Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 8
Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra
barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu
fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku
barnabókaverðlaunin 2019.
Skilafrestur er til og með 8. febrúar 2019.
Allar upplýsingar á www.forlagid.is
FJÖLMIÐLUN Sveitarfélög á Norður-
landi eystra fá nú bréf frá sjónvarps-
stöðinni N4 á Akureyri þar sem
óskað er eftir fjárframlögum til að
halda úti þáttaröðinni Að norðan
sem fjallar um menningu og mann-
líf á Norðurlandi.
„N4 Sjónvarp nýtur engra opin-
berra styrkja og því er nauðsynlegt
að hver þáttaröð standi undir sér,
sérstaklega þegar um er að ræða
stærri verkefni sem vikulegir þættir
á borð við Að norðan eru,“ segir í
bréfi sem meðal annars var sent til
Langanesbyggðar þar sem sveitar-
stjóranum var falið að grennslast
fyrir um hugmyndir N4.
Í bréfi N4 segir að árlega séu
frumsýndir um fimmtíu þættir með
um 200 innslögum úr heimsóknum
í öll sveitarfélög á Norðurlandi.
Áður hefur komið fram að N4 legg-
ur áherslu á að gefa jákvæða mynd
af því efni sem fjallað er um. „Án
fjárhagslegrar aðkomu þeirra sem
um er rætt er mjög flókið að láta
dæmið ganga upp. Sveitarfélögin
á Norðurlandi vestra hafa lengi
komið að þessu verkefni og munu
gera áfram. Sömu sögu er að segja
af sveitarfélögum á Vesturlandi
og Austurlandi með sambærilega
þætti. En aðra sögu er því miður að
segja um sveitarfélög á Norðurlandi
eystra.“
N4 vísar í niðurstöður könn-
unar og árangursmats sem Samtök
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
létu gera vegna samstarfs við N4 um
sjónvarps- og kynningarefni. Þar
komi fram að allir teldu að umfjöll-
un stöðvarinnar hefði haft „mjög
jákvæð“ eða „frekar jákvæð“ áhrif.
„Það er mat okkar að til þess að
hægt sé að halda áfram þáttaröðinni
„Að norðan“ á N4 með þeim hætti
sem gert hefur verið síðustu ár, þurfi
sveitarfélögin á Norðurlandi eystra,
einnig að koma að borðinu. Hagur-
inn er allra,“ segir í bréfinu sem
undirritað er af Maríu Björk Ingva-
dóttur, framkvæmdastjóra N4. – gar
N4 biður enn um styrki frá sveitarfélögum til að gera jákvæða þætti
H E I LBRI G ÐISMÁL „Ábendingar
Læknafélagsins snúa að hluta til að
því sem félagið saknar í umfjöllun-
inni. En eins og alltaf verður einhvers
staðar að takmarka sig en það er full
ástæða til að taka tillit til sumra af
þeim ábendingum sem fram koma,“
segir Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra um athugasemdir
Læknafélags Íslands við drög að heil-
brigðisstefnu til ársins 2030.
Hún segir það verkefni heil-
brigðisyfirvalda að halda jafnvægi í
svona texta. Einblína þurfi á það að
kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna
sjúklingum.
Drögin voru sett inn í samráðsgátt
stjórnvalda og rann umsagnarfrestur
út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27
umsagnir um drögin og segir Svan-
dís að vinnan undanfarna daga
hafi gengið út á að fara yfir þessar
umsagnir og taka tillit til þeirra eftir
því sem við á. Þar sé að finna margar
gagnlegar ábendingar og málið sé í
miðju ferli.
„Næsta skref er svo að útbúa þings-
ályktunartillögu til Alþingis sem er
þá í rauninni heilbrigðisstefna til
ársins 2030. Þá fer málið í hendur
þingsins og þá opnast umsagnar-
ferli að nýju um það skjal. Við von-
umst til að þingsályktunartillagan
líti dagsins ljós ekki síðar en í mars
eins og kemur fram í þingmálaskrá,“
segir Svandís.
