Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 44
Schumacher árið 2011 tilbúinn í komandi keppni. Alls á Schumacher yfir 20 met í Formúlu 1 og er sigursælasti ökuþór í íþróttinni fyrr og síðar. Hann er enn gríðarlega vinsæll. NORDICPHOTOS/GETTY Michael Schumacher fékk alls 1.566 stig og náði ráspólnum alls 68 sinnum. Hann var 155 sinnum á verðlaunapalli. NORDICPHOTOS/GETTY Corrina og Michael Schumacher ganga hönd í hönd í Abu Dhabi árið 2011. NORDICPHOTOS/GETTY Ungur og myndarlegur árið 1991 þegar hann var að stíga sín fyrstu bensínspor. NORDICPHOTOS/GETTY Alls keppti Schumacher 308 sinnum fyrir Jordan, Benetton, Ferrari og Mercedes. NORDICPHOTOS/GETTY Schumacher stillir sér upp fyrir tímabilið 2006 þar sem hann hrósaði sínum áttunda sigri í franska kappakstrinum. Slíkt er met. NORDICPHOTOS/GETTY F jölskylda ökuþórsins Michaels Schumacher sendi frá sér sjaldgæfa yfirlýsingu í gær vegna afmælis hans í dag. Schumacher er fimm-tugur og ætlar fjölskyldan að koma saman og halda upp á afmælið hans og sigra. Þá mun sérstakt Schumacher app koma út í tilefni dagsins. „Aðdáendur geta verið vissir um að hann er í bestu mögulegu meðhöndlun og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða hann. Á sama tíma óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir vinskapinn og góðar kveðjur á þessum tímamótum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þjóðverjinn, sem af mörgum og jafnvel flest- um er talinn vera einn besti ökuþór allra tíma, datt á skíðum árið 2013 og slasaðist alvarlega á höfði. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Lítið er vitað um hvernig staðan er enda hefur fjölskyldan haldið sig fjarri kastljósi fjölmiðla. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeist- ari, þar af fimm sinnum með Ferrari. Hann vann 91 keppni og byrjaði á ráspól 68 sinnum. Hann var 43 ára þegar hann ók sinn síðasta hring í Formúlu 1. benediktboas@frettabladid.is Fimmtugur í skugga höfuðáverka Einn besti, ef ekki besti ökuþór allra tíma, Michael Schu- macher, er fimm- tugur í dag. Fjöl- skylda hans sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún segist ætla að halda upp á afmælið og sigra hans. Schu- macher er enn að jafna sig eftir skíða- slys frá árinu 2013. 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 3 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E E -B C 5 4 2 1 E E -B B 1 8 2 1 E E -B 9 D C 2 1 E E -B 8 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.