Fréttablaðið - 29.12.2018, Síða 84

Fréttablaðið - 29.12.2018, Síða 84
Saga fjölskyldu minnar er efniviður í miklu meira en þessa mynd. Þetta er bara byrjunin,“ segir Garpur Elísabetarson um nýja stuttmynd sína, Frú Reg- ínu. Myndin var sýnd á sérstakri boðssýningu í Bíói Paradís í vikunni en verður á dagskrá RÚV fljótlega á nýju ári. Myndin fjallar um langömmu Garps, Elísabetu Engilráð, sem Krist- björg Kjeld leikur. „Langamma mín lagði á ráðin um að drepa föður minn. Hún var ekki sátt við samband hans við móður mína og hafði miklar áhyggjur af neyslu þeirra beggja og ógæfu sem henni tengdist,“ segir Garpur. Foreldrar Garps eru Elísabet Jök- ulsdóttir skáld og Ingi Bæringsson áfengisráðgjafi. Þau áttu saman Garp og tvíburabróður hans Jökul. Á þeim tíma sem langamma þeirra lagði á ráðin voru þeir bræður ófæddir. „Ég hélt alltaf að þetta væri bara einhver draugasaga. Að langamma mín hefði haft það í hyggju að drepa pabba minn. Svo þegar ég fór að heyra þessa sögu oftar og oftar héðan og þaðan úr fjölskyldunni, og að hún vildi draga bræður mömmu inn í málið, ákvað ég að spyrja nánar út í þetta. Út frá þeim svörum sem ég fékk skrifaði ég söguna og seinna handritið,“ segir Garpur frá. „En auðvitað gerist ekki neitt. Pabbi varð edrú þegar við vorum fjögurra ára gamlir og mamma fáeinum árum seinna. Pabba og langömmu varð þá vel til vina,“ segir Garpur. „Það er óhætt að segja að konur í minni ætt séu nokkuð harðar af sér. Ég þekkti langömmu sem ljúfa konu og það að hún hefði viljað ganga svona langt í von um að bæta líf dótturdóttur sinnar og okkar kom mér á óvart,“ segir hann. Garpur segir líf þeirra bræðra í æsku hafa markast af líðan og heilsu foreldra þeirra. Skólagangan var til að mynda ansi brösug. „Við erum svo litlir þegar það versta er að ganga yfir. Ég man ekki mikið eftir neyslu og áfengi á heimilinu. Ég veit samt alveg í hvaða umhverfi við vorum, við bræður. En við fæðumst svona inn í endann á brjálæðinu öllu saman. Mamma og pabbi skilja og mamma fór í meðferð þegar við vorum níu ára gamlir. Ég tengi ekki endilega áfengi við allt sem gekk á í okkar lífi. Mamma var nefnilega greind með geðhvörf á þessum tíma. Við vissum aldrei að hún væri veik. Það var oft verið að segja það við okkur bræður. En við skildum það ekki. Skildum ekki hvers vegna hún kom sér ekki fram úr rúminu í marga daga. Eða hvers vegna hún hvarf stundum,“ segir Garpur sem segir þá bræður hafa bundist sterkari böndum en ella vegna aðstæðna. Þeir sáu oft um sig sjálfir og þótt það hafi stundum verið erfitt þá vildu þeir fæstu breyta. „Við áttum hvor annan að. Það er það sem ég veit að kom okkur í gegnum þetta þegar ég lít til baka. En svo skiptu margir sér af okkur. Öll okkar ár í Hagaskóla hringdi rit- arinn á skólaskrifstofunni í okkur til að vekja okkur og mæta í skólann. Svo mættum við bara einhvern tím- ann um hádegisbil,“ segir Garpur og hlær. „Við vorum líka mikið í slags- málum, áttum í útistöðum við kenn- ara og jafnvel ryskingum. Ég var oft hjá skólastjóranum. Stundum oft í viku,“ segir hann. Hann segir marga furða sig á því hversu vel þeim bræðrum hafi geng- ið í lífinu þrátt fyrir erfiðleikana. „Já, margir spyrja okkur að þessu, þið drekkið ekki, reykið ekki. Stundið heilbrigt líferni. Hvernig rættist eiginlega úr ykkur? Ég get auðvitað ekki svarað því. En ég hef samt mínar hugmyndir um það. Þótt mamma sé geðveik og