2016 frá Manhattan School of Music. Jóhann lærði hins vegar í París og starfar með ýmsum tónlistar- hópum þar ásamt því að kenna trompetleik.“ Líka hugsað um börnin Meðal fleiri viðburða á starfsárinu má nefna orgeltónleikaröðina Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgríms- kirkju 2019 með fernum tón- leikum á viku þar sem fjöldi heimsfrægra konsertorganista leikur á tvennum tónleikum allar helgar í tvo mánuði yfir sumarið og íslenskir organistar halda hádegistónleika á fimmtu- dögum. „Kammerkór kirkjunnar, Schola cantorum, syngur einnig hádegistónleika á miðvikudögum frá júní til loka ágúst og njóta allir þessir tónleikar mikilla vinsælda. Listvinafélagið skipuleggur auk þess fjölda annarra viðburða yfir árið meðal annars í samstarfi við Mótettukórinn og Schola cant- orum og tekur á móti tveimur erlendum gestakórum frá Bret- landi, barokksveit frá Árósum og erlendri söngstjörnu frá Litháen á þessu starfsári.“ Listvinafélagið hefur ávallt staðið fyrir ýmsum viðburðum fyrir börn og langar að efla þann þátt enn meira en á skírdag verður Söngvahátíð barnanna haldin í kirkjunni og þar koma um 100 börn af höfuðborgarsvæðinu fram með hljómsveit og syngja kirkjuleg lög úr ýmsum áttum við undirleik hljómsveitar.“ Trompetleikararnir Baldvin Oddsson og Jóhann Nardeau æfa sig fyrir tónleikana ásamt Birni Steinari Sólbergssyni organista. MYND/SIGTRYGGUR ARI Listvinafélagið stendur fyrir fjölmörgum glæsilegum viðburðum og nýsköpun í listum. MYNDIR/LISTVINAFÉLAGIÐ Vinsælir viðburðir Listvinafélagið er bakhjarl Kirkjulistahátíðar sem haldin verður í fimmtánda skiptið dagana 1.-10. júní 2019 með fjöl- mörgum glæsilegum viðburðum og nýsköpun í listum en þar verður meðal annars stórvirkið Myst- erium eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt, en það er samið fyrir tvo kóra, hljómsveit, fjóra einsöngvara og orgel. „Auk þess munu meðal annars myndlistarmaðurinn Finn- bogi Pétursson og listamaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson sýna samstarfsverkefni, alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju kemur fram og kammerhópurinn Umbra ásamt ýmsum öðrum.“ Sálmafoss á Menningarnótt er orðinn árviss viðburður og streyma þúsundir gesta inn og út úr kirkjunni á sex stunda langri og metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélagið skipuleggur á Menningarnótt og nýtur mikilla vinsælda. Allir velkomnir í hópinn Félagar í Listvinafélagi Hallgríms- kirkju eru á fimmta hundrað og eru þeir mikilvægur grunnur að öflugu starfi félagsins. Aðalstyrktaraðili Listvinafélagsins er Hallgríms- söfnuður og einnig nýtur félagið styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði menntamálaráðu- neytisins og fleirum auk framlags fjölda sjálfboðaliða sem vinna ómetanlegt starf, segir Inga Rós. „Allir eru velkomnir að bætast í hóp listvina óháð búsetu og veitir hóflegt árgjald helmingsafslátt af miðaverði á tónleika félagsins auk þess sem allir orgeltónleikar eru ókeypis fyrir listvini.“ Sjá nánar heimasíðu Listvinafélags- ins, listvinafelag.is, þar sem einnig er hægt að skrá sig í félagið. Boðið verður upp á glæsi- lega efnisskrá með frægum og hátíð- legum verkum á morgun og gamlársdag. MYND/SIGTRYGGUR ARI Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -4 4 5 4 2 1 E C -4 3 1 8 2 1 E C -4 1 D C 2 1 E C -4 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.