Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Þorvaldur Gylfason
fjallar um þjóðsöngva, símtöl og
stjórnarskrár. 17
SPORT Liverpool
getur náð níu stiga
forskoti á
Manchester
City í kvöld
þegar liðin
mætast. 20
MENNING Dásamlega djöfullegar
vélanir og djarft leikhús í Rík-
harði III. 28
LÍFIÐ Einn besti, ef ekki besti
ökuþór allra tíma, Michael
Schumacher, er fimmtugur í dag.
Fjölskylda hans ætlar að halda
upp á afmælið og sigra hans. 36
PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD
ÚTSALA
Drottningin, ráðamenn og öll danska þjóðin vöknuðu upp við vondan draum snemma í gærmorgun þegar mannskætt lestarslys varð á Stórabeltisbrúnni. Sex létu lífið og minnst sextán
slösuðust þegar brak úr flutningalest fauk á aðvífandi farþegalest með 131 farþega um borð. Veður var slæmt í Danmörku en rannsókn er hafin á slysinu. Sjá síðu 10 FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
www.hekla.is/kjarakaup
KJARAKAUP 5.155.000 kr.
Volkswagen Tiguan
Offroad 1.4 TSI / 4x4 / Bensín / Sjálfskiptur / Dráttarkrókur
Fullt verð: 5.955.000 kr.
Afsláttur
800.000 kr.
KJARAKAUP
HEILBRIGÐISMÁL Vannæring, ein-
manaleiki og depurð, lágar tekjur
og lítil matarinntaka einkenna
þann hóp sjúklinga hér á landi sem
útskrifast af öldrunardeild Land-
spítala og býr heima. Þetta sýna
niðurstöður rannsóknar Berglindar
Soffíu Blöndal, doktorsnema í nær-
ingarfræði við matvæla- og nær-
ingarfræðideild Háskóla Íslands,
um næringarástand aldraðra eftir
úrskrift af öldrunardeild.
„Þetta er alveg svakalegt. Það var
um það bil kíló á viku sem fólk var
að missa að meðaltali hjá þessum
hóp sem ég skoðaði, sumir aðeins
minna og sumir aðeins meira,“ segir
Berglind sem fylgdi 13 einstakling-
um eftir í nokkrar vikur eftir útskrift
af öldrunardeild.
„Við sjáum þetta líka í öllum
rannsóknum erlendis, fólk kemur
kannski vannært inn á spítalann en
dvölin þar er svo stutt að það gefst
ekki tími til næra það almennilega
upp og svo fer fólkið heim og heldur
áfram að versna.“
Berglind segir þetta fjölþættan
vanda en skortur á hjúkrunarrým-
um og þrýstingur á spítalann alls
staðar frá að útskrifa fólk sem fyrst
valdi því meðal annars að ekki tekst
að leysa hann.
„Þegar fólkið er inni á spítalanum
fær það nægilegt magn að borða og í
rauninni ofboðslega vel passað upp
á það. Það eru flestir komnir á orku-
og próteinbætt fæði, þannig að þar
er allt í flottu standi en dvölin á
spítalanum er bara svo stutt og það
tekur langan tíma að vinna upp van-
næringu; miklu lengri tíma en bara
einn til tvo daga.“
Berglind gerir grein fyrir niður-
stöðum rannsóknar sinnar á Líf- og
heilbrigðisvísindaráðstefnunni sem
fer fram í Háskóla Íslands í dag og á
morgun. – aá / sjá síðu 4
Alvarleg vannæring meðal aldraðra
Sjúklingar á aldrinum 77 til 93 ára léttust að meðaltali um kíló á viku fyrstu vikurnar eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rót vandans er skortur á hjúkrunarrýmum, of stutt dvöl á spítala og skortur á eftirfylgni.
Þetta er alveg
svakalegt. Það var
um það bil kíló á viku sem
fólk var að missa.
Berglind Soffía
Blöndal, doktors-
nemi í næringar-
fræði
K J A R A M Á L
Verkalýðs-
félagið VR
hefur feng-
ið nokkur
mál starfs-
m a n n a
WOW air inn
á sín borð vegna
hópuppsagnanna hjá
flugfélaginu í síðasta mánuði. Um er
að ræða fyrrverandi starfsmenn sem
voru í fæðingarorlofi að kanna rétt
sinn.
„Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt
upp þarfa að fylgja rökstuðningur,“
segir Stefán Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri VR, aðspurður um
málin. Þann rökstuðning hafi vantað
frá WOW.
WOW air segir gildar ástæður fyrir
uppsögnunum. – smj / sjá síðu 6
Kanna rétt sinn
eftir uppsögn
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
E
-9
4
D
4
2
1
E
E
-9
3
9
8
2
1
E
E
-9
2
5
C
2
1
E
E
-9
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K