Fréttablaðið

Date
  • previous monthJanuary 2019next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 03.01.2019, Page 2

Fréttablaðið - 03.01.2019, Page 2
Veður Sunnan- og suðvestanátt, 13-23 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Hægari vindur austan til á landinu, lengst af suðvestan 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum og hiti 4 til 10 stig, en þurrt norðaustan- og austanlands. SJÁ SÍÐU 24 BRIDS SKÓLINN BYRJENDUR (stig 1) 21. jan. 8 mánudagar frá 20-23 ÚRSPILIÐ (stig 3) 23. jan. 8 miðvikudagar frá 20-23 • STIG 1 Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Ekkert mál að koma ein/einn. • STIG 3 Spilamennska sagnhafa er í forgrunni á þessu nám - skeiði, áætlanagerð og tæknibrellur. Hentar breiðum hópi spilara og hægt að mæta án makkers. • Staður . . . Síðumúli 37 í Reykjavík • Sjá nánar á . . . bridge.is • Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Tónskáld fær Bjartsýnisverðlaunin RUSL „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorp- inu eins og sorpi almennt.  „Það er náttúrlega búin að vera gríðar- leg  aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönd- uðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokk- inn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó  alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslu- stöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðli- lega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ gar@frettabladid.is Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónot- aðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrar- stjóri endur- vinnslustöðva hjá Sorpu HEILBRIGÐISMÁL Kólesterólmagn í blóði rúmlega 25 þúsund Dana jókst að meðaltali um 20 prósent um jólin samanborið við kólesterólmagnið að sumarlagi. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar danskra vísindamanna. Magn kólesteróls í blóði þátttakenda var mælt reglulega í heilt ár. Feitur matur og sætindi hafa greinilega áhrif, að mati vísindamannanna. Rannsóknin leiddi hins vegar ekki í ljós samhengi milli aukins kólester- óls um jól og fleiri blóðtappa í janú- ar. Ástæðan er talin vera sú að tíma- bundin aukning kólesteróls er ekki sögð hafa áhrif. Það geri hins vegar aukning kólesteróls til langs tíma. Því sé  mikilvægt að borða hollan mat, hreyfa sig og sleppa reykingum á öðrum tímum ársins. – ibs Kólesterólmagn jókst um 20% Hátíðarsteikur og sætindi auka kólesterólmagnið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖ G REG LUMÁL Full trúar lög- reglunnar á Suður landi ræddu í gær við öku mann bif reiðarinnar sem fór út af brúnni yfir Núps vötn á Skeiðar ársandi 27. desember með þeim af leiðingum að þrennt lést, tvær konur og kornungt barn. Bræðurnir tveir, sem eru breskir en af indverskum uppruna, og börn- in sem lentu í slysinu og flutt voru á bráða mót töku eru öll á bata vegi að því er fram kemur í til kynningu lög- reglu. Þá er við búið að þau haldi til síns heima þegar heilsa leyfir. Þá fór fram réttar krufning á líkum hinna látnu í gær. Rann sókn málsins mun taka nokkurn tíma að sögn lög reglu. Vegriðið sem bíllinn fór í gegnum uppfyllir ekki nýjustu staðla og því hefur hámarkshraði á brúnni verið lækkaður í 50 km. – khn Búið að ræða við bræðurna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Daníel Bjarnasyni, tónlistarmanni og hljómsveitarstjóra, Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2018 og eina milljón króna í verðlaunafé. Daníel hefur unnið með sinfóníuhljómsveitum víða um heim, en á síðasta ári voru tvö verk eftir hann frumflutt, Brothers og fiðlukonsert. Hann semur tónlistina í leiksýningunni Ríkharði III í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E E -9 9 C 4 2 1 E E -9 8 8 8 2 1 E E -9 7 4 C 2 1 E E -9 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 2. tölublað (03.01.2019)
https://timarit.is/issue/399771

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (03.01.2019)

Actions: