Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 6
Fögnum með
KIM LEINE
Útgáfuhátíð
í Lækjargötuhúsinu á Árbæjarsafni
fimmtudagskvöldið 3. jan. kl. 20.00
Rautt, hvítt og bílstjóradrykkir.
Höfundur áritar og les úr bók sinni
Rauður maður, svartur maður
sem segir frá landnámi Dana á Grænlandi
og kristniboðanum Hans Egede.
Bókin hefur hlotið einróma lof og sex stjörnur
hjá dönskum gagnrýnendum.
Fyrri bækur Kim Leine,
Spámennirnir í Botnleysufirði og Kalak
hafa hlotið afburða góðar viðtökur íslenskra
lesenda og nú er komið að meistaraverkinu
Rauður maður, svartur maður.
Sæmundur
KJARAMÁL Verkalýðsfélagið VR
hefur undanfarið fengið nokkur
mál starfsmanna WOW air inn á
sín borð vegna hópuppsagnanna
hjá flugfélaginu í síðasta mánuði.
Málin eiga það sameiginlegt að þar
eru starfsmenn í fæðingarorlofi að
kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri
VR segir almennt ólöglegt að segja
fólki upp í fæðingarorlofi nema
gildar ástæður séu gefnar í skrifleg-
um rökstuðningi. Þann rökstuðning
hafi vantað frá WOW.
„Það hafa nokkrir leitað til okkar
sem svo var ástatt um og það er
verið að kalla eftir rökstuðningi
fyrir uppsögninni. Þegar fólki í
fæðingarorlofi er sagt upp þarf að
fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán
Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri
VR, aðspurður um málin.
Hann vísar til 30. greinar laga
um fæðingarorlof þar sem segir að
óheimilt sé að segja starfsmanni
upp störfum vegna þessa að hann
hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku
fæðingar- eða foreldraorlofs eða er
í fæðingar- eða foreldraorlofi nema
gildar ástæður séu fyrir hendi og
skal þá skriflegur rökstuðningur
fylgja uppsögninni. Sama gildir
um uppsagnir þungaðra kvenna og
kvenna sem nýlega hafa alið barn.
„Meginreglan er sú að það er
bannað að segja fólki upp í fæð-
ingarorlofi. Það er meginreglan, en
það er heimilt ef gildar ástæður eru
fyrir hendi eins og lögin segja, þá
þarf þennan skriflega rökstuðning.
Það er verið að kalla eftir honum og
bíða.“
Fólki í fæðingarorlofi
sagt upp og VR vill svör
Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttar-
stöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi
skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör.
Skúli Mogensen neyddist til að segja upp rúmlega hundrað starfsmönnum
WOW air í desember. Hluti þeirra hefur leitað til VR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Það hafa nokkrir
leitað til okkar sem
svo var ástatt fyrir og það er
verið að kalla eftir rökstuðn-
ingi fyrir upp-
sögninni.
Stefán Svein-
björnsson,
framkvæmda-
stjóri VR
Þann 13. desember síðastliðinn
greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því
að yfirvofandi væru stórfelldar upp-
sagnir og uppstokkun hjá WOW
air. Svo fór að síðar þann dag til-
kynnti félagið að 111 fastráðnum
starfsmönnum hefði verið sagt upp
og að samningar við verktaka og
tímabundna starfsmenn yrðu ekki
endurnýjaðir. Þá var fækkað veru-
lega í flugvélaflota félagsins.
„WOW air telur gildar ástæður
vera fyrir þeim uppsögnum sem
félagið fór í í desember og er í
góðum samskiptum við stéttarfélög
vegna uppsagnanna,“ segir í skrif-
legu svari WOW air við fyrirspurn
Fréttablaðsins vegna málsins.
mikael@frettabladid.is
KJARAMÁL „Ég ber þá von í brjósti
að stéttarfélögin innan Starfsgreina-
sambandsins muni öll vísa núna
fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir
og það gerist ekkert. Framsýn mun
aldrei sætta sig við að sitja við eitt-
hvert eldhúsborð og drekka kaffi.