Reynir Arngrímsson, formaður
Læknafélags Íslands skrifaði grein
sem birtist í Fréttablaðinu í gær
þar sem hann fer yfir athugasemdir
félagsins. Þar segir að þótt margt
jákvætt komi fram í stefnunni þurfi
málið frekari umfjöllunar við.
Meðal þeirra þátta sem Læknafé-
lag Íslands nefnir í umsögn sinni er
að samráð við hagsmunaaðila hefði
mátt vera viðameira og ítarlegra.
Svandís bendir á að fundir hafi verið
haldnir með ýmsum aðilum eins og
heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi
Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur,
Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM.
„Svo var auðvitað fjallað um stefn-
una á heilbrigðisþingi þar sem allir
gátu skráð sig og Læknafélag Íslands
gerði. Það má því segja að Læknafé-
lagið hafi komið alloft að umfjöllun-
inni nú þegar,“ segir Svandís.
Reynir nefnir einnig í grein sinni
að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis
að öll þjónusta innan kerfisins sem
greidd er af opinberum aðilum skuli
byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá
leggur Læknafélagið til að sett verði
inn markmið um stofnun heildar-
sjúklingasamtaka sem hafi tryggan,
faglegan og rekstrarlegan grunn
en skortur á ákvæðum um réttindi
sjúklinga er gagnrýndur.
„Í drögunum er ekkert ákvæði um
réttindi sjúklinga og sjúklingarétt.
Hvergi er vikið að umboðsmanni
sjúklinga og ekki er fjallað um sjúkl-
ingasamtök,“ segir í grein Reynis.
Þá bendir Félag íslenskra heimilis-
lækna í sinni umsögn á nauðsyn þess
að fjölga heimilislæknum en áherslu
á mikilvægi uppbyggingar heilsu-
gæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir
segir drögin metnaðarfullt skjal en
hins vegar vanti að mestu nokkur
mikilvæg atriði sem snúa að vörnum
og viðbrögðum við alvarlegum smit-
sjúkdómum. sighvatur@frettabladid.is
Segir fulla ástæðu til að taka
tillit til sumra ábendinganna
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum
Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir
tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í marsmánuði.
Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Það má því segja að
Læknafélagið hafi
komið alloft að umfjöllun-
inni nú þegar.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra
LÖGREGLUMÁL Maður var hand-
tekinn í Kópavogi í aðfaranótt mið-
vikudags í kjölfar umferðaróhapps.
Hann er grunaður um að hafa ekið
undir áhrifum. Athygli vegfaranda
vakti að skömmu eftir óhappið hófu
dúfur að flögra út úr bílnum.
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Kópavogi, staðfestir í
samtali við Fréttablaðið að dúfur
hafi verið á vettvangi, en samkvæmt
henni hafði bílnum verið ekið á
umferðarmerki.
Sjónarvottur sem hafði samband
við Fréttablaðið segir að bíllinn hafi
virst gjörónýtur eftir áreksturinn,
hann hafi tekið niður tvo staura
áður en hann nam staðar. Þá hafi
ökumaðurinn virst illa til reika og
reynt að flýja vettvang. Honum varð
ekki kápan úr því klæðinu.
Þóra segir að lögregla hafi haft
hendur í hári mannsins og að hann
sé grunaður um ölvun við akstur.
Hún staðfestir að í bílnum hafi verið
búr og að þar hafi verið ummerki
eftir fugla, auk þess sem dúfur hafi
verið á vettvangi þegar lögreglu bar
að garði.
Þóra tekur fram að dúfunum hafi
ekki virst hafa orðið meint
af, frekar en ökumann-
inum sjálfum. – bg
Fullur og með
dúfur í skottinu
3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
E
-B
C
5
4
2
1
E
E
-B
B
1
8
2
1
E
E
-B
9
D
C
2
1
E
E
-B
8
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K