Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 34
BÍLAR
Bílaframleiðsla í Bret-landi á nýliðnu ári dróst mikið saman frá fyrra ári, eða um 8,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins, en endanleg tala
fyrir síðasta mánuð ársins liggur ekki
enn fyrir. Samdrátturinn í nóvem-
ber var gríðarmikill, eða 19,6% og
voru framleiddir 31.551 færri bílar
í landinu en í sama mánuði árið
2017. Helsti áhrifaþátturinn í þess-
ari bröttu minnkun liggur í áhrifum
af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands
úr Evrópusambandinu og þeirri
staðreynd að Bretland er ekki enn
komið með neinn útgöngusamning
við Evrópusambandið. Fyrstu 11
mánuði ársins í fyrra var framleiðsla
bíla í Bretlandi komin í 1.441.334 og
var ríflega 120.000 bílum minni en
árið áður og munar um minna.
Minnkunin aðallega í útflutningi
Framleiðsla bíla í Bretlandi fyrir
innanlandsmarkað minnkaði
aðeins um 1,9% í nóvember en
útflutningur bíla til annarra landa
dróst saman um 22,8%. Útflutn-
ingurinn nam samt sem áður 81,5%
svo segja má að Bretland sé mikið
bílaframleiðsluland. Minna en 100
dagar eru til þess dags sem Bret-
land fer úr Evrópusambandinu og
bílaframleiðendur í Bretlandi kalla
með hárri röddu á ráðamenn um
að klára brottfararsamninginn við
Evrópusambandið og erfitt getur
þeim reynst að plana framhaldið
um framleiðsluna og mannaflaþörf.
Þessi minnkun á bílaframleiðslu í
Bretlandi í fyrra kemur í kjölfar 3%
minnkunar árið 2017 frá árinu 2016,
sem var reyndar metár í framleiðslu
bíla í Bretlandi.
Enn meiri vélaframleiðsla
Þó svo bílaframleiðsla í Bretlandi
sé mikil er framleiðsla á vélum
enn meiri og voru 2,72 milljónir
véla framleiddar árið 2017, þó
þær hafi verið færri í fyrra. Í Bret-
landi vinna um 8.000 starfsmenn
eingöngu við vélaframleiðslu og
3.550 þeirra vinna við framleiðslu
á dísilvélum sem eiga undir högg
að sækja á flestum bílamörkuðum.
Þar eru því miklar blikur á lofti og
hætt við miklum samdrætti á næstu
árum. Fjárfesting í bílaframleiðslu
almennt í Bretlandi minnkaði tals-
vert á síðasta ári, eða úr 1,66 millj-
örðum punda árið 2017 í 1,1 millj-
arð punda í fyrra, en hún nam 2,5
milljörðum punda árið 2016. Í þeirri
óvissu sem ríkir í bílaframleiðslu í
Bretlandi má eðlilegt teljast að
framleiðendur haldi að sér höndum.
Bresk bílaframleiðsla
féll um 8,2% í fyrra
Framleiðsla fyrir innanlandsmarkað dróst lítið saman en því meira í
útflutningi á bílum. Bílaframleiðendur halda að sér höndum í fjárfest-
ingum á meðan óvissa ríkir um útgönguna úr Evrópusambandinu.
Samkvæmt árekstrar- og öryggis-prófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar
framleiddir af japönskum og suður-
kóreskum bílaframleiðendum þeir
öruggustu. Best kom bílaframleið-
andinn Subaru út með 7 bíla af þeim
30 sem náðu toppeinkuninni IIHS
Top Safety Pick+ og var það aðeins
Subaru Forester sem náði ekki þeirri
einkunn vegna aðalljósa bílsins, en
hann náði samt einkunninni IIHS
Top Safety Pick, en vantaði plúsinn.
Í ár náðu helmingi fleiri bílar ein-
kunninni IIHS Top Safety Pick+ en í
fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það
náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta
árið en kröfurnar aukast á hverju ári.
Enginn bandarískur náði IIHS
Top Safety Pick+
Athygli vekur að enginn bíll frá
bandarískum framleiðanda náði
á þennan 30 bíla topplista þó svo
prófanirnar séu gerðar í Bandaríkj-
unum. Ef taldir eru saman bílar sem
náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS
Top Safety Pick+ var Hyundai með
flesta bíla. Nokkrir bílar á topp-
listanum eru frá þýsku framleið-
endunum BMW, Audi og Mercedes
Benz, en enginn Volvo-bíll náði á
listann og vekur það furðu þar sem
bílar Volvo þykja einna öruggustu
bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða
tengiltvinnbílar eru á listanum, en
Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því
þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum
góða, en það kemur ekki til af góðu
því Tesla vildi ekki setja bíla sína í
þessar prófanir.
Japanskir og kóreskir bílar öruggastir
FUNDARHERBERGIÐ
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
POWERSTATE™ mótor.
REDLINK PLUS™ yrálagsvörn
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða
Sveigjanlegt rafhlöðu ker sem
virkar með öllum Milwaukee ®
M18™ rafhlöðum.
M18 FCS66
Alvöru hjólsög
frá Milwaukee
vfs.is
Subaru-bíll í prófunum hjá IIHS Top Safety Pick.
Úr samsetningarverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi.
3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
E
-B
2
7
4
2
1
E
E
-B
1
3
8
2
1
E
E
-A
F
F
C
2
1
E
E
-A
E
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K