Við viljum vera við sjálft samninga-
borðið,“ segir Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Framsýnar á Húsavík.
Samþykkt var á fjölmennum
fundi félagsmanna fyrir helgi að
veita Aðalsteini umboð til þess að
draga samningsumboðið til baka
frá SGS komist ekki skriður á kjara-
viðræður nú í byrjun janúar eða
SGS verði ekki þegar búið að vísa
deilunni til ríkissáttasemjara.
„Þetta mun skýrast á fyrstu tveim-
ur vikum ársins. Við ætlum að gefa
þessu þann tíma vegna þess að það
er búið að setja upp stífa dagskrá og
svo sjáum við hvernig staðan verður
þá. Það er samt alveg ljóst að Fram-
sýn er í startholunum með þetta.“
Aðalsteinn segir að draumur
Framsýnar hafi orðið að veruleika
þegar ljóst varð að Starfsgreinasam-
bandið færi fram sem ein heild. „Við
börðumst mikið fyrir því en síðan
kemur á daginn að innan okkar
raða eru aðilar sem eru herskárri
en aðrir. Það vildu sjö félög vísa
til ríkis sáttasemjara fyrir jól til að
reyna að fá verkstjórn á þetta og láta
þetta ganga. Því miður brást það.“
Hann segist ekki vera svartsýnn
á framhaldið þótt leiðir hafi skilið
milli aðila innan SGS en Efling og
Verkalýðsfélag Akraness drógu sig
út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa
tekið upp samstarf við VR.
„Ég fagna harðari verkalýðsbar-
áttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk
er svona illa statt í dag er sú að það
hefur vantað meiri hörku í íslenska
verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á
því að ef SGS vísar núna um miðjan
mánuðinn þá muni þessir aðilar
vinna mjög náið saman í sérmálum
og öðrum sem tengjast ekki beint
launaliðnum.“ – sar
Næstu skref Framsýnar í kjaramálum
skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins
Framsýn er enn með í samfloti félaga
innan SGS. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
SKATTAMÁL Öryrkjabandalag Íslands
segir að Tryggingastofnun fari ekki
að lögum sem gengu í gildi um ára-
mótin. Þetta kemur fram á vefsíðu
bandalagsins. Afleiðingarnar séu
neikvæðar fyrir marga lífeyrisþega.
Á vefnum segir að lög um sam-
kvæmt eigi upp bæt ur vegna rekst-
urs bifreiðar og upp bæt ur á líf eyri
að vera und anþegn ar skatt skyldu frá
og með 1. janú ar á þessu ári. „Ljóst er
að þetta hef ur áhrif á fjölda manns og
skerðir af komu þeirra í þess um fyrsta
mánuði árs ins.“
Vísað er í svar Tryggingastofn-
unar við fyrirspurn Öryrkjabanda-
lagsins. Þar hafi stofnunin haldið
því fram að hún hafi ekki vitað af
skattabreytingunni fyrr en rétt fyrir
jól. „Við þurfum að gera breytingar á
greiðslukerfi okkar. Það náðist ekki
að breyta greiðslum fyrir 1. janúar,“
er haft eftir Tryggingastofnun.
Stofnunin muni ekki framfylgja
lögunum um skattleysi þessara upp-
bóta fyrr en í febrúar. „Þetta er vægast
sagt undarleg – satt að segja ótrúleg
– stjórnsýsla.“
Fullyrt er að Tryggingastofnun hafi
vitað af lagabreytingunni, sem sam-
þykkt var á Alþingi 7. desember, með
góðum fyrirvara. Stofnunin hafi verið
á meðal þeirra sem hafi verið boðið
að veita umsögn á meðan málið var
til umfjöllunar á Alþingi. „Það er
ekki eins og TR hafi skort tíma til að
framkvæma lögin og það stenst enga
skoðun að þetta hafi komið Trygg-
ingastofnun á óvart.“ – bg
ÖBÍ furðar sig á stjórnsýslu TR
Tryggingastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
E
-C
1
4
4
2
1
E
E
-C
0
0
8
2
1
E
E
-B
E
C
C
2
1
E
E
-B
D
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K