pabbi alkóhólisti þá gerðu þau sitt og tókust á við vandamál sín. Við vissum að við vorum elskaðir. Mamma gaf alla sína ást, allan sinn kærleika. Allt sem hún átti, alveg sama hvað hún var lasin. Og þótt við höfum ekki alist upp hjá pabba þá var hann oft til staðar. Hann er einn vitrasti maður sem ég þekki og hefur hjálpað mörgum síðan hann varð edrú. Við gátum leitað til hans. Við bárum ótta- blandna virðingu fyrir honum. Ef ég og bróðir minn höfðum gert eitt- hvað af okkur, þá var okkur sama ef það var hringt í mömmu til að láta hana vita. En annað gilti ef það var hringt í pabba,“ segir Garpur. „Hann öskraði ekki á okkur. Hann lét okkur ræða það sem við höfðum gert. Og það er nú einu sinni þannig að ef maður gerir eitthvað heimsku- legt og þarf að útskýra það fyrir ein- hverjum öðrum, þá kemur maður aldrei vel út úr því,“ segir Garpur og hlær. „Við sögðum stundum við pabba: Nei, plís, pabbi, ekki ræða málin. Ég þoldi þetta ekki. En þetta virkaði. Og nú geri ég það sama fyrir dætur mínar. Ég skamma þær ekki, ég ræði málin,“ segir hann. Garpur segir að þótt heimilisað- stæður þeirra bræðra hafi ekki verið góðar hafi margir í þeirra nærsam- félagi verið þeim góðir. „Það var net fólks í kringum okkur sem vildi hjálpa okkur. Við æfðum íþróttir, eiginlega allar þær sem við kom- umst í. Í kringum þær voru margir sem vildu okkur vel. Við fundum alveg að við vorum ekki einir,“ segir hann frá. Það eru þrjú ár liðin síðan Garpur ákvað að setja verkefnið af stað. „Ég fór á fund með Þórhalli Gunnars- syni hjá Sagafilm og sagði honum þessa sögu. Hann sagði einfaldlega: Garpur, ef þú getur komið þessu í handrit, þá gerum við þetta bara. Ekki spurning. Ég gerði það og lærði mikið af ferlinu. Þegar vinnslan hófst hafði fólk samband við mig og bað um að fá að taka þátt. Fyrir það er ég þakk- látur. Ég er líka þakklátur Krist- björgu Kjeld fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Regínu. Frá því að ég fór að þróa verkefnið kom enginn annar til greina. Ég hringdi í hana og kynnti mig og bauð henni að senda henni handritið í tölvupósti. Hún svaraði: Nei, Garpur. Þú kemur með það,“ segir Garpur og hlær að minningunni. „Hún hringdi svo strax í mig daginn eftir og sagðist vera til og þá fór boltinn að rúlla,“ segir hann. Garpur segir fleiri verkefni í deigl- unni. „Myndin er aðeins sautján mínútur. Það er það sem var erfiðast í þessu ferli. Að skera niður efnið í þessa lengd því sagan er svo stór og mikil. Þetta er ekki bara saga langömmu heldur líka bræðranna, mömmu og okkar. Ég sé fyrir mér að gera meira með það í framtíðinni.“ Þegar langamma vildi drepa pabba „Mamma gaf alla sína ást, allan sinn kærleika. Allt sem hún átti, alveg sama hvað hún var lasin,“ segir Garpur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kristbjörg Kjeld og Garpur við tökur á myndinni. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR Garpur Elísabetar­ son byggir stutt­ mynd sína Frú Regínu á sönnum atburðum í fjöl­ skyldu sinni, þegar langamma hans, Elísabet Engilráð, lagði á ráðin um að drepa föður hans. ÉG ÞEKKTI LANG- ÖMMU SEM LJÚFA KONU OG ÞAÐ AÐ HÚN HEFÐI VILJAÐ GANGA SVONA LANGT Í VON UM AÐ BÆTA LÍF DÓTTUR- DÓTTUR SINNAR OG OKKAR KOM MÉR Á ÓVART. 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E B -F F 3 4 2 1 E B -F D F 8 2 1 E B -F C B C 2 1 E B -F B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.