Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Sunnan- og suðvestanátt, 13-23 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Hægari vindur austan til á landinu, lengst af suðvestan 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum og hiti 4 til 10 stig, en þurrt norðaustan- og austanlands. SJÁ SÍÐU 24 BRIDS SKÓLINN BYRJENDUR (stig 1) 21. jan. 8 mánudagar frá 20-23 ÚRSPILIÐ (stig 3) 23. jan. 8 miðvikudagar frá 20-23 • STIG 1 Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Ekkert mál að koma ein/einn. • STIG 3 Spilamennska sagnhafa er í forgrunni á þessu nám - skeiði, áætlanagerð og tæknibrellur. Hentar breiðum hópi spilara og hægt að mæta án makkers. • Staður . . . Síðumúli 37 í Reykjavík • Sjá nánar á . . . bridge.is • Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Tónskáld fær Bjartsýnisverðlaunin RUSL „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorp- inu eins og sorpi almennt.  „Það er náttúrlega búin að vera gríðar- leg  aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönd- uðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokk- inn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó  alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslu- stöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðli- lega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ gar@frettabladid.is Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónot- aðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrar- stjóri endur- vinnslustöðva hjá Sorpu HEILBRIGÐISMÁL Kólesterólmagn í blóði rúmlega 25 þúsund Dana jókst að meðaltali um 20 prósent um jólin samanborið við kólesterólmagnið að sumarlagi. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar danskra vísindamanna. Magn kólesteróls í blóði þátttakenda var mælt reglulega í heilt ár. Feitur matur og sætindi hafa greinilega áhrif, að mati vísindamannanna. Rannsóknin leiddi hins vegar ekki í ljós samhengi milli aukins kólester- óls um jól og fleiri blóðtappa í janú- ar. Ástæðan er talin vera sú að tíma- bundin aukning kólesteróls er ekki sögð hafa áhrif. Það geri hins vegar aukning kólesteróls til langs tíma. Því sé  mikilvægt að borða hollan mat, hreyfa sig og sleppa reykingum á öðrum tímum ársins. – ibs Kólesterólmagn jókst um 20% Hátíðarsteikur og sætindi auka kólesterólmagnið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖ G REG LUMÁL Full trúar lög- reglunnar á Suður landi ræddu í gær við öku mann bif reiðarinnar sem fór út af brúnni yfir Núps vötn á Skeiðar ársandi 27. desember með þeim af leiðingum að þrennt lést, tvær konur og kornungt barn. Bræðurnir tveir, sem eru breskir en af indverskum uppruna, og börn- in sem lentu í slysinu og flutt voru á bráða mót töku eru öll á bata vegi að því er fram kemur í til kynningu lög- reglu. Þá er við búið að þau haldi til síns heima þegar heilsa leyfir. Þá fór fram réttar krufning á líkum hinna látnu í gær. Rann sókn málsins mun taka nokkurn tíma að sögn lög reglu. Vegriðið sem bíllinn fór í gegnum uppfyllir ekki nýjustu staðla og því hefur hámarkshraði á brúnni verið lækkaður í 50 km. – khn Búið að ræða við bræðurna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Daníel Bjarnasyni, tónlistarmanni og hljómsveitarstjóra, Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2018 og eina milljón króna í verðlaunafé. Daníel hefur unnið með sinfóníuhljómsveitum víða um heim, en á síðasta ári voru tvö verk eftir hann frumflutt, Brothers og fiðlukonsert. Hann semur tónlistina í leiksýningunni Ríkharði III í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E E -9 9 C 4 2 1 E E -9 8 8 8 2 1 E E -9 7 4 C 2 1 E E -9 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.