Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ríkisútvarpið
ætti auðvitað
að rifja upp
sína sérstöðu
og lögbundið
hlutverk sitt í
almannaþágu.
Og þá er
spurningin,
hvers vegna
bíða í hundr-
að ár til að
lesa um
ofbeldi fyrri
tíðar? Hví
ekki mót-
mæla núna á
meðan
ofbeldið á sér
stað?
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú
skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrk-
landi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin,
limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin,
heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af
mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá
fyrri tíð.
Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar
til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni.
Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand
Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjö-
unda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi
Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið
fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að
þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur
að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir
stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands.
Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrda-
héruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi
þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum.
Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveit-
unum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum
hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að
innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir
náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum
um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS.
Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá
heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum
í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar
fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru
komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði inn-
rásarhersins og ISIS.
Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað
ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mót-
mæla núna á meðan ofbeldið á sér stað?
Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum
klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á
laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu.
Það stendur til boða á laugardag.
Bíðum ekki í hundrað ár!
Ögmundur
Jónasson
fv. alþingismaður
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem er.
Búa til heita súpu og ís.
Byrjaðu árið með stæl
Verð frá 94.999
25% afsláttur af aukakönnum
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúm-lega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmála-flokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á
sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið
upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhald-
anna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins
vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast.
Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einka-
miðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka
upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á
neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustund-
um sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis
lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðla-
markaði, en segir hins vegar heilmikla sögu.
Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamið-
ils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum
fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltum-
lykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í
bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað
sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og
fjögur, einu sinni á ári.
Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunar-
innar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn
á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til
dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á
sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæp-
lega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé.
Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að banda-
rísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið
hátt.
Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við
réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum.
Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa
skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt
á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja
stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof
oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé
fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsinga-
pökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra,
á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga
allt sitt undir auglýsingatekjum.
Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sér-
stöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu.
Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi
öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri
umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af
leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum
við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó
til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta
sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa
gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti.
Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni
það í verki að henni sé umhugað um að hér geti
þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún
biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman
hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt
annað.
Klukkan tvö
Ný sýn
Áramótaávarp forsetans féll í
nokkuð frjóan jarðveg á Face
book. Björn Þorláksson, upplýs
ingafulltrúi Umhverfisstofnunar,
sagði það „fullt af skynsemi,
speki og mennsku“ ólíkt því sem
hann kallar „sjálflæga staglið“ í
forvera Guðna. Þá þakkaði Sirrý
Arnardóttir forsetanum fyrir
„gott ávarp og manneskjulega sýn
á lífið“. Blaðamaðurinn Eiríkur
Jónsson er gjarn á að koma auga
á fréttina í smáatriðunum og sló
upp á vef sínum að forsetinn hafi
í ávarpinu frumsýnt ný gler
augu. „Ekki náðist í forsetann við
vinnslu fréttarinnar til að spyrja
hvar hann hefði keypt þau, hver
væri styrkleikinn í glerjum og
hvert væri merkið en þau klæða
hann vel.“
Nýtt upphaf
Að loknum annálum og áramóta
skaupinu hlýtur Klaustursþing
mönnunum sex að vera nokkuð
létt enda erfiður og grýttur kafli
að baki. Ólafur Ísleifsson, nú
sjálfstæður þingmaður, horfir
í það minnsta bjartsýnn fram á
veg í áramótakveðju á Facebook
þar sem hann segir: „Nýtt ár er
runnið upp með væntingum
sínum og fyrirheitum. Óska
ykkur öllum kæru vinir farsældar
á nýju ári um leið og ég þakka
ánægjuleg samskipti á því liðna.“
Hugljúf kveðja frá dagfarsprúða
hagfræðingnum sem fékk heldur
betur að kenna á því hvar Sig
mundur Davíð keypti ölið.
thorarinn@frettabladid.is
3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
E
-B
7
6
4
2
1
E
E
-B
6
2
8
2
1
E
E
-B
4
E
C
2
1
E
E
-B
3
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K