Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2018, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 29.12.2018, Qupperneq 62
Um leið bætir jóga svefn og vellíðan, eykur jákvæðari hugsun, minnkar streitu, spennu og reiði, dregur úr bólg- um og minnkar streitu- hormónið kortisól. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Edith Gunnarsdóttir, meistara-nemi í geðheilbrigði við Háskólann á Akureyri, vinnur nú að rannsókn í tengslum við meistaraverkefni sitt um áhrif jóga á þunglyndi, kvíða og streitu. Slík rannsókn hefur aldrei verið gerð hér á landi heldur einungis saman- tektir um jóga og áhrif þess, segir hún. „Í dag er streita ein af helstu ástæðum þess að einstaklingar leita sér læknisþjónustu auk þess sem kulnun í starfi verður sífellt algengari. Ómeðhöndluð streita getur leitt til alvarlegri sjúkdóma eins og kvíða og þunglyndis og því er mikilvægt að meðhöndla hana sem fyrst. Ég hef sjálf lent í kulnun í starfi og tala því af eigin reynslu. Sjálf upplifði ég margar jákvæðar breytingar fyrir nokkrum árum eftir að ég fór að stunda jóga og jóga nidra sem er jógískur svefn. Ég hef líka gegnum tíðina séð jákvæðar breytingar hjá einstakl- ingum sem hafa sótt námskeið hjá mér en ég er með kennararéttindi í bæði jóga og jóga nidra og hef kennt mörg námskeið sem tengjast kvíða, streitu og vellíðan. Það kom því í raun eiginlega ekkert annað til greina en að gera rannsókn á áhrifum jóga í meistaraverkefni mínu.“ Edith hefur lengi haft áhuga á mannlegri hegðun og vellíðan. „Ég hef margra ára reynslu af 12 spora Jóga gegn kvíða og streitu „Sjálf upplifði ég margar jákvæðar breytingar fyrir nokkrum árum eftir að ég fór að stunda jóga og jóga nidra sem er jógískur svefn,“ segir Edith Gunnarsdóttir, meistaranemi í geðheilbrigði við Háskólann á Akureyri. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þeir einstaklingar sem þjást af streitu og lenda í kulnun í starfi upplifa margir já- kvæðar breyting- ar við að stunda jóga. Nú vinnur meistaranemi í geðheilbrigði að fyrstu íslensku rannsókninni um áhrif jóga á þung- lyndi, kvíða og streitu. vinnu og hef unnið sjálfboðastarf í Kvennafangelsinu og á geðdeild Landspítalans á meðan ég var í námi en ég lauk B.Sc. í sálfræði árið 2014.“ Ýmsar góðar afleiðingar Margar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á áhrifum jóga á hina ýmsu kvilla, segir Edith. Hún segir þær sýna jákvæðar niður- stöður um áhrif jóga sem íhlutunar í meðferðarúrræði gegn þunglyndi, kvíða og streitu. „Oft geta ein- staklingar lent í því að finna fyrir einkennum þunglyndis og kvíða þrátt fyrir lyfjatöku. Jóga getur dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða, hvort sem einstaklingar eru á lyfjum eða ekki. Um leið bætir jóga svefn og vellíðan, eykur jákvæðari hugsun, minnkar streitu, spennu og reiði, dregur úr bólgum og minnkar streituhormónið kortisól.“ Einnig sýna rannsóknir að jóga nidra hefur jákvæð áhrif á ákveðin svæði í heilanum, segir Edith. „Þær sýna jákvæð áhrif á starfsemi í heilanum sem viðkemur lærdómi, minni, einbeitingu, samhæfingu tauga- og innkirtlakerfis og atferlis- viðbragði við streitu og kvíða.“ Heildrænt kerfi Hún segir jóga hafa góð áhrif á heilsu fólks enda sé um að ræða heildrænt kerfi sem bætir bæði líkamlega og andlega heilsu. „Jóga er ástundun sem hefur það mark- mið að tengja saman líkama, huga og sál. Oft virðist sem rof verði á milli líkama, hugar og sálar sem veldur ójafnvægi í líkamanum sem um leið getur leitt til geðraskana eða annarra sjúkdóma. Margir huga aðeins að líkamanum en gleyma að huga að sálinni eða hug- anum. Á þeim námskeiðum sem ég hef kennt blanda ég saman jóga og jóga nidra. Í jóga nota ég hug- leiðslu-, líkams- og öndunaræfing- ar sem eru sérstaklega til að draga úr þunglyndi, kvíða og streitu. Í hverjum tíma er endað á djúp- slökun sem er kerfisbundin aðferð sem er leidd liggjandi djúpslökun sem hefur mikil og djúpstæð áhrif á líkama, huga og tilfinningar. Þetta er ein öflugasta aðferð í formi slökunar á stysta tímanum og í jóga nidra slakar einstaklingurinn á öllu taugakerfinu sem er frábært fyrir fólk sem er að glíma við mikla streitu eða kvíða.“ Margvíslegur ávinningur Hún segir ávinninginn af því að stunda jóga og jóga nidra vera margvíslegan. „Við getum dregið úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu. Um leið byggjum við sterkara innkirtla-, ónæmis- og taugakerfi, fáum betra jafnvægi og betri meltingu og svefn. Hugsunin verður jákvæðari, orkan verður meiri og við finnum innri frið og hugarró.“ Auk þess er jóga að hennar sögn frábær íhlutun sem meðferðar- úrræði við hinum ýmsu kvillum ásamt almennri heilbrigðisþjón- ustu. „Þar er jóga þægilegur kostur sem hefur engar aukaverkanir og þar sem aðgengi er auðvelt geta flestir stundað einhvers konar jóga. Því má segja að jóga færi okkur vellíðan í amstri dagsins þar sem við náum að dvelja hér og nú en núvitund er lykillinn að hamingjunni.“ Klínískir listar til mælingar Rannsóknarhluti meistaraverkefn- isins verður í formi námskeiðs sem hún stýrir í janúar og ber heitið Leið að betri vellíðan, jóga gegn streitu, kvíða og þunglyndi. „Nám- skeiðið stendur yfir í tíu vikur og kennt verður einu sinni í viku. Þar verða notaðir klínískir listar til að mæla streitu, kvíða og þung- lyndi, fyrir og eftir námskeiðið til að mæla árangur. Ég býð einnig upp á fræðslu, jóga-, hugleiðslu- og öndunaræfingar og í lok hvers tíma verður farið í djúpslökun. Sam- hliða þessu verður heimavinna og aðgangur að lokuðum hópi á Facebook.“ Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9. Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Hefst 10. jan. Sykur/matarfíkn er sjúkdómur og það er til lausn! Meðferð hjá MFM matarfíknimiðstöðinni felur í sér greiningu á vandanum, fræðslu um lausn og prógram sem leiðir til bata! Nýtt líf 30 daga námskeið hefst með helgarnámskeiði laugardaginn 02.02.19. 4 mánaða námskeið fyrir endurkomu- og framhaldsfólk hefst með helgarnámskeiði laugardaginn 09.02.19. Greiningarviðtöl skv. umtali. Allar nánari upplýsingar í síma 568 3868 eða matarfikn@matarfikn.is Opinn kynningarfundur MFM verður haldinn þriðjudaginn 22.01.19 kl. 17 í Síðumúla 33, 108 R. Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. ráðgjafi www.matarfikn.is 18 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHEILSA 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -4 9 4 4 2 1 E C -4 8 0 8 2 1 E C -4 6 C C 2 1 E C -4 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.